Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004
kAldC
Helgarblað DV
')AGl'iR ?R 'ÁGÚST THmSK
Gísli Snær Erlingsson er staddur hér á
landi en hann hefur veriö búsettur í
Japan um árabil. DV greip hann glóð-
volgan og spurði hann út í japanska
fyndni, japanskar konur og hvernig
ísland kemur honum nú fyrir sjónir.
Yfir hann helltust ljúfar minningar en
það sem stendur upp úr er offituvandi,
Qármálasukk og sóðaskapur.
Gfsli Snær Erlingsson Hefur
dvaliö langdvölum erlendis, er
búsettur IJapan og fékk sjokk
I þegar hann kom heim til Islands:
Fyrir augum voru spikfeitir fslend-
ingar og sóðalegir en afsiappaöir.
Japanskar konur ótrúlega snjallar
og sflórna hví sem þær vilja
„Japanskur húmor er baneitraður
og drepfyndinn. Þeir eru svo fyndnir
að stundum fara þeir langt yfir strik-
ið og verða... jahh, hvernig á maður
að orða það? Mótfyndnir eða and-
fyndnir?“ segir Gísli Snær Erlingsson
kvikmyndagerðarmaður. Hann er
staddur á íslandi nú um stundir en
hefur fest rætur í Japan, í „smábæn-
um" Tókýó. Þar hefur hann verið um
árabil og þrjú ár og átta mánuði frá
því hann kom til Islands. Hin yfir-
iýsta ástæða íslandsfararinnar er sú
að félagi hans til margra ára, Ásgrím-
ur Sverrisson, er nú að vinna viðtals-
þætti fyrir sjónvarp við tíu íslenska
kvikmyndagerðarmenn. Gísli Snær
er einn þeirra en eftir hann liggja
Stuttur frakki, Benjamín dúfa og
Ikingut. Hann notar að sjálfsögðu
tækifærið og hugar að upprunanum,
rótunum.
Með geit í litlu herbergi
En við erum að ræða japanska
fyndni. Gísli, sem snemma gat sér
gott orð sem húmoristi þegar hann
var umsjónarmaður Poppkorns fyrir
margt löngu ásamt Ævari Erni Jós-
epssyni, er rétti maðurinn til að
spyrja út í japanska kímnigáfu. „Já,
þeir fara stundum langt yfir strikið.
Þetta gerist aðallega í sjónvarpinu.
Þeir geta átt það til að læsa mann í
marga mánuði inni í herbergi með
geit. Svo kúkar geitin, pissar og gerir
það sem geitur gera. Og maðurinn
þarf að kaupa mat, sjá fyrir sér og
geitinni með afsláttarmiðum. Reyna
að þrauka við þessar erfiðu aðstæður
og svo er því sjónvarpað. Þetta finnst
þeim fyndið japönunum en húmor-
inn er misskilinn víða á öðrum
menningarsvæðum, menn átta sig
ekki á að þetta er grín og taka til
marks um eins konar villimennsku."
Og Gísli er þeirrar skoðunar að
þetta sé fyndið. Hann segir Japani
vissulega feimna við upphaf kynna,
kannski lfkt og íslendingar eru, en
þegar veggurinn fellur þá breytist
allt. „Maður situr viðskiptafundi yfir
daginn en svo er farið og fengið sér
bjórglas og grillpinnar snæddir. Þar
opnar maður sig og sýnir sinn innri
mann. Og menn segja sögur og
brandara, engin viðskipú rædd og ef
vel tekst til þá er farið í karaókí. Þar
syngja menn saman og faðmast. Ef
þetta gengur vel þá ertu kominn með
viðskiptafélaga fyrir lífstíð."
Og hér fá að fljóta með mikilvæg-
ar upplýsingar. Að sögn Gísla Snæs
þá má þekkja gott sake, hið japanska
hrísgtjónavín, á því hversu líkt það er
vatni á bragðið. „Gott sake á að
smakkast eins og vatn."
Klofinn persónuleiki
í Japan starfar Gísli Snær að
tvennu: Dreifingu barnamynda og
svo auglýsingagerð. „Við kaupum
norrænar barnamyndir, talsetjum
þær og endurhönnum, endurútgef-
um og seljum. Fyrirtækið heitir
Ansur pictures. Ansur er stafurinn A í
rúnakerfinu, jákvæð rún sem stend-
ur fyrir Óðinn."
Gísli segir þetta ganga ágætíega og
mest er selt í skóla en einnig í stóra
bókabúðakeðju sem er um allt Japan
ogsérhæfir sig í erlendum tímaritum.
Svo vorum við, skömmu áður en ég
fór, að gera samning við fyrirtæki
sem er tengt Disney sem lætur pen-
ing í þetta. Fyrirtækið hefur yfir að
búa meðlimum sem kaupa það sem
Mikki mús vill að þeir kaupi. Óneit-
anlega opnar það betri möguleika á
að selja okkar ágæta efni."
Aðspurður hvort hann sé ekki
orðinn vellauðugur segir hann svo
ekki vera. „Á ekki krónu." Tekið hef-
ur eitt ár að koma fyrirtækinu al-
mennilega á koppinn, skref fyrir
skref en í því felast miklir möguleik-
ar. Ber þá að skilja Gfsla sem svo að
hann sé alfarinn frá íslandi?
„Jahh, Japan er mitt heimaland.
Maður er klofinn persónuleiki. Erfitt
að fara frá Japan. Ég á tvö heima-
lönd. Hér eru allir svo rólegir að það
er allt í lagi að eiga eitt aukaheima-
land. Alltaf gott að geta komið heim
til íslands. Hér er þetta fast land."
Japanskir viðskiptahættir
flóknir
Kona Gísla, Miyuki, er forstjóri
fyrirtækisins. „Forsenda þess að ná
árangri í Japan er sú að þar sé í for-
svari Japani á heimamarkaði. Ég er
ekkert að hafa mig í frammi varðandi
viðskiptafundi og slfkt. Þeir fara fram
á japönsku, á japanska vísu og með
japönskum andlitum. Þeir eru alltof
flóknir fýrir mig að skilja enda liggur
merkingin í því sem ósagt er. Maður
spyr: Hvernig skildirðu þetta? Og fær
þau svör að þetta sé nokkuð sem
ekki sé hægt að útskýra. Sérstaklega
ekki fyrir mér. Þú verðir að vera
fæddur í Japan til að skilja þetta."
Fyrir utan Ansur pictures sinnir
Gísli Snær annarri framleiðslu, aug-
lýsingagerð fyrir ýmis stórfyrirtæki
svo sem; Sony, Ricoh, Adidas og
Guthy-Renker sem er stærsti stjón-
varpsmarkaður í heimi og hefur ný-
lega verið opnaður í Japan: Seldar
snyrtivörur og fegurðarsmyrsl fyrir
konur í stórum stfl.
Gísli Snær játar það fúslega áð
honum gengur treglega að tileinka
sér japanska tungu. „Ég hef ekki
gefið mér tíma til að læra málið. Og
það hefur gefist mér best að þykjast
ekkert tala málið. Og Japönum líkar
það ágætlega, þegar þeir eru eiga í
viðskiptum við erlenda menn að tala
enskuna. Og ég held mig bara við
það."
Silkimjúk þoka, Sólin og
Snærinn
Gfsli Snær og Miyuki kynntust í
tengslum við útrás Benjamrns dúfu,
kvikmyndar Gísla. Hún var útnefnd
sem etn af tíu bestu myndum í
Skandinavíu árið 1996. í kjölfarið
buðu Japanir aðstandendum þess-
ara tíu mynda til Japan og var ferðast
með þær vítt og breitt um landið,
staðið fyrir sýningum í ýmsum söfn-
um og bíóhúsum. Var meira um að
ræða menningarviðburð en bíósýn-
ingar í hefðbundnum skilningi. Gísli
Snær fór og meðal annarra voru með
í för Friðrik Þór, Þorfinnur Ómarsson
og Egill Eðvaldsson ásamt fleiri nor-
rænum kvikmyndagerðarmönnum.
„Konan sem sá um að skipuleggja
viðtöl og kynningar, jahh, okkur varð
svona vel til vina að ég bauð henni til
íslands. Við vorum hér I nokkrar vik-
ur og í kjölfarið ákvað ég að fara að-
eins út til Japan. Þar leið mér vel og
landið bauð af sér góðan þokka.
Þetta þróaðist svo þannig að við
Miyuki lentum uppi við altarið á
Shinto-vísu en ekki vestræna."
Shinto er hin japanska trú, tengist
ekki búddisma en gengur út á að
maðurinn og náttúra sé í jafhvægi.
Trúin sem gerði keisarana að full-
trúum sólarinnar á jörðu. Alltof langt
mál er að fara í saumana á trúnni hér
og nú og Gísli segist ekki vera orðinn
búddisti. „Mig minnir að það séu um
sex milljónir viðurkenndra guða í
Þeir geta átt það til að
læsa mann í marga
mánuði inni í herbergi
með geit. Svo kúkar
geitin, pissar og gerir
það sem geitur gera.
Shinto-trúnni. En svo geturðu líka
fundið upp þinn eigin guð til dæmis
til að vemda eins og eitt grjót í garð-
inum hjá þér. Þetta er náttúrutrú."
Þau Gísli Snær og Miyuki eiga
fimm ára gamla dóttur sem heitir
Sagiri Sól. „Já, við völdum japanskt
og íslenskt nafh. Sagiri þýðir silki-
mjúk þoka og svo er sólin. Nafn kon-
unnar minnar þýðir hvítur snjór og
sjálfur heití ég jú Snær. Ertu nokkuð
farinn að tárast?"
Japanskar konur stjórna
bakvið tjöldin
Ekki er orðum aukið að Japanir
búa þröngt. Gísfi segist reyndar vera
í ágætum málum en hann býr í
þriggja herbergja íbúð sem er sæmi-
leg jafiivel á íslenskan mælikvarða.
„Þessir kústaskápar em meira svona
þar sem einstaklingar búa og eru þá
miðsvæðis. Slíkt tíðkast vitanlega
víða en er yfirgengilegt í Japan. Stíll-
inn er öðmvísi því þeir sofa á futon-
dýnum sem er svo rúllað upp og sett-
ar inn í skáp eftir svefn. Svefnher-
bergið breytíst þá í stofu. Híbýlin em
þannig margnota. Og alltaf er eitt
Tatamí-herbergi, þar sem em
Tatamí-grasmottur sérstakar á gólf-
um og á þeim sofa menn."
Það væri móðgun við lesendur ef
Gísli væri ekki spurður út í muninn á