Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 49
DV Sport LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST2004 49 Kunna að fagna Valsstúlkur hafa fagnað mörkum sfnum með margvíslegum hætti íallt sumar. Hér fyrir ofan og neðan eru tvær útgáfur affögnum þeirra. DV-myndir E. Ól. Valskonur geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í dag Er fimmtán ára bið á enda? Valur og Breiðablik mætast á morgun á Hlíðarenda klukkan 14 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Sigri Valsstelp- ur verður íslandsmeistaratitillinn þeirra í fyrsta skipti frá árinu 1989. Liðið hefur unnið alla heimaleiki sína í sumar, er taplaust í deild og bikar og hefur verið á toppnum nánast allt mótið - með öðrum orðum - verið afar stöðugt. Logi Ólafsson, landsliðs- þjálfari karla, var þjálfari Valssliðsins sem hamp- aði íslandsmeist- aratitlinum fyrir 15 árum: „Nú, er orðið svona langt síðan?“ spyr Logi og dæsir þegar blaðamaður nær af honum tali og minnist á þessa stað- reynd. „Þetta er geysilega vel mannað lið og mjög gaman að því að margar stelpurnar eru upp- aldar hjá félaginu og greini- legt að yngriflokkastarf fé- lagsins er að skila sér vel.“ En Gat Logi séð fyrir árið 1989 að svona langur tími myndi líða á milli íslandsmeistaratitla hjá kvennaliði Vals - takist á annað borð að tryggja hann á morgun? „Nei, alls ekki,“ segir hann og bætir við: „Félagið og kvennaflokkarnir höfðu á þessum tíma, að mér fannst, alla burði til þess að halda áfram á sigurbraut, en það er eitthvað sem hefur komið í veg fyrir það. Reynd- ar hefur Valur hampað bik- arnum í millitíðinni og alltaf verið að berjast nálægt toppnum án þess þó að fara alla leið Logi er léttur í bragði og bætir að lokum við: „Ég átti góðan tíma hjá Val og hef alltaf taugar til félagsins og ég vil bara senda stelpunum í liðinu hugheilar baráttukveðjur." Elísabet Gunnarsdóttir er við stjórnvölinn hjá Valsstelpum en hún tók við þjálfun þess fyrir þetta keppnistímabil og því óhætt að segja að hún hafi komið sterk inn. „Þetta er búið að ganga mjög vel hingað til og vonandi mætir liðitk- tilbúið til leiks. Blikastelpur hafa alltaf reynst okkur mjög erfiðar og við búumst við erfiðum leik.“ Elísa- bet segir aðspurð að lítil tauga- spenna hafi gert vart við sig. „Það er frekar að ég finni fyrir tilhlökk- un hjá stelpunum og ég held að þær séu alveg 100% tilbúnar í slaginn þrátt fyrir ungan aldur." Undirbún- ingur Valsstelpna fyrir leikinn mikilvæga verður með hefð- bundnu sniði. „Mér finnst málið snúast fyrst og fremst um það að þjappa hópn- um vel saman og reyna að mynda sem mesta stemningu. Við verðum síðan bara að sjá til en það væri óneitanlega gaman að taka á móti íslandsmeistaratitlinum á Hlíðar-*' enda eftir 15 ára bið,“ sagði Elísa- bet, þjálfari Valsliðsins. sms@dv.is Vonsvlknir Grikkir „Kostas! Kostas! Kostas!“ görg- uðu Grikkir fyrir úrslitin í 200 metra hlaupi á ólympíuleikunum sem íram fóru í fyrradag. Upphaf- lega höfðu gnsku áhangendurnu greitt fyrir að sjá gríska sprett- hlauparann, Kostas Kenteris, verja ólympíutitil sinn í greininni en hann varð að víkja úr ríkjamenn voru í þremur efstu sætunum og sýndi sigurvegarinn, Shawn Crawford, málinu mikixm skilning. „Grikkland er upphafs- staður ólympíuleikanna og gi:kur ólympíumeistari gat ekki verið með af vissum ástæðum. Fólk er skiljanlega mjög vonsvikið og reitt," sagði Crawford. Dramatík í úrslitaleik Bandaríska kvennalandsliðið er ólympíumeistari í fótbolta eftir að hafa unnið Brasilíumenn í úr- slitaleik. Framlengja þurfti leikinn og tryggði Abby Wambach sigur, 2-1, á 112. mínútu leiksins. Mia Hamm, einn af iykilleikmönnum liðsins undanfarin misseri, ákvað að hún myndi hætta í boltanum eftir leikinn og því hugur í fólki að enda mótið með stæl, henni til heiðurs. Hamm átti engan stórleik en sagði að félagar sínir hefðu tek- ið málin í sínar hendur. Lindsay Tarpley fullyrti að Hamm hefði átt inni hjá liðinu að allir stæðu sig með prýði. „Hún hefur gert mikið fyrir íþróttina og því var ekki ann- að hægt en að ná í gullið fyrir hana“ sagði Tarpley. ■ ■ fCáttúrufe^t Árem ttf að aufta unaú 1 fynfift Hér getur þú lesið reynslusögur nokkurra kvenna sem hafa prófað Pleasure Créme Vegna viðkvæmni kynferðismála, vilja konumar ekki koma fram undir nafni DERMALÁGE* Þú færð Pleasure Créme í apótekum, á www.femin.is, www.doctor.is og í Fríhöfninni Ég er 46 ára gömul og er nærri ttðahvörfum. Ég hef átt mjög erfitt með að fá fullnægingu og þarf heilmikla örvun á snípinn til að ná henni. Ég get hiklaust mælt með Pleasure Créme! Við að bera kremið á fann ég fyrir unaðslegri tilfinningu. Eftir nokkurra mínútna létt og stöðugt nudd varð snípurinn ákaflega tilfinninganæmur og ég fann hvemig hann tútnaði út! Það tók aðeins 1/3 venjulegs tíma að fá fullnægingu, og hún var stöðug og fullkomin. Ég hef sjaldan upplifað þessa tilfinningu. Ég hef sagt öllum vinkonum mfnum frá Pleasure Créme: Þetta er BESTA kremið! Ó.N. I fyrstu var kynlíf fyrir mér eingöngu til þess að fullnægja kærastanum mínum. Ég hef fengið fullnægingu, en þegar hún var að ná hámarki dofnaði hún alltaf eða hreinlega hvarf og ég gafst upp. Þetta hafði gífurleg andleg áhrif, sjálfstraustið dofnaði og löngun f kynlíf dó út. Virkilega sorglegt. En þá kom þessi bylting eða æði eða hvað á að kalla það. Kræst, hvað þetta krem kom á óvart. Ég setti ögn á snípinn og BUMM það var eins og eldur færi um mig og ég fékk ólgandi tilfinningu um mig alla og svo raðfullnægingar. Guð minn góður, þetta krem getur bjargað mannkyninu eða kvenkyninu öllu heldur. Það ættu allar konur sem ekki hafa fengið það að prófa Pleasure créme. Þetta er langbesta tilfinning sem ég hef upplifað. Ég mæli með þessu kremi fyrir allar konur á öllum aldri. S.B Eftir að ég eignaðist barn fann ég fyrir mikilli kyndeyfð. Samfarir urðu líka mjög sársaukafullar vegna þurrks í leggöngum. Vinkona mín ráðlagði mér að prófa Pleasure Créme, sem ég gerði. Kremið kryddaði svo sannarlega kynlífið hjá okkur hjónum að nýju. Með því að setja smá krem á snípinn á hverjum morgni, varð ég aftur eðlilega rök í leggöngunum. H.J. Undravara alveg hreint! Hefur lífgað allsvakalega upp á kynlífið hjá mér og unnustanum og ég sem hélt eiginlega að kynlífið hjá okkur væri frábært fyrir... R.H. Upþlifun hvers notanda Pleasure Créme er einstökfyrir þá ogþarf ekki að vera stöðluð reynsla annarra. Reynsla kvenna er breytileg og niðurstöður þínar kunna að vera frábrugðnar. Sendu okkur þína sögu innú www.pleasurecreme.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.