Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 72

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 72
Varð mjer þá reikað fram hjá kirkjugarði, og sá jeg þar mikinn hóp af hermönnum við greptrun, og vissi jeg, að þeir væru þar í heiðurs skyni við hinn framliðna. Vildi jeg því forvitnast um, hver þessi höfðingsmaður væri, sem fallið hefði í orustunni. Þegar jeg kom að gröflnni, var presturinn að þylja fjarska bjartnæma ræðu, svo að tárin streymdu í lækjnm niður eptir kinnum áheyrend- anna. i>Sá maður, sem hjer hvílirc. sagði presturinn, »var fágætur og ágætur maður, skyldurækinn og skikk- anlegur fremur en flestir aðrir; hann hafði hrennandi ást á sínu föðurlandi, og hann innsiglaði þessa ást með dauða sínum fyrir föðurlandið. Nú er sál hans i sælu hjá himnaföðurnum«. Margt fleira fagurt og áhrifamikið sagði presturinn. »Skemmtilegt er, að fá svona eptirmæli«, sagði jeg við hermann einn, er stóð hjá mjer; >það er nærri eins gott, að fá svona fallega ræðu eins og að jeta salta síld og »snaps« þegar maður er svangurc — jeg var glorhungr- aðnr—, »en hvaða heiðursmann er verið að jarða?». >Það er maður úr slöksviliðinu, Bryde að nafni», hvíslaði her- maðurinn að mjer. »Bryde — Bryde úr slökkviliðinu — nei, það erlygÞ, sagði jeg og hjelt hann væri að gahha mig, en í því nefndi presturinn nafn mitt og taldi upp ýms dyggða- verk, er jeg hefði átt að hafa gert, en sem mjer hafði náttúrlega aldrei dottið í hug að gera, og loks endaði hann ræðu sína með þeim orðum, að allir mundu ganga frá gröf þessari með djúpri hryggð, með því hún hefði að geyma einn af fósturjarðarinnar beztu og ótrauðustu sonum, slökkviliðssveininn Bryde. Nú þoldi jeg ekki mátið lengur og ruddist í gegn um mannþröngina að prestinum og sagði' >Þetta er helher lygi, prestur góð- ur, jeg er ekki dauður, og því síður svo góður, sem þjer segið; að öðru leyti þakka jeg yður fyrir þau fallegu orð, sem þjer hafið sagt«. Presturinn og djákninn gláptu á mig, standandi hissa, og allir sem næstir voru urðu forviða. »Viljið þjer raska friði grafarinnar og vanhelga hátíðlega at- höfn« sagði presturinn. >Nei, engan veginrn, svaraði jeg, »en fyrst jeg kom til minnar eigin jarðarfarar fyr- irvaralaust, þá sýnist mjer sanngjarnt, að jeg mætti tala fáein orð, úr því jeg hef eigi enn misst málið«. »Far- ið þið hurt með manninn, hann er fullur eða vitlaus«, sagði prestur. »Nei, nei, þaðernú einmitt það sem jeg er ekki«, sagði jeg, >jeg er hvorki dauður, fullur eða vitlaus, en það sem jeg er, er að jeg er pjátrarinn Bryde, hef legið í fylliríi niðri í kjal’ara í 2 sólarhringa, og svo (62)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.