Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Flóttabörn fá skólavist Börn þeirra sem sækja um hæli á íslandi fá skólavist í Reykjanesbæ á með an umsókn fólksins skoðuð. Hefur sú staða nú komið upp i fyrsta sinn að bam á grunn- skólaaldri er hér við þessar aðstæður. Bam á að hafa dvalið að minnsta kosti í einn mánuð áður en til skólagöngu kemur. Hæhs- leitendur stoppa allt frá einum sólarhringi upp í nokkra mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar. Vill sanna faðerni Fimmtíu og sex ára karlmaður hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi til að fá viðurkennt að hann sé sonur föður síns. Mað- urinn höfðar málið gegn bömum mannsins sem hann telur vera föður sinn en er nú látinn. Maðurinn vill láta ættingja meints föður síns gangast undir DNA-próf til að sanna ættemi sitt. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavfkur í gær. Lögreglan skoðar Sturlu- sprengju Lögreglan á Höfn í Homaflrði hefur gert ffum- athugun á sprengingum í Almannaskarði. Vinnueftir- litið rannsakar málið líka. Sjö menn vom hætt komnir þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í jarðgöngum þrettán mínútum fyrr en ætl- að hafði verið. Einar Sigur- jónsson, lögreglumaður á Höfn, segir að búið sé að gera ffumathugun en svo verði það í höndum lög- reglustjórans að ákveða hvort málið verði rannsakað frekar. Óðinn Snorrason, Suðurhólum í Breiðholti, segist hafa orðið fyrir alvarlegri lík- amsárás í hefnd fyrir smávægilega skuld vegna kaupa á tveimur lítrum af landa. Myndbandsupptökur sýna hvernig þrír menn standa yfir Óðni liggjandi. Lögreglu- rannsókn virðist árangurslaus. . „Hann hótaði mér mánuðum saman og sagðist vita hvaða leið ég labbaði." Sigurbjöm Víðir Eggertsson, yfir- maður ofbeldisbrotadeildar, sagði að ef eitthvað saknæmt hefði átt sér stað yrði væntanlega unnið eftir því en vísaði að öðm leyti á Katrínu Hilmarsdóttur hjá lögffæðideild lög- reglunnar sem sagðist í gær ekki hafa farið yfir málið. Tilgáta Óðins er þó sú að tiltek- inn maður í Kópavoginum hafi hrint af stað árásinni. Hann vísaði lögregl- unni á sölu mannsins á smyglvarn- ingi. „En seinast á miðvikudag sagði mér maður að hann hefði keypt sígarettur hjá honum,“ segir Óðinn. jontrausti@dv.is „Fyrir tvo lítra af landa er vinstri handleggurinn á mér ónýtur," segir Óðinn Snorrason, sem varð fyrir árás þriggja manna í Breiðholti í mars síðastliðnum. Óðinn kærði árásina, en rann- sdkn lögreglunnar lauk nýverið með því að enginn var grunaður um athæfið. Óðinn kveðst þess fullviss að maður sem seldi honum tvo h'tra af gölluðum landa hafi fyrirskipað árásina, en honum var hótað um margra mánaða skeið áður en ráðist var á hann. „Ég keypti oft smyglaðar L&M-sígarettur af manni í Kópavogi sem ég þekki aðeins að fyrra nafni. Svo kom til að við vorum að fara út á sjó nokkrir saman að veiða á stöng. Eg átti bara einnlítra af vodka handa okkur fjórum og fannst það svolítið lítið. Þessi maður í Kópavoginum sagðist geta reddað því. Hann bauð mér tvo lítra af landa en þetta var þvílíkur viðbjóður að við urðum fár- veikir af þessu. Svo ætlaði hann að fara að rukka fyrir þetta en ég sagð- ist ekki borga fyrir veikindi," segir Óðinn, sem eftir það fékk á sig ítrek- aðar hótanir. „Hann hótaði mér mánuðum saman og sagðist vita hvaða leið ég labbaði." Skuldin var um þrjú þúsund krónur, en viðurlögin áttu eftir að kosta hann notin af vinstri hönd- inni. „Það eru fjögur meginbrot í handleggnum og síðan klofnuðu stubbarnir. Ég get ekki einu sinni haldið á innkaupapoka. Ég var ör- yrki fyrir og þetta var í rauninni það eina sem var nokkurn veginn heilt hjá mér,“ segir hann. Ráðist var á Óðinn við Bakaríið Brauðberg við Hraunberg í Breiðholti. Upptökur öryggismyndavélar sýna þegar þrír menn stumra yfir Öðni þar sem hann liggur óvígur við endann á tröppum, þar sem honum hafði ver- ið hent niður. Hins vegar sést ekki á upptökunum hvað gerðist, þar sem á myndavélunum kviknar við hreyf- ingu, en það tekur nokkra stund. Málið er farið til lögfræðideildar Lögreglunnar í Reykjavíkur og er þar enn. Stefán Örn Guðjónsson rann- sóknarlögreglumaður segir hins vegar að enginn sérstakur sé grun- aður í málinu. Hann vildi ekki gefa upp hvort eitthvað saknæmt hefði sést á myndbandsupptökunum. Óðinn Snorrason Eröryrki og varð nokkuð drykkfelldur eftir aö hann missti eiginkonu slna. Tveir lítrar afgölluðum landa kostuðu hann handlegg þegar ráðist var á hann fyrir skuldina. JMÍllllM. Mölvuöu handlegginn íypir 3000 króna skuld Jónas Friðrik Guðnason, skáld og skrifstofumaður á Raufarhöfn. „Það er ósköp rólegt á Raufar- höfn og stilla í veörinu. Annars fáum viö alla flóruna hérna, þó aö viö fáum yfirleitt minna afþess- _________ Landsíminn vind- .............. gangi. Viö vissum ekkert um rússnesku herskipin hér fyrir utan fyrr en við sáum þetta í fréttunum og ég hefekki heyrt neina umræðu um þau hérna. Manni heyrist þeir hafaoft verið þarna áður. Þetta var ekkert skrítiö í gamta daga meðan Kaninn varþarna með stöð, þá voru þeir þarna að njósna. En hvað þeir eru að þvælast þarna núna, það veit maður ekki. Rússar eru óút- reiknanlegir og hafa alitaf verið. Við erum bara að vinna í menningarhátíð sem verðurí lok mánaðarins og vonum að Rússarnir fari ekki að spilla því." Frank segir tíma barnsins runninn upp Fæðingunni komið af stað í dag „Hún er komin ellefu daga fram yfir áætlaðan tíma,“ segir Frank Höybye Christensen, sem á von á sínu fyrsta barni með sambýliskonu sinni, Katrínu Gunnarsdóttur. Fyrir á Katrín son sem er níu ára. „Hún er orðin mjög þreytt,“ segir Frank sem reiknar með að Katrín verði lögð inn í dag og fæðingin sett í gang. Eins og fram kom í viðtali DV við Katrínu fyrir tæpum tveimur vikum, eru helmingslíkur á að nýja barnið verði dvergur. Bæði Frank og móðir hans eru dvergar. Katrín segist vera búin að sætta sig við það að barnið hennar verði dvergvaxið. Meðgangan hefur gengið vel þrátt fyrir að barnið sé nú komið talsvert fram yfir hefðbundinn með- göngutíma. Rannsóknir benda til þess að barnið sé eðlilegt, enda fóstrið talið vera yfir 15 merkur. Frank segir mikla eftirvæntingu í fjölskyldunni eftir nýja barninu: „Það er allt tilbúið hérna heima fyrir barnið, við sitjum bara og bíðum eft- ir því að það fæðist," seg- ir Frank sem er sjálfur kominn í fæðingaror- lof eins og kærastan, hún Katrín. Komin 11 daga fram- yfir Katrín Gunnarsdótt- irerorðin þreyttá langrimeð- göngu. Gömul kona fann keflaðan Kínverja „Það var gömul kona sem var hér á dansleik hjá eldri borgurum sem lét okkur vita af þessu," segir starfs- maður Ölvers, sem fann keflaðan mann af asískum uppruna fyrir utan veitingastaðinn í Alfheimum á sunnudagskvöldið. „Maðurinn var h'mdur á höndum og fótum með plastlími sem hann hafði losað að hluta til. Hann var með límband fyrir munninum og talaði í símann í gegnum límbandið þegar við fundum hann. Við ætíuð- um að losa af honum hmbandið þegar við komum að honum, hann harðbannaði okkur það, öskraði og veinaði þegar við reyndum að leysa hann," segir starfsmaðurinn, sem telur ekki færri en fimm lögreglubfla hafa komið á svæðið auk sjúkrabíls. Starfsmaðurinn segir unga Glæsibær Kínverji vafinn í límband fannst fyrir utan Glæsibæ þegar dansleikur eldri borgara var þar innandyra. íslenska konu sem augljóslega þekktí til mannsins hafa komið hlaupandi á staðinn: „Þetta var nú allt saman hálffáránlegt. Mér sýnist þetta hafa verið einhvers konar svið- setning hjá manninum til þess að fanga athygli konunnar. Það tókst honum svo sannarlega."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.