Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 21 japönskum konum og íslenskum. Hann tregðast við en með eftir- gangsmunum viðurkennir hann að munurinn sé mikill. „Japanskar konur stjórna alger- lega bak við tjöldin. Þær fá sínu framgengt án þess að maður viti í raun af því. Þannig að þér h'ður alltaf eins og karlmanni, þú stendur í þeirri meiningu að þú hafir tekið ákvörðunina, en ef þú staldrar við og veltir fyrir þér niðurstöðunni... bíddu nú við... þá hggur fyrir að þú réðir þarna engu. Ótrúlega snjahar." Kannski er þetta eiginleiki sem ís- lenskar konur eru að glata á tímum þar sem þær telja sig þurfa að vera að berjast hatrammlega á framabraut - nokkuð sem skiptir sennilega engu máh þegar allt kemur til alls. Á ls- landi reiknast brussuskapurinn, í góðra kvenna hópi, þeim til tekna. Gísli Snær tekur undir þessar hug- leiðingar. „Brussuskapur. Einmitt. Ég varð fyrir því að kona nokkur sett- ist í sæti vinar míns á veitingahúsi og benti henni vinsamlegast á það. Því- líkar svívirðingar sem gengu yfir mig. Hér virðist nú orðið gott og gilt með- al kvenna að sýna af sér ruddaskap. Eða einhver blátt-áfram-heit sem þykja ‘cool’. En ég er reyndar þeirrar skoðunar að samskipti kynjanna ættu ekki, og þurfi ekki, að einkenn- ast af slíku." íslendingar afslappaðir, feitir og sóðalegir Þó svo að íslendingar flækist víða þá er ekki mikil fslendingabyggð í Japan. Gísh Snær ætlar að þar séu búsettir um 15 tii 20 íslendingar, bis- nessmenn, fiskútflytjendur, nemar og svo hann. Og Gísli Snær er enginn dvergur og skagar upp úr mannhaf- inu, allir í bringuhæð þegar hann er annars vegar. Glöggt er gestsaugað, Gísh Snær hefur dvahð langdvölum í údöndum, fyrst London, þá Skot- landi og nú Japan. Hvernig koma honum heimahagamir íyrir sjónir? „Fólkið er orðið svo miklu feitara. Algert sjokk. Ég trúði þessu ekki. Ah- ir orðnir svo helvíti feitir. Ég sé ungt og myndarlegt fólk að upplagi niðri í miðbæ og en aht spikfeitt." Það var og. Einnig vekur það sem Gísli kahar „Borgartúnsstemningu" athygh hans. „Það virðist fjármála- sukk í öhu og öhum. Fjármálastofn- anir í flottum húsum við sjávarsíð- una. Þetta stendur upp úr. Já og yfir- gengilegur sóðaskapur. Hér hendir fólk rusli frá sér á götumar án þess svo mikið sem depla auga." Gísh Snær tekur fram að þó hann taki svona th orða sé hann ekki með því að setja sig á háan hest, þykist einhver þróaður Japani orðinn, þetta sé einfaldlega nokkuð sem blasir við. Hvar er þetta margumrædda stress? Að öðru leyti er aht við það sama og það kemur reyndar flatt upp á Gísla Snæ hversu ahir eru afslapp- aðir á fslandi. Stressið hérlendis virðist þannig alger mýta. „Það hehast yfir mann góðar minningar líka. Hér getur maður gengið inn í stofnanir og spjahað við mann og annan. Frábært að banka upp á hjá bankastjórum og spyrja hvort ekki sé í lagi að borga mánuði síðar. Já, og verið of seinn! Mönnum fyrirgefst það hér. í Japan fá menn einn séns og klúðri þeir því fá þeir ekkert að mæta á fundi. En hér eru menn afslappaðir og persónuleg samskiptí einkennandi. Ég svaf yfir mig og vissi ekki um fundarstaðinn. Aht of seinn en mér var bara sagt að slappa af, elsku vinur. Ég veit ekki um hvað er rætt þegar talað er um stress á íslandi. Hvað þykjast ís- lendingar eiginlega vita um stress?" Mynd Gísla Snæs, Ikingut, ætíar að reynast vinsælasta myndin sem hann og fyrirtækið Ansur höndla með. „Það endaði með því að sú mynd mín var send th 52 landa. Mjög víðförul og hefur gengið vel. Og hún er aðalmyndin sem við erum með. Mjög fyndið því ég þurfti að kaupa Ikingut af þeim sem eiga heimsréttinn. Ikingut selst best þeirra mynda sem við erum með í Japan." Japönsk kvikmynd í burðar- liðnum Gísh Snær talar um kvikmynda- gerðina sem dýrt hobbí. Það er varla að hann telji sig kvikmyndaleik- stjóra öhu lengur. „Það liðu tvö eða þrjú ár mihi Stutts frakka og Benja- míns dúfu. Svo fimm ár frá Benja- mín í Ikingut og nú stefhir í það að mihi Ikingut og næstu myndar verði sjö th níu ár!" Gísli Snær talar um að ahtaf virð- ist erfiðara og erfiðara að fá sam- þykki fyrir því að hann viti hvað hann er að gera. Nokkuð sem ætti að liggja fyrir því Ikingut og Benja- mín dúfa eru margverðlaunaðar myndir. „Ég er ekki mjög hress með það því ég hef verið duglegur við að skha inn umsóknum. Er reyndar núna að vinna að handriti sem styrkt er af Kvikmyndastofnun og vona að verði að mynd einhvern tíma síðar. En ekki má gleyma því að þetta er líka frábært kerfi og Jap- anir öfunda okkur Norðurlanda- þjóðirnar mikið af því. Frábært að svona kerfi skuli vera th. Mikh ósköp. Ég er nú með japanska mynd í gangi. Sú mynd er öh gerð með fjárfestum þannig að ég þarf ekki að fara í einhverja röð eða vera háður einhverri stofnun." jakob@dv.is fsfólkið og hin silkimjúka þoka Dóttir Gísla og Miyuki heitir Sagiri Sól Hér er hún við nokkur skonar sklrn, verið að kynna hana fyrir guðunum samkvæmt Shinto-trúnni. Klmónóinn sem Miyuki klæðist hefur gengið frá móður til dótturlfjóra ættliði og er metinn á um tvær milljónir. ferju brosuflft^ það sé sjálfsagt mál að & JfelP h& ^ ‘ brosti svo 1 & Já, svo þið haldið að það sé sjálfsagt mál brosa út að eyrum? Aldeilis ekki. Það er í raun mjög óeðlilegt. Ef við lítum á manninn sem hvert annað dýr, þá er mála sannast að það að bera tennumar, eins og menn gera í skjannabrosi, er svo th ævinlega merki um hina mestu ógnun eða þá hættumerki. Svo hvers vegna tóku menn upp á því að brosa svo breitt sem merki um ánægju og vináttu? í sem skemmstu máli: Það veit enginn. Jafnvel hinir fremstu mannfræðingar og atferlisfræð- ingar hafa ekki komið ffarn með neina skýringu sem mark er á tak- andi. En skýringarinnar er aha vega að leita langt aftur í árdaga mannkynsins úr því brosið er orð- ið genetískur eiginleiki mannsins, svo sem sjá má af því hversu snemma smábörn byrja að brosa. Og myndir teknar í móðurkviði hafa meira að segja sýnt fóstur brosa. Listfræðingurinn Angus Trumble tók sér nýlega fyrir hendur að skrifa sögu brossins í vestrænni myndhst en hann taldi fyrirfram að í gamahi myndhst væri furðu fátt um bros og það væru eiginlega bara „vont" fólk sem brosti á myndum - kannski þangað th Móna Lísa fsmeyghega á mynd Leonardos da Vinci. Hann kveðst hafa trúað því að svo th einu brosin á eldri myndverk- um væru á vörum „pyntinga- meistara og vanskapninga, saur- lífsseggja, nískupúka, drykkju- manna, portkvenna, sígauna, dverga, brjálæðinga, skrímsla, drauga og djöfulóðra". En rann- sóknir hans leiddu annað í ljós og frá og með forngrísku styttunni Peplos Kore væru þvert á móti flestir brosandi á myndverkum. Ein markverð undantekning væri hohenskt málverk eftir Frans Hals frá 17. öld sem þó bæri heitið Hinn hlæjandi kavalér. Brosandi smá- barn Þetta barn er sex vikna og brosir útaðeyrum. Peplos Kore Stytta af Akrópólis-hæð frá þvl um 530 fyrir Krist. Brosandi api Þrátt fyrirallteru bros ekki alveg óþekkt I dýraríkinu. Hinn hlæjandi kavalér Kallast þetta hlátur? Julia Roberts Fáir hafa fullkomnað filmstjörnubrosið beturenhún. Móna Lfsa Hið heill- andi, dularfulla bros. En varþaöfyrst? MMammHMmmmmmmm •• OKU $KOMNN IMJODD Nú er rétti tíminn til að afla sér nýrra atvinnumöguleika! Kennsla á leigu-, vöru- og hópferðabifreið einnig vörubifreið með eftirvagn. Nútíma kennsluaðstaöa og frábærir kennarar. Innritun alla miðvikudaga, áfangakerfi. Einnig eru í boði námskeið í vistakstri fyrir einstaklinga og hópa. Ath.: Flest verkalýðsfélög styrkja félaga sína í námi! Hringdu núna og láttu bóka þig! Sími 567 0300 Þarabakka 3, 109 Reykjavík Netfang mjodd@bilprof.is bilprof.is -J S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.