Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 61
DV Fréttir LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 6f Stolnirbflar reyndusthjá sýslumanni Níu manns hringdu í lögregluna í Reykjavík í fyrrinótt og gærmorgun og tiikynntu um þjófnað á biffeiðum í ýmsum hverf- um borgarinnar. Lögregl- an gat sagt viðkomandi strax að sýslumaðurinn í Reykjavík hefði íjarlægt viðkomandi bifreiðar vegna skulda bifireiðaeig- enda við hið opinbera. Að sögn lögreglu er alltaf eitt- hvað um atvik sem þessi í hverjum mánuði en svo virðist sem starfsmenn sýslumanns hafi verið iðnir við kolann nú í viku- lokin. ■V Bíða eftir verðbólgu Almenningur væntir þess að verðbólgan til næstu tólf mánaða verði 3,95% sam- kvæmt upplýsingum sem Seðlabanldnn birti í lok vik- unnar. Um er að ræða um- talsverða aukningu í verð- bólguvæntingum almenn- ings frá því að síðasta mæl- ing var gerð í maí en þá vænti almenningur 3,25% til tólf mánaða. Verðbólgan mælist nú 3,7% og gerir al- menningur því ráð fyrir að hún aukist enn. Auknar verðbólguvæntingar em áhyggjuefni fyrir Seðlabank- ann. Svo virðist vera sem al- menningur trúi því ekki að bankinn muni ná markmiði sínu um 2,5% verðbólgu. Greining fslandsbanka segir frá. j Baugsrann- sókn tveggja ára í dag Rannsókn efnahags- brotadeildar Ríkislög- reglustjóra á málefrium Baugs á tveggja ára af- mæli í dag. Á þessum degi 2002 braust lögregl- an inn í höfuðstöðvar Baugs og tók þaðan gögn. Þá vom Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður, og Tryggvi Jónsson, þáver- andi forstjóri Baugs, færðir til yfirheyrslu. Skýrslutökur í málinu standa enn yfir. Óttastveiðiá Melrakka Árni G. Pétursson, sem fæddur er og uppalinn á Melrakkasléttu, segist ótt- ast að til séu skotveiði- menn sem annað hvort geri sér ekki grein fyrir því að rjúpa sé friðuð eða þá kæri sig kollótta um veiðibann- ið. Hann biður DV fyrir eft- irfarandi yfirlýsingu. „Að gefnu tilefni er bent á að rjúpa er alfriðuð frá Öxar- firði yfir í Vopnafjörð," og vill með því minna á að rjúpnaveiðibann Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra gildi á norðaust- urlandi eins og annars staðar á landinu. Einar Oddur Kristjánsson hefur lýst því yfir að full samstaða sé innan Sjálfstæðis- flokksins að selja Símann fyrir áramót. Ekki eru allir framsóknarþingmenn sam- mála. Kristinn H. Gunnarsson segist vera á móti því að selja fyrirtækið og Jónína Bjartmarz segir marga með bakþanka varðandi söluna. Svo virðist sem yfirlýsing Einars Odds sé til þess fallin að hleypa spennu í stjórnarsamstarfið. öryggismál og I byggðamál að . þessir hlutir verði j f kláraðir áður en 1 4 fyrirtækið verði i ! colt mnV’aarSil- É held það beri aðj stefna | að því % Kristinn á Margir framsóknarmenn eru óánægðir vegna yfirlýsinga Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að rétt sé að selja Símann fyrir áramót. Hann sagði fufla samstöðu innan síns flokks um það. Margir telja að útspil sjálfstæðis- manna eigi eftir að skapa ósætti milli stjórnarflokkanna. Jónína Bjartmarz og Kristinn H. Gunnarsson vilja fara hægt í sakirnar og segja ekki tímabært að selja Símann að svo stöddu. „Það eru margir komnir með bakþanka með sölu Landssfrnans,“ segir Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins. „Ýmsum spumingum er einnig ósvarað. Þegar við í Framsókn samþykktum frumvarp um Landssímanum var það gert með ákveðnum skilyrðum. Ég veit ekki hvort þessum skilyrðum hafi öllum verið fullnægt.“ Þau skilyrði sem Jónína talar um vom að mótuð yrði sameiginleg stefna um uppbyggingu fjarskipta- netsins. í dag er til dæmis ekki gsm- samband alls staðar á þjóðveg- inum. Þingmenn Fram k sóknarflokksins vilja meina að það sé bæði Framsóknar. „f stjómarsáttmálan- um var hins vegar búið að ganga frá þessu en það var gert með ákveðn- um skilyrðum. Þau skilyrði þarf að uppfylla áður en til sölu kemur." Meirihluti þeirra þingmanna Framsóknar sem DV talaði við var á móti því sem Einar Oddur boðaði í gær varðandi sölu Símans fyrir ára- mót. Birkir J. Jónsson, var hins vegar á annarri skoðun. Hann segir að kveðið sé á um söl- una miili stjómarflokkanna og því beri að skoða málið alvarlega en með yfirveguðum hætti. Birkir vill ekki útiloka að Síminn verði seldur fyrir áramót og segir það ekki vera hlutverk rík- isins að standa í samkeppni á fjar- skiptamark- Spenna í stjórnarsamstarfinu Nokkrir af þeim sem DV ræd?h»‘ við, áh'ta að útspil Einars Odds sé til- raun til þess að skapa úlfúð. Eftir brottfall Sivjar úr ráðherrastóli er ljóst að þriðji óánægjuþingmaður- inn bætist í hóp þeirra Jónínu Bjart- marz og Kristins H. Gunnarssonar. Samlcvæmt heimildum DV em öfl innan Sjálfstæðisflokksins með þá Einar Odd og Gunnar Birgisson í far- arbroddi sem munu gera ýmislegt til að láta reyna á stjórnarsamstarfið. Ef jafnstjórt mál og sala Símans strandar vegna þriggja þingmanna Framsóknar er nokkuð ljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn muni leita sér að nýjum bólfélaga til að verma ríkis- stjórnarrúmið. simon@dvJ^£ sölu um. hann, segir Birk ‘ moti « „Ég er nú sjálfur á 4 móti því að selja Sím- ann,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- , t. maður Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður Segir samstöðu meðal Sjólfstæðisflokks um að selja Símann fyrir áramót. Jónína Bjartmarz alþing ismaður Vill að öllum skil- yrðum verði fullnægt áður en Slminn verði seldur. Kristinn H. Gunnars son alþingismaður Er persónulega á móti sölu Slmans. Áhugaleysi Bolla Thoroddsen formanns Heimdallar á jafnréttismálum eins og köld vatnsgusa framan í félagsmenn. Bolli leggur niður jaf nréttisdeild Heimdallar „Ég myndi ekki kalla þetta góða byrjun á hans ferli," segir Helga Bald- vinsdóttir Bjargardóttir, fyrrum for- maður jafiiréttisdeildar Heimdallar, en á örlagaríkum stjómarfundi á fimmtudaginn leystí Bolli Thorodd- sen jafiiréttis- og frjálshyggjudeild fé- lagsins upp. Ákvörðun stjómar Bolla Thoroddsen hefur verið kærð tii full- trúaráðs Heimdallar og er hinn nýi formaður sakaður um að hafa snúið baki við hugsjónum sínum. „Það hlýtur að skjóta skökku við að leggja niður jafnréttisdeildina miðað við ástandið í íslenskri pólitík í dag," segir Helga og bætir við: „Þetta var eins og köld vatnsgusa. Það er miki] óánægja með þessi vinnubrögð.“ Fyrrum formaður frjálshyggju- deildarinnar og varaformaður Heim- Bolli Thoroddsen for- maður Heimdallar Lagði niður jafnréttisdeild félags- ins. Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, formaður jafnréttisdeildarinnar Segir aðgerðir Bolla ekki góða byrjun á hans ferli. Ragnar Jónasson, fyrrum varaformaður Heímdall- ar Sakar Bolla um ólýðræöis- leg vinnubrögð. dallar, Ragnar Jónasson, tekur undir með Helgu. Hann segir ekki hægt að leysa upp deildir nema þær hafi broúð gegn lögum eða stefnu félagsins. Það hafi þær ekki gert í þessu tilviki og því hafi ákvörð- un Bolla komið á óvart. „Þessi ákvörðun Bolla kom okkur í opna skjöldu," segir Ragnar. „Þetta er svipað og SUS myndi ákveða fyrir- varalaust að reka Heimdall úr félag- inu og mjög slæmt fyrir Bolla, sérstak- lega þar sem hann boðaði lýðræðisleg vinnubrögð fyrir kosningar og endur- vakningu Heimdallar." Bolli Thoroddsen benú á ályktun fundarins í tengslum við málið en vildi ekki tjá sig nánar um það. í álykt- uninni kemur fram að jafiirétúsdeild- inni sé boðin þátttaka í starfshópi um mannréttindi og starfsemi frjáls- hyggj udeildarinnar nái nú til allra nýrra málefna- og starfshópa. „Það er von stjómar Heimdallar að félagsmenn þessara tveggja deilda komi nú að fullum krafti inn í mál- efnastarf Heimdallar samkvæmt hinu nýja skipulagi," segir í ályktuninni. - jgjj simon@dv.is -9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.