Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 74

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 74
loks aÖ ná tönninní; voru þá bá&ir orðnir syeittír óg uppgefnir. »Hvað kostar nú þetta?« spurði bóndi með húltum huga, því hann var hræddur um, að svona iöng og ströng vinna yrði dýr. »2 kr.«, svarar rakarinn. »Hjer eru 2 kr., þú ert sannarlega vel að þeim kominn og heiir eytt miklum tíma við þetta«, segir bóndi og hýrnaði í bragði. T. G. — V’ Spakmæli og heilræði. — Dæmdu menn ekki eptir því, hve mikla hæíileg- leika þeir hafa, heldur eptir því, hvernig þeir nota þá. — Lygin er opt svo klædd, að hún getur verið í fínustu samkvæmum. En sannleikurinn þar í móti íær ekki að koma þar inn stundum, hversu vel sem ha’"1 er búinn. — Uppspretta til hamingju og blessunar er í \ .u eigin hjarta; þeim, sem leitar eptir henni annarsstaðar, fer líkt og fjárhirði þeim, sem íer land úr landi til að leita eptir lambi, sem hann þykist hafa misst, en gætir þess eigi, að hann heíir alla leiðina borið það í barmi sínum. — Hlustaðu á þegar aðrir tala og gríptu ekki ótil- kvaddur fram í fyrir þeim. Raupaðu eigi af þjer nje afreksverkum þínum. Þráttaðu aldrei um trúarefni. Vertu hvorki hiutdrægur, hávær eða hroðafenginn. En ástundaðu að vera kurteis og lítillátur. — Menn segja, að konurnar stjórni heiminum eða ráði yíir okkur karlmönnunum. Er þá ekki hyggilegt, að gera þær svo upplýstar og fullkomnar, sem kostur er á? Því þess skynsamlegar stjórna þær þá heiminum og oss. — Heimurinn er ekki svo heimtufrekur sem orð leikur á; hann krefst ekki meira af mönnum en að þeir komi fram nokkurn veginn sómasamlega. — Menn hafa gott af að ferðast, til þess að kynna sjer skoðanir og verk annara. Sjóndeildarhringurinn stækkar og sjált byrgiugsskapurinn minnkar. — Sá, sem heíir vit á að skýla heimsku sinni, er ekki heimskur. — Sá sanni ríkdómur mannsins er hið góða, sem hann gerir. Þegar hann deyr, spyrja mennirnir: »Hve mikinn auð ljet hann eptir sig?« En englamir spyrja: »Ljet hann eptir sig mikið af góðverkum?«. — Jeg trúi á þann guð, sem heiir skapað mennina, en ekki á þann guð, sem mennirnir hafa skapað. T. G. (64)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.