Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 11 Meatloaf hræðir villisvín íbúar í þorpi einu í Serbíu hafa fundið upp nýja aðferð til að halda villisvín- um frá ökrum sín- um. Þeir hafa komið upp hátölurum við akrana og spila þar rokktónlist á fullu allan sólarhringinn. Það virkar. íbúar þorpsins, sem liggur í Sokolovica fjöllunum, segja að þeir hafi fundið upp á þessu eftir að einn þeirra fór að spila Meatloaf við vinnu sína og tók efúr því að villisvínin létu akra hans í friði. Nú eru villisvínin alveg horfin úr héraðinu. Hræddari við köngu- lær en hryðjuverk Skordýr af ýmsum teg- undum eins og köngulær og kakkalakkar eru það sem Bretar eru hræddastir við þessa daganna. Hryðjuverkaárásir koma svo í öðru sæti samkvæmt könnun sem gerð var meðal 1.000 fullorðinna í Bretlandi. í þriðja sæti voru snákar og lofthræðsla kom þar á eftir en dauðinn skipar fjórða sætiö. Og heimsókn til tannlæknis var í fimmta sæti rétt á undan nálum og öðrum oddmjóum hlutum. Kóngurinn í hamborg- araáti Indónesinn Ezra Nicholas er kóngurinn þegar kemur að hamborg- araáti. Hann getur troðið upp í sig rúmlega þremur hamborgurum án þess að kyngja. Þessi ára piltur setl heimsmet um helg- ina er hon- um tókst að troða þremur hamborgurum og fjórðung af þeim fjórða upp í sig án þess að kyngja eða spýta þeim út. Þar með sló hann met Johnny Reitz sem að- eins tókst að troða sléttum þremur hamborgurum upp í sig. Eftir metið heyrðist Ezra hrópa upp: „Já ég er hamborgarakóngurinn!" Playboy vill enn fá Sarandon Leikkonan Susan Sar- andon hefur enn og aft- ur verið beðin um að sitja fyrir nakin í Playboy og það þótt hún sé nú orðin 58 ára þriggja barna móðir. Og hún hefur neitað beiðni tímaritsins með þeim rökum að slíkar myndir væru pínlegar fyrir syni sína. Susan segir í sam- tali við blaðið Access Hollywood að Playboy hafi gengið á eftir henni árum saman en án ár- angurs. „Ég hef fengið fullt af hádegisverðum út úr þessum tilraunum þeirra," segir Susan. „En ég get ekki gert þetta núna þar sem bömin mín myndu ganga frá mér.“ Þorgerður Katrín verður að lesa þetta! Ég og konan mín lentum í óskemmtilegri reynslu fyrir skömmu. Eftir að við giftum okkur, á gamlársdag 2003, þá fóm að ber- ast inn um lúguna hjá okkur bréf frá innheimtudeild RÚV þess efnis að við ættum sjónvarp af gerðinni Teitur Atlason Guðfræðinemi átti einu sinni sjónvarp sem nú er ónýtt. Knessel, sem hafí verið keypt árið 1993. Tækið er löngu ónýtt. Konan mín greiddi þó um það bil tíu þús- und krónur í þeirri von um að ljúka rnálinu. En nú hófust rukkanir RÚV fyrir alvöru. Það var eins og Knessel tækið hefði gengið aftur á sorphaugunum í Gufunesi. Brot- inn skjárinn sýndi Borgþór veður- fræðing veifa veðurprikinu með hvassri sveiflu í áttina að okkur hjónum. Jón Múli kynnti jazz í þættinum „Að handan“. Við skrif- uðumst á við innheimtudeild RÚV og reyndum að sanna sakleysi okk- ar. Þó kom að því að bjallan hringdi heima hjá okkur. Þar var komin „leitarkona" frá RÚV og vildi hún kanna híbýli okkar hjóna. Við vísuðum henni á braut með þeim orðum að Knessel tækið væri ónýtt og eina tækifærið fyrir hana að hafa upp á því væri í gegnum Þórhall miðil. Leitarkonan fór því á braut ill í skapi og með formæling- um. Mér sýndist hún vera í lörfum og ganga hokin við staf. Svona starfar hin nútímalega stofnum RÚV. Þetta minnir veru- lega á tilveruna í kommúnistaríkj- unum núverandi og fyrrverandi. Starfsmaður á vegum ríkisins kem- ur heim til fólks og snuðrar um hí- býli þess. Já og kíkir undir rúm. Nú vona ég að Þorgerður Katrfn sé að lesa því hún verður að lesa þetta: Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af því að vera flokkur sem sé andsnúinn ríkisafskiptum. Ef þetta eru ekki ríkisafskipti, að snuðra um heimili fólks í leit að forboðnum heimilistækjum, þá heiti ég Þuríður Pálsdóttir og starfa sem óperusöngkona. Lífsstílsgúrúinn Martha Stewart hefur skipt Versace-kjólnum út fyrir fangabúning. Hún hefur nú hafið afplánun á fimm mánaða fangelsisdómi sínum í fangelsinu í Alderson, Virginíu. Aðrir fangar ganga með stjörnur í augunum yfir þvi að vera samfangar einhverrar þekktustu konu Bandaríkjanna. Lífsstflsgúrúinn Martha Stewart eyddi þriðja degi sínum í fang- elsi við að spila Scrabble, stunda létta garðyrkjuvinnu og heilla samfanga sína. Þannig hefst grein um fangelsis- vist Mörthu Stewart í dagblaðinu New York Daily News nú eftir helg- ina. Á fostudag skipti Martha á Ver- sace-kjólnum og fangabúning og hóf afplánun á fimm mánaða fang- elsisdómi sínum í Alderson í Virgin- íu. Dóminn hlaut hún fyrir að ljúga til um hlutabréfakaup á sínum veg- um. Stewart virðist ætla að koma sér vel fyrir í fangelsinu en venjulega eyðir hún helgum sínum í hópi hinna frægu og ríku í Bandaríkjun- um. Aðrir fangar í Alderson ganga um með stjörnur í augunum yfir því að vera í sama fangelsi og ein þekktasta kona í Bandaríkjunum. Dóttirin í heimsókn Annars kom dóttirin Alexis í heimsókn til móður sinnar í fangels- ið á sunnudag ásamt óþekktum manni og eyddu þau þrjú töluverð- um tíma í gestasalnum ásamt öðr- um föngum og gestum þeirra. Þau borðuðu hádegismat úr sjálfsala í salnum og létu U'mann h'ða með þvi að spila Scrabble. Einnig eyddi Martha töluverðum tíma í að spjalla við aðra fanga og gesti þeirra. „Hún veifaði til mín og ég veifaði til baka," segir ungur strákur sem hitti Mörthu er hann var að heimsækja móður sína. „Hún klappaði á öxlina á mér og systir mín hrópaði upp: Vá Martha Stewart snerti þig!“ Eiginmaður annars fanga segir að Martha standi sig vel í fangelsinu. „Hún er ekki bitur. Hún vill bara af- plána dóm sinn sem fyrst," segir hann. Ekki bara gleði og spil En lífið fyrir hina 63 ára gömlu Mörthu í Alderson er ekki bara gleði og spil. Þótt fangarnar þar hafi ákveðið frelsi um helgar er keyrt á ströngu prógrammi alla virka daga. Þú ferð á fætur kl. 6 á morgnana og ljósin eru slökkt kl. 10 á kvöldin. Eins og aðrir fangar verður Martha að skila 35 tímum af vinnu í hverri viku og fær lítið greitt fyrir. Hún hefur enn ekki fengið að vita hvað hún mun vinna við í fangelsinu en það getur verið allt fræa því að skúra gólfin til þess að skræla kartöflur næstu fimm mánuðina. Kemst kakí ítísku? Og blaða- maður New York Daily News varpar fram þeirri spurningu hvort víðar kakí-buxur og grænar skyrtur kom- ist nú í tísku eftir að Martha er farin að klæðast þessu á hverj- um degi? Og hvað með hvítu strigaskóna sem fylgja með? Ef einhver getur komið þessum fatnaði á tísku kortið er það Martha Stewart Martha Stewart Aðrir fangar í Alderson ganga um með stjörn- ur í augunum yfir þvi að vera i sama fangeisi og ein þekktasta kona í Bandarikjunum. Snyrtifræðingur segist ástkona Beckham Klumpur á jakka Bush í einvíginu Beckham aftur í hjá- konukvörn DannieOa Heath, 22 ára snyrti- fræðingur, hefur sagst hafa tvisvar átt í kynlífssambandi við David Beckham nú í sumar og haust. Victoriu mun vera mjög brugðið yfir þessum yfirlýsingum Heath sem hún taldi tO vinkvenna sinna. Beck- ham-hjónin hafa gefið út sameigin- lega yfirýsingu um að þau séu orðin þreytt á fólki sem reynir að þéna fé á kostnað íjölskyldunnar. í viðtali við dagblaðið DaOy Mirr- or um helgina segir Heath að hún hafi tvisvar rúOað í rúminu með Beckham. Fyrst í ágúst og síðan fyrir tveimur vikum síðan. Um munn- mök hafi verið að ræða í bæði skipt- in, fyrst hann á henni og síðan öfugt í síðara skiptið. Það sem er skrýtið við þessa frétt nú er lýsingin á því hvernig Victoria kynnti þau tvö fyrr í ár þegar Rebecca Loos hafði verið sem mest í fjölmiðlum. Victoria á að hafa sagt: „David þetta er DannieOa, DannieOa þetta er David - þið hafið sennOega riðið nú þegar." Var þetta svindl eða skothelt vesti? Klumpur aftan á jakka George Bush í fyrsta einvígi hans og John Kerry hefur sett í gang orðróm um að hann hafi svindlað í einvíginu. Sagt er að um útvarpssendi hafi verið að ræða og að Bush hafi feng- ið svör sín frá aðstoðarmanni bak- sviðs í einvíginu. Aðrir halda því fram að Bush hafi verið í skotheldu vesti. Kosningastjórar Bush neita báð- um staðhæfingum og segja að þetta sé bara klæðskerasaumurinn á jakkanum. Á myndum sem dreift hefur verið á netinu telja menn sig sjá þennan dularfuOa ldump undir jakkanum á baki Bush og sýnist sitt hverjum um af hverju hann sést á myndunum. „Það er ekkert undir jakkanum," segir Nicolle Devinish Babe á móti Bush Við erum orönir þreyttir á Bush og birtum hér mynd, i staðinn, af heimsíðunni Babe á móti Bush. blaðafuOtrúi kosningabaráttu Bush. „Sennilega var þetta bara krumpa í efninu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.