Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 Helgarblaö DV Sólveig brosandi og bætir við að von- andi komi þau heim til íslands að námi loknu. Inga Sólveig er sátt við lífið eins og það er. Hún hefiir lengi stefnt að því að koma sér upp góðu myrkraher- bergi sem hún geti dundað í og það er alveg að verða tilbúið. „Ég get farið að vinna úr öllum þeim myndum sem ég á og hef ekki gefið mér tíma í. Helst að ég myndi þegar ég fer utan eða út úr bænum," segir hún og bæt- ir við að stundum vinni hún mynd- imar meira, máli og teikni ofan í þær. Einnig vinni hún svokallaðar klippi- myndir en allt sé þetta jafh skemmti- legt. Vinnan og barinn Hún hefur ekki setið auðum höndum og haldið bæði samsýning- ar og einkasýningar. Auk þess að sýna hér heima hefur hún sýnt í Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretíandi og víðar. Hún hefur oft fengið góða dóma og við hana hafa bhst viðtöl um myndimar í tímaritum og dag- blöðum. „Já, ég hef haldið sýningar en ekki oft og ekki riðið feitum hesti frá þeim fjárhagslega," segir hún og viður- kennir að vera ekki nógu sniðug að koma list sinni á framfæri. Það komi kannski með tímanum. Á bamum er Inga Sólveig oft til 3-4 á nætumar en þangað kemur mikið af fólki milli tví- tugs og þrítugs. „Kúnnahópurinn byggist helst upp á fastagestum. Mikið er um hljómsveitar- og listafólk og þónokk- uð af útlendingum og ungu fólki sem hefur gaman af að skemmta sér og er mikið úti. Um helgar er síðan mikið fjör enda staðurinn opinn til klukkan fimm á morgnana. Ég hef gaman af flestum kúnnum; ágætisfólks og þekki marga orðið vel eftir þessi ár,“ segir hún og fitlar við neglumar. Markaðshyggjan og tónlistin Inga Sólveig fylgist með Bubba eins og aðrir. Hún telur hann vera Ég komst að því þegar í vösum hans fundust umslög undcm kókinu að hann var byrjaður að nýju og kominn í sömu sporin aftur. kominn langt frá sínu upphafi. „Hann byrjaði sem baráttumaður verkalýðsins með söngvum sínum. Nú ekur harm um á jeppa sem hann auglýsir og selur sig grimmt. Ég kann ekki við hann í þessum farsa. Finnst að hann hefði ekki átt að láta mark- aðshyggjuna stjóma sér,“ segir hún og bendir á að hann hafi getað verið sannfæringu sinni trúr. „Mér leiðast þessar endalausu dópsögur hans sem allir hafa heyrt mörgum sinnum. Sérstaklega þegar hann er að blanda öðmm í þær. Hann ætti að láta duga að tengja sjálfan sig við þær. Það kann að vera ein aðferðin til að halda sér edrú, að mikla það sem á undan er gengið, en mér finnst hann mætti draga dáh'tið niður í þessum sögum. Plötumar hans væm alveg keyptar eins mikið þó að hann væri ekki alltaf gapandi í fjölmiðlum. Núna síðast kom hann fram og sagði frá sérsmíðuðu gler- augunum sínum," segir Inga Sólveig og hlær og breiðir út hendumar orð- um sínum til áherslu. Hún bætir við að fýrir nokkmm dögum hafi hann verið á kristilegu stöðinni. „Ég sá það ekki sjálf en mér var bent á það. Þar skilst mér að hann hafi rætt trú sína á Guð. Nei, mér finnst þetta of mikið og hann fer bara fram úr sjálíúm sér með þessu. Enda er hann náttúrulega öfgamaður í öllu sem hann gerir," segir hún og bætir við að vissulega komi þetta ekki við hana en fýrir rest verði allir leiðir á því sem hann segir. „Ég óska honum alls hins besta og hef ekkert á móti honum. Hann er Islendingar kunna ekki að meta Ijós- myndalist Inga hefurhaldiö margarsýn- ingar og fengiö gúða dóma en hefur ekki riðiö feitum hesti fjárhagsiega flistinni. frábær tónlistarmaður og það verður ekki frá honum tekið þó að ég sé ekki hrifin af því sem hann er að gera í tónlistinni í dag,“ segir hún með áherslu og bætir við að þau séu ekki í miklu sambandi en talist við annað kastið ef þau eigi erindi við hvort annað. Loksins stúdíó og gallerí Inga er sátt við sitt að mestu leyti, hefði gjaman viljað vera komin lengraílistinnienstefriiraðþví. Hún blómstrar þessa dagana og h'tur út eins og ung stúlka með fallega húð og slétt í framan. „Það em allir hormónamir sem ég þurfti að taka vegna krabbameins- ins," segir hún hlæjandi og strýkur andlitið. Ég er ánægð með nýju íbúð- Gallerf, vinnustofa og fbúð Inga keypti hæöina í þessu húsi og innréttaöi hana aö nýju með hjálp góðra vina. ina mína; h'ður vel héma og þegar upp er staðið hef ég ekki yfir neinu að kvarta," ítrekar hún og rís upp af stólnum til að búa sig til vinnu. „Nema ef vera skyldi að vera alltaf kölluð fyrrverandi konan hans Bubba. Ég hef fengið leið á því og skil ekki hvers vegna fólk tengir mig endalaust við hann eftir öll þessi ár. Ég hef því engu að tapa að spjalla um hann í viðtali og heimildarmyndinni um hann. Ég verð eftir sem áður fyrr- verandi konan hans Bubba; það er greinilega ekki á mínu valdi að breyta því,“ segir hún og gengur frá kaffi- bollunum í vaskinn, brosir og kastar yfir sig jakka til ganga þess örstuttu leið á barinn hennar sem bíður. Hún veifar um leið og hún snýr sér við og heldur áfram; eins og ung stúlka á leið á stefnumót. bergijot@dv.is Dömurnar góluðu fyrir utan Ekki skorti hann kvenhyllina og Inga segir að oft hafi veriö umsetursástand fyrir utan heimili þeirra. | Ungum manni sem lá mikið á hjarta Bubbiá þeim árum sem hann var/Egó og orðin þekktur tfma sem Listakonan Inga Sólveig Við opnun einnar sýningar sinnar ásamt gestum. [ Rekinn f burtu og stíað í sundur Faöir, Ingu sýslumaðurinn á Hornafirði gerði Bubba brottrækan úrsýslunni Sendi Ingu texta Konu- plötunnar út Hún grét þegar hún tasþá og vissi ekki íhvorn fótinn hún átti að stíga. Egó á fullu Það varoftfjör og mikið spilað en afrakstur- inn ekki f samræmi við það fyrir slagsmál á balli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.