Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 Helgarblað DV Flugan Jólabókaflóðið nálgast óðfluga og ýmsir höfundar sitja nú með sveitt ennið og reyna að klára fyrri „deadline". HuldarBreiðfjörð er einn þeirra sem beðið er eftir að klári. Hann gaf út ferðasöguna Góðir íslendingar sem var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna ís- lands 1998 og fjailaði um ferðalag hans um ísland. í bókinni sem hann er að klára fer hann til Kína og ferðast með Kínamúmum endilöngum. Útgefandi hans Bjartur bíður spenntur en fyrir jólin í fyrra náði Huldar ekki að klára fyrir „deadline". Vildi vanda sig betur. Af Huldari er annars það að frétta að hann er ekki bara að klára bók, kauði ætlar líka að bregða landi undir fót í haust og flytjast til NewYork að læra kvik- myndaleikstjóm. Ekki er búist við því að Hall- grímur Helgason verði með í jóla- bókaflóði í bráð þótt hann hafi dvaiið í Grímsey mest ailt sumar- ið við skriftir. En Hallgrímur er ekki að skrifa bók. Hann er að dunda sér við kvikmyndahand- ritaskrif og leikritun. Að vísu er Hallgrímur ólíkindatól þegar kemur að skáldskap og jafiivel hans bestu vinir vita ekíd hvar hann kemur niður næ|t en þessi afkastamikli höfundur hefur sett mikinn svip á menningarlrfið undanfarin ár þótt lftiðhafi frá honum heyrst þetta árið. Margir sakna hans og búast við einhverri bombu í haust. Myndlistarkonan og bjartasta von íslenskrar myndlistar, Gabrí- ella Friðriksdóttir, býr nú í Brussel ásamt manni sínum, tónlistar- manniniun Daníel Agústi Har- aldssyni. Hann er að leggja loka- hönd á sína fyrstu sólóplötu. Vandar sig mikið og hefurað sumra mati tekið afltof-langan tíma í að klára hana. Gabríella er hins vegar sögð vera að undirbúa sig fyrir það að verða fúlltrúi ís- lendinga á Feneyjatvíæringnum. Þetta hefúr að vísu ekki fengist staðfest en það er fótur fyrir þessu. Feneyjatvíæringurinn er sannkallað heimsmeistaramót í myndlist og sú sýning sem kom Ólafi okkar Elfassyni endanlega á heimskortið. Guðmundur Steingrímsson, harmonikkuieikarinn í Ske, skrif- aði sína fyrstu metnaðarfúllu skáldsögu um síðustu jól. Hún hét Áhrif mín á mannkynssöguna og fékk afar misjafna dóma. Hann lætur það víst lítið á sig fá og vinnur nú að sinni annarri skáld- sögu. Hann ætlar augljóslega að leggja miklu meira á sig í þetta skiptið því hún er ekki væntanleg fyrr en um þamæstu jól. Neil Gaiman hlýtur að sofa afar ifla á næturnar. Kannski sem betur fer fyrir okkur hin, sem fáum við og við að kíkja inn í heim hans ein- hvers staðar á milli svefns og vöku, hvort sem það er í teiknimyndasög- unum um Sandman, konung draumanna, draumkenndum skáld- sögum á borð við American Gods og Stardust, eða í barnabókum hans. Hann hefur þegar gefið út mynd- skreyttu barnabækurnar The Wolves in the Walls og The Day I Swapped My Dad for a Goldfish, sem og verðlaunabókina Coraline, sem er nú loksins kominn út í íslenskri þýðingu. Kóralína býr ein með foreldrum sínum, en fyrir neðan hana búa tvær aldraðar leikkonur og á efri hæðinni hinn skrítni herra Bóbó, sem segist vera að kenna músum að spila á hljóðfæri. Kórah'na lítur á sjálfa sig sem landkönnuð í umhverfi sínu, eins og börn jú eru og finnur dular- fullar dyr í herbergi einu í húsinu. Það kemur líklega engum á óvart að fyrir aftan dyrnar leynast ýmis ævin- týri, þó enn eigi eftir að koma í ljós hvers eðlis þau eru. Neil Gaiman hefur sýnt það og sannað í öðrum verkum sínum að honum ferst afar vel að blanda saman hinum ýmsu þjóðsögum og minnum. Þegar Kóralína fer niður ganginn minnir það mann á Lísu í Undra- landi að fara í gegnum spegilinn og vissulega endar hún lokuð inni í spegli jafnffamt því sem að hún kynnist dularfullum ketti í garðinum hinum megin, berst við konu sem getur kallast grimm drottning og heldur sitt eigið tepartí, þó án að- stoðar brjálaðs hattara. Inn í þetta flettast svo atriði úr klassískum bók- menntum, hún berst við eineygðan risa eins og Ódysseifur og fer á und- arlega leiksýningu þar sem vitnað er í bæði Rómeó og Júlíu og Makbeð. Kóralína er afar viðkunnaleg hnáta og bókin er öll sögð frá sjónar- hóli hennar. Henni er illa við matseld föður síns, sem eldar alltaf eftir uppskriftum, h'til eftir aldri eins Kóralína eftir Neil Gaiman Myndskreytingar eftir Dave McKean Þýðing eftir Margréti Tryggvadóttur og títt er með sögupersónur í barna- bókum, og henni líst illa á þegar „hin mamman" vill sauma tölur í augu hennar og segir henni að það verði ekki vont, þvi yfirleitt þegar fullorðnir segja að eitthvað sé ekki vont þá er það ekki satt. Hlutskipti föðurins er þó ekki merkilegt í þess- ari bók fremur en öðrum barnabók- um, „hinn pabbinn“ er einungis leir- brúða í höndum „hinnar mömm- unnar“, sem ber vott um þá tillmeig- ingu samtímans að h'ta sem svo á að pabbar séu til lítils brúklegir. Það er að segja alls staðar annars staðar en í hinum ffábæru bókum um Svíann Einar Áskel. En það kemur ekki að sök fyrir framvindu sögunnar, sem er afar spennandi og má gera ráð fyrir að flestir lesendur verði ekki mikið lengur að fara í gegnum hana en blaðamaður, sem fletti stíft eina kvöldstund. Þegar á leiðarenda er komið vildi maður samt sem áður vita meira um tilurð hins heimsins handan við ganginn. Hver nákvæm- lega er „hin mamman", sem allur „hinn heimurinn" snýst í kringum? Er hún raunveruleg, eða hugarfóstur Kóralínu? Söguþráðurinn gengur þó alger- lega upp ef maður samþykkir um- gjörðina og þar sem sagan öll fylgir áícveðinni draumalógík er maður reiðubúinn að gefa sig Gaiman á vald. Ekki svo að skilja að sagan sé torskilin, hún er afar blátt áfram frá sjónarhóli Kóralínu htlu séð. Og boðskapurinn er einnig einfaldur: Raunverulegt hugrekki felst í því að vera hræddur en láta það ekki á sig fá. Sem er kannski ekki svo slæmt veganesti. Þýðingin er í höndum Margrétar Tryggvadóttur, sem skilar verki sínu vel, er trú bamslegri röddu Kórahnu og blátt áfram rödd sögumanns og meira að segja draugabömin tala mátulega fomeskjulega. Sérstaklega er gaman að sjá hvemig hún íslensk- ar nöfn persónanna. Þannig verða nöfnin á hundunum þremur, Hamish, Andrew og Jock, sem tákna htið fyrir íslenska lesendur að Hag- barði, Andrési og Jóakim, sem em öll nöfn á teiknimyndapersónum á ís- lensku. Miss Spink og Miss Forcible verða að Fröken Jónku og Fröken Frökk, og Mr. Bing verður að Herra Bóbó. Maður sér Margréti næstum fyrir sér með bros á vör þegar hún endurskírir persónumar og maður kemst varla hjá því að gera það sama. Uppspuni Bjartur gaf út íslenskt smásagna- safn á dögunum, Uppspuna, og valdi Rúnar Helgi Vignisson sögurn- ar. þær em allar eftir sprelllifandi höfunda, elst er Fríða Á. Sigurðar- dóttir, yngst Guðrún Mínervudóttir, alls sextán höfundar. Safnið er dreg- ið úr útgefnum textum á bók og seg- ir það sína sögu: smásagan sem löngum átti sér skjól í tímaritinu, vikublöðum og helgarútgáfum dag- blaðanna, kemst ekki að þar lengur. Hún birtist í samantektum höfunda af afgangstextum á bók, stundum í útvarpslestri, nema hjá höfundum sem hafa lagt sig sérstaklega eftir smásagnagerð, eins og Ágúst Borg- þór. Smásagan hefur á íslandi lifað undarlegu og erfiðu samlífi með fróöleiksþáttum, minningabrotum og alls kyns lausamáli sem hefur leitað undan skáldsögunni - síðasti bróðir hennar er örsagan sem verð- Safn af áður birtum sögum ur þó ekki talin smásaga í hefðbundnum skilningi: smámynd, atvikafá og bundin við höfuðpersónu. í eftirmála gerir Rúnar grein fyrir hefðbundnum miðum smásögunnar: aumingja- hefðinni sem fylgdi henni inn í nú- tímann úr raunsæisstefnunni og virðist lifa fjörlegu lífi - alla vega í þessu safni. Sögurnar gefa þó til kynna mikla breidd í sagnagerð af þessu tagi. ólík tök og viðmið í textagerðinni, fjöl- breytileika. Rúnar velur að raða sög- imum í aldursröð viðfangsefna sem er kyndugt tiltæki: safnið hefst á sögum um börn og endar á sögum af gamalmennum. Það skyldar eng- inn lesandann til að lesa kverið þannig, þegar komið er á kaf í safn- ið fer Iesandinn að vara sig og stökkva fram og til baka. Þessi nið- urröðun dregur fram á skýran hátt hvað margt er sameiginlegt í af- stöðu söguhöfundar, frásagnar- hætti. Kostulega ísmeygileg var saga Þorsteins Guðmundssonar og kom aftan að lesanda mörgum sinnum í röð. Annað get ég ekki sagt að hafi komið á óvart í þessari bók: hún sýn- ir að hópur íslenskra prósahöfunda tekur þetta skáldskaparform alvar- lega, þekkir það og kann að tempra sig í stuttu máli. En safnið er á sinn hátt ákall um að smásögunni verði rudd braut á ný inn í blöð og tímarit, sá vettvangur opnaður sem hún á að vera á. í beinu og umbúðalausu sambandi við lesendur, sem gætu rifið í sig sögu, japlað á henni á stutt- um næðisstundum hvunndagsins. Lesendur, skáld og smásagan eiga það skilið. pbb@dv.is Út er komin snotur lítil barnabók fyrir aldurshópinn 2-5 ára. Hana má jafnvel nýta fyrir krakka sem eru að stauta sig í gegnum fyrstu textana. Sagan heitir Nei! sagði litla skrímslið og er unnin af sænskum, færeyskum og ís- lenskum höfundum. Það er Áslaug Jónsdóttir teiknari og hönnuður sem gefur bókinni líf tneð klippimyndum sínunt og leturgerð en hún vann á sínum tíma Bláa hnöttinn með Andra Snæ. Sagan er dæmisaga sem ung börn hafa gaman af og skilja undur fljótt. Hún kennir þeint rétt sinn til sjálfstæðra ákvarðana, kennir tillitsemi við fólk sem stærra er en mað- ur sjálfur og hversu nauðsyn- legt er að byggja sín eigin mörk í santskiptum við aðra. Hún heillar unga njótendur þegar við fyrstu sýn og virðist í reynd hafa mátt til endurtek- inna lestra. Það er ekki síður ánægju- legt við útgáfu bókarinnar að íslenskur listamaður nái fót- um á erlendum markaði með þátttöku í samnorrænu verki og prenti sem kemur út á öh- um Norðurlöndunum nú í haust. AUir aðstandendur geta verið ánægðir með vel unnin grip, prentun og band býður upp á stööuga höndlun hjá þeim sem vilja halda bók- um að börnum sfnum. pbb@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.