Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 41 Ferð að yfirborði jarðar er yflr- skrift sýningar sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri á laugar- dag. Boyle er listamaðurinn og hann er ekki einn heldur fjórir: kjarnafjölskylda samkvæmt for- múlunni. Boyle-fjölskyldan hefur starfað saman frá því Mark og Joan veru fengin til að vera fulltrúar Bretlands á Tvíæringinn í Feneyj- um 1978. Þá fóru börn þeirra, Sebastian og Georgia, að taka virk- an þátt í listsköpun foreldra sinna. Allar götur síðan hefur fjölskyldan unnið verkin í sameingu, sýnt und- ir einu nafni og orðið heimsfræg - sem Boyle-fjölskyldan. Það eru margir þræðir sem koma saman í sýningunni á Akur- eyri: Mark og Joan eru Skotar sem fluttu sig til London upp úr 1960 þar sem þau hafa starfað síðan. Þau höfðu enga formlega menntun sem myndlistarmenn, en höfðu áhuga og vilja til að marka sér sjálf- stæða stefnu sem listamenn í ver- öld sem var á þeim tímapunkti sjóðandi: kynslóðin sem fæddist rétt fyrir stríðið og ólst upp stríðs- árin og skortinn sem eftir fýlgdi um alla Evrópu hafði allt aðra sýn á veruleikann en eldri kynslóðir. Mark og Joan komu beint inn í miðjuna í London: þau voru hluti af þeim hópi sem tengdist Fluxus- hreyfingunni, gerðu tilraunir með happening á götum borgarinnar, voru helgibrjótar með nekt í sýn- ingum og voru meðal þeirra sem Tíðindi fyrir norðan gerðu markvissar tilraunir með ljósgjafa á sækadelíu-árum rokks- ins: settu upp ljósasýningar með konsertum Soft Machine og Hendrix þegar hann settist upp í London. Hittu í mark Hugmyndafræði Boyle-fjöl- skyldunnar er byggð á hending- unni. Verk þeirra eru margskonar að efni. Frægust eru þau fyrir lág- myndir sem þau gera, nákvæmar afsteypur eru unnar af landi, yfir- borði jarðarinnar. Á sýningunni fyrir norðan sýna þau 14 lágmynd- ir frá 1969 sem eru skráning á flóði og fjöru unnin á sjö dögum. Verkið kallast Sandur, vindur, sjávarföll. Þeirra tillegg í nútímamyndlist eru einmitt verk af því taginu: jarðverk. Og eins og oft er með mikil lista- verk þá verða þau áhorfandanum uppspretta furðunnar: þetta hefði ég getað gert sjálfur. Þá sýna þau fyrir norðan kvik- myndir sem þau hafa unnið og svokölluð skranverk, en Flúxus- menn sóttust einmitt eftir að draga saman úrgangsefni og gera þau að efnivið sínum. Gamalt erindi Það var 1969 sem þau byrjuðu á stóru verki sem enn er ekki að fullu lokið: Heims-serían er það kallað. Eitt þúsund afsteypur teknar á jafnmörgum stöðum út um allan heim sem eru valdir þannig að pílu var kastað á landakort. Fyrstu píl- unni var hent af gesti með bundið fyrir augun á sýningu í London 1969 og hvar skyldi pílan hafa lent? Á íslandi. Þau eiga því hingað erindi. Á fimmta tug afsteypa hafa þau gert af jafnmörgum fjölda staða út um allan heim, en fysta kastið er loks að komast á undirbúningsstig. Þau hefur að vísu alltaf langað tO að koma hingað: gamall Flúxari, Dieter Roth, hafði ekki dregið úr áhuga þeirra á landinu. Honum höfðu þau kynnst fyrir algera til- vújun í flugvél og allar götur síðan viljað sjá landið sem hann hafði hýst í nokkur ár. íslandsverkefnið var í undirbúningi þegar Mark veiktist snemma á þessu ári og varð að taka því rólega um hn'ð, en nú standa vonir tU að þau geti spottað staðinn sem var valinn um árið. Þau fi'nvinna staðarákvörðun með ffekari stækkun á landakorti og þrengja loks valið enn frekar með hendingu. Hver vill kaupa? Það lýsir mildlli djörfung hjá Hannesi Sigurðssyni að fá þetta fólk með sýningu norður. Staða þeirra í breskum listaheimi er ótví- ræð, þau njóta mikillar virðingar og verk þeirra eru mildls metin. Með verkum sfnum vísa þau okkur hinum á staði og fegurð þeirra sem er okkur oftast huhn, en blasir við vUjum við líta í rétta átt - með opin augu. Sýningin nyrðra er styrkt af Landsbankanum og flutninga hafa Eimskip hjálpað til við. Bæði fyrir- tækin ættu að sjá sér leik á borði og kaupa eitthvað af þeim verkum sem fjölskyldan sýnir fyrir norðan. Þau vinna aUtaf án umboðsmanna svo kaupin ættu að vera einföld. TU dæmis eitthvað af skranverkunum. Verðið mun vera eitthvað rétt um tuttugu miUur fyrir stykkið. pbb@dv.is Fjölskyldan lét fara vel um siq i morgunkaffi á Mokka í stuttu stoppi á leið til Akureyrar. Frá vinstri: Joan, Mark, Georgia og Sebastian. Bækur, bolir & blöðrur munu koma íþróttaálfin- um á verðskuldaðan stall Aírbrush studío Föröunar og brúnkunámskeiðín eru aó hefjast. Mjög færir kennarar með kennsluréttindi frá Dinair Airbrush System í Hollywood, LA Kaliforníu Orðin tóm SÚ VAR TÍÐIN að Magnús Scheving íþróttakennari var ljós- myndafyrirsæta og heldur h'tið nafn í samfélaginu. Þeir voru fáir sem sáu möguleikana í því að sprikla um allar koppagrundir, nánast finna upp íþrótt til að verða ís- landsmeistari í, íþrótt sem fáir karl- menn með snefil af sjálfsvirðingu kusu að leggja fýrir sig: Þolfimi. Nú er hins vegar Magn- ús orðinn ein af frelsishetjum landsins. En menn skulu ekki gleyma því að gangan hefur verið löng og ströng. Hann fór mikinn um allt skólakerfið og hélt ræður yfir börnum um óheUbrigða lífs- hætti þeirra og hreyfingarleysi, hót- aði ungUngspUtum getuleysi ef þeir reyktu og ætu of mikið af pitsum. Hann reyndi fyrir sér sem sjón- varpsstjama í frægum þáttum sín- um á Stöð 3 en datt þá niður á foma íslenska frásagnarhefð og tók að segja álfasögur: íþróttaálfurinn varð til - Maggi sjálfur í trúðsbún- ingi var ný útgáfa af Superman með tUgang. EFTIR TVÆR LEIKSYNINGAR komst hann á skrið, með háar hug- myndir um hugmyndina safnaði um sig íjárfestum: Húsa- smiðjuslektinu, forsetafrúnni íþróttaálfurinn - skrásett vörumerki Þeirsem virða auð- menn meira en aiitsem ermættu staidra við í svona ár áður en þeir fara að beygja sig fyrir Magga Scheving. En þá verður líka tiiefni til þess að taka ofan hattinn. Dorrit og Bónusfeðgum. Mark- miðið var metnaðarfuUt: Slá í gegn í Ameríku! Og hvers vegna ekki? Is- lendingar inngróna virðingu fyrir auðmönnum. Þó Magnús hafi á síðustu árum notið velvUdar fyrir heUsuboðskap sinn, sem er eins pólitískt réttur og verið getur og á nákvæmlega hárréttum offitutím- um, þá hefur hann aldrei verið jafhvirtur og nú. Hvar em þeir nú, úrtölumennimir fúlu? Þeir láta lít- ið fyrir sér fara, ekki endUega vegna þessa að hinn óumdeUan- legi boðskapur sé ekki nett út í hallærisheitin, heldur vegna þess að íslendingar trúa því að Magnús Scheving sé moldríkur. ÞEIR ERU NEFNILEGA EKKI MARG- IR sem gera sér grein fyrir því að stöðin sem tók hann inn, Nickleodeon, borgar lítið þótt stórfyrirtæki sé. Magnús er sem sendur shppur og snauður en það stendur aUt tíl bóta. Þó svo að þeir verði aðrir sem fleyti rjómann af þeim beina hagnaði sem hlýst af sjónvarpsþáttunum sem slíkum þá skiptir sú markaðsstaða sem Magnús er að koma sér upp hér máli. Miklu máli. Komist hann inn á markað má sjá fram á mik- inn hagnað að af aUs kyns um- framdóti; dúkkum, bolum, rit- föngum, blöðrum, bókum, merkj- um og öUu því sem skrautfýsn barna nú á dögum krefst. 0G PLOTTIÐ TÓKST - fjárfestar anda léttar. Nú er næsta skref hjá Magnúsi að taka tíl við framleiðslu merkjavörunnar. Þegar þú kaupir skóladót næsta haust fyrir bömin þín verður álfurinn og bæjarbúar Latabæjar komnir á strokleður, yddara, servíettur, pappadiska, skólatöskur og margt fleira. Þá loks er hka björninn unninn, Maggi orð- inn ríkur, sem hann á líka svo sann- arlega skilið fyrir dugnaðinn og elj- una. Þeir sem hins vegar virða og meta þá riku meira en aUt sem er ættu kannski að bíða með lotning- una í svona um það bil ár nema þeir vUji þjófstarta með þá tilhneig- ingu sína. DIMIXIR Nýjustu straumar í förðun fyrir þig. Námskeið í sept., okt. og nóv. • flirhrush Studio Pósthússtræti 13 • Símí 899 4422
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.