Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Page 11
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 11 mmas Tónleikaferð um landið Inga kom heim ísumarfrlfrá I skólanum og þrátt fyrir vilja til að láta hjónabandið ganga varð Ijóst I ferðinni að þau áttu ekki samleið iengur. Hamingjusöm og nýgift Þau fóru til fógeta og tveir úr hljóm- sveitinni voru svaramenn. HbhbHBHBMBBB Þetta hljómsveitarlíf er svo frá- brugðið annarri vinnu,“ segir hún og minnist þess að þeim hafi gengið iila að fá húsnæði á þessum tíma. Bæði var það fyrir skort á leiguhúsnæði og svo vildi enginn leigja hljóm- sveitartöffúrum. „Ég held að fólk hafi verið hálf- hrætt við að leigja okkur, enda litum við ekki út eins og venjulegt fólk. Pönktímabilið var í algleymingi og við létum ekki okkar eftir liggja; klæddumst leðurjökkum og vorum með gaddaólar, bleikt hár og nælur þar sem við átti.“ Hún nefiúr sem dæmi að það hafi ekki þurft nema eitt partí, kannski ekki frábrugðið öðrum partíum hjá ungu fólki, tii þess að allt yrði vitlaust. Bameignir vora ekki á dagskrá og Inga Sólveig segir það ekld hafa komið til greina. „Nei, ég var allt annað að pæla þá. í mér var alltaf sú hugsun að ég ætti eftir að mennta mig og það var í mér út- þrá. Ég vann hins vegar áfram hjá Sambandinu þar til ég var rekin þaðan fyrir kjafthátt," segir hún glottandi og vill meina að hún hafi ekki séð sérstaklega eftir þeirri vinnu. En það var gaman á þessum tíma og heimili okkar var lflcast fé- lagsheimili. „Þangað safnaðist fólk í þessum bransa en þess á milfi vorum við eins og venjulegt fólk, horfðum á sjónvarp og höfðum það notalegt heima," segir hún og fitlar við negl- urnar með naglaþjöl. Meira dóp og frægð Vel gekk hjá Bubba en þau voru engu að síður blönk þar til Egó kom til sögunnar. „Þá fóru að 1 seljast plötur og hann var orðinn þekkt- ur,“ segir Inga. En þá fórlflca að ijara I und- an sam- Nei, við giftum okkur ekki í kirkju. Fórum bara til fógeta og svaramenn voru tveir úr hljómsveitinni. bandinu. „Kókneyslan varð alltaf rneiri og meiri með tilheyrandi skap- brestum og sveiflunum sem fylgja því. Ekki það að ég hafi verið einhver engill. Auðvitað var ég stundum með í því þegar við vorum að skemmta okkur en við vorum ekki á sömu línu íþessu,“ segirhún. Inga Sólveig segir að þrátt fyrir mikla neyslu hafi Bubbi verið henni þokkalega trúr. „Sviðsljósið var farið að skína á hann og hann fékk ekki frið fyrir öðrum konum en ég varð aldrei vör við að hann væri að halda fram hjá mér. Hann sýndi mér heldur aldrei óvirðingu hvað það varðar. Hins vegar var oft hrikalegur ágang- urinn af kvenfólki. Það var stundum setið um heimifið og stelpur spangólandi fyrir utan; alveg ótrú- legt, en svona var þetta. Það hafði ekki nein áhrif á Bubba; hann er mjög trúr í eðli sínu og ég er sannfærð um að hann sé einnar konu maður." Ástandið fór versnandi og Inga Sólveig fór að hugleiða breytingar. Spumingin um hvað hún ætlaði að gera við fif sitt varð ágeng og hún sá að eitthvað varð hún að gera. Oft hafði hún hugleitt að fara í nám en aldrei með það á hreinu hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. ,Jí þessum tíma kynntist ég og umgekkst fólk sem var í myndafistar- skólanum og í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvort listnám væri ekki eitthvað fyrir mig. Það var því tími til kominn að láta verða af þvf og reyna á hjónabandið um leið sem varið var að fjara undan. Ég fór út til San Fransisco í fistnám. Bubbi gaf mér fyrstu myndavélina mína og út frá því ákvað ég að fara annað hvort í ljósmyndun eða kvikmyndun." Heimkoma og rifriidi Ljósmyndunin varð fyrir vafinu og að samkomulagi varð að hún færi út en hann hafði nóg að gera við sína sköpun héma heima. „Eg fór utan og Bubbi fór í sukkið hér af fúllum krafti." Hann gerði Ný spor og Inga gerði albúmið utan um plötuna. Nokkru síðar fór hann að undirbúa Konuplötuna sem tileinkuð var Ingu Sólveigu. „Það var oft erfitt að vera úti jtegar mér bárust frá honum lögin. Eg há- skældi yfir textunum og efaðist enda- laust. Vissi ekki í hvom fótinn ég ætti að stíga. Það var æðislegt að vera í skólanum. Ég fann mig mjög vel þar og fannst námið henta mér í botn. Við Bubbi töluðumst við í síma eins oft og við gátum en smátt og smátt fóru tilfinningamar að fjara í burtu. Útslagið held ég að hafi verið þegar hann kom og heimsótti mig Hann var þá svo kókaður og ruglaður að ég varð dauðfegin þegar hann fór aftur. Ég fór að vera með öðrum og hjóna- bandinu var í raun lokið í mínum huga. Ég kom heim eftir eitt og hálft ár og við ákváðum að reyna einu sinni enn. Hann var nýkominn úr meðferð og ég fór með honum í tón- leikaferð um landið. Hún var skelfileg því við rifumst allan tímann. Hann var í rauninni falfinn í kókið að nýju en laug stanslaust að þjóðinni og lét •\h 'V'V ■fi'M \%S/r : . U!A’ 1 j! m Fékk krabbamein og mlssti legio Það var áfall þvílngavar ákveðin iað eignast annað barn sem hún myndi ala upp sjálf. alla halda að harrn væri edrú. Ég komst að því þegar í vösum hans fundust umslög undan kókinu og vissi að hann var byrjaður að nýju og kominn í sömu sporin aftur." Brynja til sögunnar Inga Sólveig gerði sér ljóst eftir tónleikaferðina með Bubba að þetta þýddi ekki lengur. Áður en hún fór utan aftur og lauk skólanum sótti hún um skilnað að borði og sæng. Eftir heimkomuna var ekki eftir neinu að bíða og þau gengu endan- lega frá skflnaðinum. Hún játar að það hafi verið létt verk og löður- mannlegt því ekki var eignunum fyrir að fara til að slást um. „Við skfldum í mesta bróðemi en skömmu síðar kynntist hann Brynju. Ég held að hún eigi afskaplega vel við hann og hún hefur greinflega bein í nefinu. Það er ekki fyrir hvem sem er að búa með Bubba. Þeim líður aug- ljóslega vel saman og hafa góð áhrif á hvort annað. Ég þekki hana ekki mik- ið enda er ekki margt sem tengir okk- ur Bubba saman lengur. Nei, ég finn aldrei til afbrýðisemi," segir Inga og stendur upp og lagar meira expressó. „Við áttum að mörgu leyti góðan tíma saman og vorum hamingjusöm í nokkur ár. Ég sé ekki eftir þeim tíma, oft var mjög gaman hjá okkur og við vorum ágætisvinir," segir hún og set- ur bollann á borðið. Barir og eftirsjá Ingu Sólveigar biðu ekki atvinnu- tækifæri á hveiju homi eftir fjögurra ára fismám i rándýrum og virtum listaskóla. „Nei, það var nú aldeifis annað. Ég reyndi að fá vinnu á dag- blöðunum og í auglýsingabransan- um en það gekk ekki. Nám mitt gekk fyrst og fremst út á listsköpun í ljós- myndun og það var það sem ég vfldi gera. En það em því miður fáir sem geta lifað af fistinni á íslandi og hér hefur ekki enn skapast hefð fyrir ljós- myndun sem listgrein. Þrátt fyrir það gafst ég ekki upp og lagði hana ekld frá mér. Notaði hvert tækifæri tfl að vinna að minni fist," segir hún og bætir við að eigi að síður hafi hún þurft að lifa og ekki um annað að velja en fá sér einhverja vinnu með. „Ég fór að vinna á næturvöktum hjá Félagsþjónustunni á börum og hér og þar; vildi getað notað annan tíma við að mynda. Á mig sóttu stöðugt spumingar um hvað ég væri að gera héma og ég velti fyrir mér að hverfa bara aftur út og reyna fyrir mér þar," segir hún og bætir við að hún hafi verið lengi að finna sig en smátt og smátt aðlagaðist hún og hefur komið ýmsu í framkvæmd. Krabbamein og barnleysi Inga Sólveig greincfist með krabbamein í legi nokkra eftir að htin kom heim og ekki var um annað að ræða en nema það á brott. „Ég var þá þrjátíu og fjögurra ára og það var áfall. Ég velti því lengi fyrir mér hvað ég gæti gert; hvort ekki væri hægt að frysta egg úr mér eða eitthvað slflct," segir hún og hlær. „Það fór margt í gegnum kollinn á mér því ég hafði alltaf ætlað mér að eignast fleiri böm. Ég fór á mis við uppeldið á dóttur minni og var ekki sátt við að eiga ekki möguleika á að ala sjálf upp bam þrátt fyrir að hafa ekki enn komið því í verk. Á þessum tímapunkti var sá valmöguleiki ekki fyrir hendi lengur og það var erfitt að horfast í augu við það,“ segir hún al- varleg á svip. Hún þagnar um stund og veltir fyrir sér hvort hún eigi að halda áfram. Eftir nokkurt hik segist hún hafa sætt sig við það en kannski hafi dóttir hennar orðið henni dýr- mætari fyrir vfldð. „Ég hef aldrei fundið neina höfrt- unartflfinningu hjá henni og hún virðist hafa komist vel frá uppeldinu. Auðvitað vorum við oft saman, hún kom tfl mín og var hjá mér tíma og tíma. Eins og ég sagði á hún tvö böm sem gaman hefur verið að fylgjast með vaxa og þroskast. Svona sárabót fyrir að geta ekki átt böm,“ segir Inga Framhaldá næstusíðu Ánægð og hamingjusom Stundum voru þau samt svo blönk að Inga Sótveig varö að selja gift- ingarhringinn og brúðargjafir til að eiga fyrirsalti i grautmn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.