Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2004, Blaðsíða 54
154 LAUGARDAGUR 28. ÁCÚST2004 Fréttir DV '100 menn og málefni sem Hannes Hólmsteinn mynd Eins og alþjóð veit kærði fjölskylda Halldórs Laxness Hannes Hólmstein Gissurarson til siðanefndar Háskólans fyrir að þykj- ast hafa skrifað texta sem voru í raun eftir aðra, þar á meðal nóbelsskáldið sjálft. Nú hefur Hannes fengið sett lögbann á meðferð siðanefndar Háskóla fslands á þessari kæru. Haft er fyr- ir satt að þetta sé aðeins upphafið á umfangsmiklum málaferl- um þar sem Hannes, í góðri samvinnu við Héraðsdóm Reykja- víkur, færustu lögfræðinga og ríkisstjórn íslands, hyggst fá sett lögbann á ýmislegt sem honum hefur lengi verið þyrnir í augum: menn og málefni, umfjöllun, skoðanir og jafnvel hugtök. Alls munu vera 100 atriði á listan- um, sem hér verður vitnað í eftir nafnlausum heimildarmönnum sem eru nákomnir Hannesi. Tekið skal ffam að í anda Hannesar verður gæsalöppum sleppt í öllum tilvitn- unum. Raunar mun Hannes vera þess fysandi að sett verði lögbann á óhóflega notkun á gæsalöppum, einkum í fræðitextum, enda geti þær truflað lesandann og beint athygli hans frá kjarna málsins. Tugþúsund- ir íslendinga sem deildu þeim 3000 eintökum sem seldust af Halldórs- bókinni eru á einu máli um að gæsalappaleysið hafi einmitt gert ^testurinn áreynslulausan og skemmtilegan. Tíðindamenn í Hannesargeiran- um segja hann hugleiða alvarlega að fá sett svokallað afturvirkt lögbann á tuðið í öllum þeim seinheppnu fræði- mönnum (þessi orð ættu að vera í gæsa- löppum) sem blönd- uðu sér í þessa inni- haldsríku umræðu. Einnig er vilji fyrir því að setja lögbann á ævisögur Guðjóns Friðrikssonar, segja Hannesarhðar. Þær séu ekkert skárri en bók Hannesar hvað gæsalappaieysi varðar, en enginn segi neitt af því að hin kommúníska menningarelíta þessa lands standi með sínum manni. Fyrir utan lögbann á gæsalappir almennt verður náttúrlega farið fram á sérstakt lögbann á skýrslu Helgu Kress prófessors þar sem ávirðing- arnar eru tíundaðar af vísindalegri nákvæmni. Prófessor Kress hefur að vísu hvorki skrifað doktorsritgerð né ævisögu en Hannes mun þó af stór- mennsku sinni hafa lagt tU að HÍ ætti að meta skýrsluna hæfa til doktor- svarnar (og hvað sem öðru líður segja Hannesarmenn skýrsluhöfundi hefði ábyggUega verið veitt heiðursdoktorsnafnbót fyrir verk sitt í Stasí- landi). Þá er mjög lik- legt að krafist verði lög- banns á bók Halldórs Guömundssonar um nafha sinn Laxness. Vand séð er að það rit komi tU með að bæta nokkru við þriggja binda verk Hannesar, sem á að spanna aUt sviðið: HaUdór, KUjan og Laxness. Þar að auki heiúr höfundur hinnar bókarinnar (sem nú er ljóst að aldrei fæst birt) HaUdór, rétt eins og við- fangsefnið. Það ætti náttúrlega að varða við samkeppnislög, en Hannes gefur raunar ekki mikið fýrir þau; betra að setja bara strax lögbann á fyrirhug- að rit hins lánlausa höf- undar. (Ef HaUdór Guðmundsson vill endUega skrifa bók væri nærtækara að hann skrifaði um eljara sinn á ævisögusviðinu. Hún gæú verið í þrem bind- um sem hétu: Hannes, Hólm- steinn og Gissurarson.) Þá verður með öllum tUtækum ráðum reynt að koma í veg fyrir frekari kvikmynda gerð Guðnýjar HaU dórsdóttur, helst með lögbanni. Raunar er hermt að í athugun sé að setja hreinlega lögbann á úlvist mis-velheppn- aðra afkomenda HaU dórs Laxness, en enginn þeirra er víst líklegur úl að að Þórhallur Eyþórsson skrifarum væntanleg lögbönn. Laugardagskjallari, -hæð og -ris hljóta nóbelsverðlaunin á neinu sviði. Ennfremur mun þess verða krafist að sett verði lögbann á af- skiptasemi eiginkonunnar, Auðar Sveinsdóttur. Hvað er þessi mann- eskja eiginlega að vUja upp á dekk? spyrja Hannesar- menn. Það var jú Inga sem var í aðalhlutverki. Þótt Nóbelinn rynni henni úr greipum (í faðm annarrar konu) fékk hún á endanum Óskarinn. Setjum lög- bann á Auði! En meha stendur tU. Hannes- armenn segja hann einnig íhuga, í umboði hús- bænda sinna í VaihöU, að fara fram á að aftur- virkt lögbann verði sett á fjölmiðlafrumvarps- fárið, sæUar minningar. Þessi ástæðrUausa og óskUjanlega uppákoma var eins og alhr vita mesta niðurlæging sem hinn ástsæU foringi Sjálfstæðis- flokksins hefur orðið fyrir, aUt frá því að gagnrýnendur fjölluðu um mynd- ina Opinberun Hannesar (nei, ekki okkar manns). TU vara verður krafist lögbanns á ákveðna þætti þessa máls sem fóru sérstaklega fyrir brjósúð á valdamUdum Hannesarvinum. Þar er urnffam aUt að nefria sjúklegar árásir Baugsmiðla á blessaðan for- sæúsráðherrann, sem fólst ekki síst í flissi í blaðamönnum DV, einkum á þingpöllum en einnig á göngum Alþingishússins. Þetta ósvífna fliss var mikUvægur þáttur í aðförinni að Davíð Oddssyni sem var náttúr- lega ekkert annað en valdaránstilraun myrkra- aflanna í Baugi, Jóns Ásgeirs og co. Það á náttúr- lega að setja lögbann á Baugsú'ðindi almennt og hinn voðalega skuggabaldur, Gunnar Smára, sérstaklega. Það hefði verið mUdu áhrifaríkara að fara þá leið súax en leggja ffarn þetta fjölmiðla- frumvarp, þótt gott væri. Lögbann af allra ströngustu gerð skal setja á orðin „gunga og drusla" (afsakið gæsalappirnar). Afturvirkt lög- bann verður svo sett á eftirfarandi. í fyrsta lagi á meðferð Magn- úsar Þórs Hafsteinsson- ar, þingmanns Frjálslynda flokksins, á móðurmálinu (hann sagði „ég vUl“ á hinu háa Al- þingi). í öðru lagi á ókurteisi Marðar Ámasonar sem spurði forsæúsráð- herra hvort hann væri heyrnarlaus; svona gera menn ekki, en það er aft- ur á móti aUt í lagi að segja forseta ís- lands vanhæfan (efúr það tók Ingvi Hrafn við í eina þætúnum á Útvarpi Sögu sem hlustandi er á). Loks hefði átt að stoppa miðlungi áheyrilegan upplestur óverðugs ungkrata á Frels- inu eftir John Stuart Mill. í rauninni hefði átt að setja lögbann á Steingrím Joð, össur, ögmund, Ingibjörgu Sólrúnu (a.m.k. glottið á henni) og GuðjónA., já, stjórnarandstöðuna eins og hún leggur sig. Hvað voru menn að hugsa? Einnig er talsverður áhugi innan sjálfstæðisforyst unnar á að setja lögbann á fram- sóknarmenn almennt en til vara lög- bann á þau Kidda sleggju (ég meina, í hvaða liði er þessi maður?) og Jón- ínu Bjartmarz (dittó). Það þarf víst ekki lögbann á Siv úr þessu. Að því er nda snertir 15. september þá munu sterk öfl f Sjálfstæðisflokknum, með Hannes í broddi fylkingar, krefjast þess að lögbann verði sett á þá hræðilegu dagsetningu. Margir segja að rétt sé að setja a.m.k. lögbann á bros Halldórs Ásgrímssonar og mun sú skoðun ná langt út fýrir raðir sjálfstæðis- Þá er vitaskuld talið löngu tímabært að krefjast þess að sett verði lögbann á mál- skotsrétt forseta - og hefði verið betra að það hefði verið gert áður en kom úl hins ömurlega fjölmiðlafrum- varpsklúðurs (eins og háttsettir sjálf- stæðismenn voru reyndar búnir að nefna á heimasíðum og annars stað- ar). Úr því að komið er út í þessa sálma má geta þess að vilji er fyrir því að setja lögbann á allar myndir af forsetahjónunum í Séð og heyrt og ekki síður á tilburði Dorritar til að tjá sig á íslenskri tungu. Mikill áhugi er á því að knýja fram lögbann á Bónus- fánann en til vara segj- ast menn geta sætt sig við að hann yrði dreginn að hún á Bessastöðum og hvergi annars staðar. Hannes - eins og margir aðrir áhrifamiklir sjálfstæðismenn - er raunar helst á því að setja lögbann á forseta- embættið sjálft, en sam- eina það forseta Alþingis að öðrum kosú. Það sér hver maður að Halldór Blöndal færi létt með að gegna forsetaembættinu meðfram þingforsetastörfum og nógu er hann dannaður. Heimsmannsbragur Hall- dórs kemur ekki síst fram þegar hann snýtir sér í sjónvarpsútsend- ingum frá Alþingi. Þá er vilji fyrir því á æðstu stöðum að setja lögbann á þann útbreidda misskilning að lausnir Davíðs í fjölmiðladeilunni hafi kannski verið einfaldar en ekkert sérstaklega snjallar. Tahð er vissara að setja lögbann á fleiri þjóðhættu- Iegar skoðanir. í fýrsta lagi á nú, þótt seint sé, að berjast fyrir því að sett verði lög- bann á þá skoðun að það hafi verið rangt hjá Davíð - nei, fyrirgefiði Bimi Bjama- syni - að ráða Ólaf frænda sem hæstarétt- ardómara. Það ómögulegt að slíkar skoð- anir vaði uppi þegar haft er í huga hve huggulegt það er að hafa frænda sinn í þessu embætú, að ekki sé talað um þegar Jón Steinar verður orðinn hæstaréttardómari líka. Þá verður bara hægt að halda bridds- kvöldin í Hæstarétú. Auðvitað á að setja lögbann á boðflennur eins og Hjördísi Hákonardóttur og Ei- rík Tómasson. Hæstiréttur hefur komist af ágæúega án starfskrafta þeirra hingað til og mun gera það framvegis, takk fyrir pent. Ennfremur á að setja lögbann á þá skoðun að aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar væri ekki þar sem hann er ef hann væri ekki sonur pabba síns. Hei, þetta er nú bara svona hérna í fámenninu! Afturvirkt lögbann ætú að setja á skýringar Jóa í Bónus á meintri óvild Davíðs í sinn garð - að það séu ekki allir jafn-heppnir með syni. Það væri rétt og skylt að setja tvöfalt lögbann á það einkennilega viðhorf að Kjartan Gunnarsson væri án efa í fremstu víglínu í lands- málapóliúkinni en ekki í baktjalda- makki í reykmettuðum salarkynnum í Valhöll ef hann hefði örh'tið meiri - tja, hvemig á að orða það? - kjör- þokka. Þá er krafist lögbanns á þá dóna- legu skoðun að Gísh Marteinn sé svo sem ekkert augnayndi og hveh hlátur hans frekar þreytandi. Sama er að segja um öf- undarróg þess efnis að fllugi Gunnarsson sé bara miðlingsguúari á píanó sem hafi verið hampað í flokksmál- gagninu vegna þess að hann var þægur og góður aðstoðarmaður Dabba (og búinn að vera veikur hka, grey skinnið). Já, og lögbann á Kristrúnu Heimisdóttur fyrir að taka Illuga þennan í bakaríið í sjónvarpinu. Það verður líka að setja lögbann á þá skoðun, sem alltaf skýtur upp kohin- tim við og við, að HalU Jó hafi verið gerður að rfldslögreglustjóra vegna annars en eigin verðleika. ÓskUjan- legt hvað sumt fólk getur verið Ula innrætt. Og það bráðliggur á að setja lögbann á þá sem botna ekkert í því hvernig Sigurður Kári komst inn á þing eða hvað hann er að gera þar. Lögbann þarf einnig að setja á þenn- an framsóknarlúða (ef flokks- systkin hans em þá ekki búnin að losa sig við hann) sem varaði Birgi Ármannsson við því að leika sér að gömlu fánunum hans afa síns. Er þetta ekki frjálst land? Mega menn ekki leika sér að hvaða fánum sem er? Lög- bann! Lögbann! Sá orðrómur hefur verið á sveimi á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar að Hannes telji að sérstakt persónulegt lögbann eigi að setja á Ölaf Hanni- balsson. Ástæðan er sú að Ólafur var á fuUum launum frá ráðvöndum (gæsalappir!) svfla sínum við að skrifa bók sem hann skrifaði ekki. En bíðum við - höfum við ekki heyrt þetta áður? Er ekki máhð hjá Kress og co. að Hannes hafi ekki heldur skrifað sína bók? Nú, ef þetta gengur ekki, þá hlýtur að vera hægt að setja lögbann á Ólaf vegna þess að hann fékk óverðugur við- hafnarramma utan um greinar sínar í Morgunblaðinu. í raun ætú að setja lög- bann á Moggann fyrir að leyfa aðra eins ósvinnu. Að blaðið skyldi svo þurfa að lýsa því yfir að svörtu rammamir væm aUs ekkert viðhafnarskraut heldur bara svona hentugt tæki tfl að aðgreina stuttar greinar frá öðm efrii - það var eins og tU að bíta höfuðið af skömminni. AUcunna er að slíkir rammar vom hér í eina ú'ð ekki hafð- ir utan um dægurþras og skítkast smámennis, heldur einvörðungu tímamótagreinar eftir andans jöfra eins og Helga Hálfdanarson eða Þorstein Gylfason (Hannes var víst eitt sinn að hugsa um að setja lögbann á þann síðar- nefnda, en ákvað svo að feta í fótspor föður hans heiúns). Hins veg- ar verður að setja lög- bann á þá órökstuddu skoðun að Morgunblaðið hafi plantað mynd af tengda- syni Huldu Valtýsdóttur á forsíðu bara vegna þess að hún er aðaleig- andi blaðins. Loks á að setja lögbann á þann hátt alvöruh'tiUa manna að henda gaman að zetunni í Morgun- blaðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að zetan gefur blaðinu þá reisn sem annars færi lítið fýrir nú um stundir. Ég gleymdi að geta þess áður að Hannesararmurinn er eindregið fýlgjandi lögbanni á þessa fáránlegu Þjóðarhreyfmgu hans Ólafs Hanni- balssontu (ef hún er ennþá tU), sér- staklega Hans Kristján Ámason,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.