Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Qupperneq 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 41 um þessar mundir er sýnd í Há- skólabíói. En hvernig fílar Örn Elías myndina? „Ég ffla hana mjög vel,“ segir hann ákveðinn og bendir á að hann sé reyndar búinn að sjá hana ótal sinnum. „Ég held að maður þurfi að vera ástfanginn til að ffla hana." Hvernig gekk samstarfíð við kvikmyndagerðarmennina? „Ég var alveg ótrúlega heillaður af Huldari Breiðfjörð og Friðriki Þór, þetta eru eðalmenn. Ég hitti þá á bar áður en þeir réðu mig í þetta verk, hafði náttúrlega bara séð Friðrik Þór í sjónvarpinu og svona en sá strax að þetta er „genuine" töffari. Hann er alltaf til- búinn með „fokkjú-attitjúdið". Friðrik Þór var ekki að skipta sér mikið af því sem ég gerði, hann vel- ur sér greinilega bara fólk og treyst- ir því. Ég held lflca að það sé ágætt, þannig færðu alla vega heiðarlega vinnu út úr fólki. Þetta er án efa flottasta djobb sem ég hef gert. Annars var mjög stuttur aðdrag- andi að því að ég kom inn í Næs- land, myndin var eiginlega tilbúin. Ég var bara staddur fyrir vestan þegar ég fékk símtal um að þetta stæði til boða. Þetta var föstudags- kvöld og ég og pabbi og Rúna vor- um að horfa á Idolið eins og við gerðum alltaf. Ég man vel eftir því að ég var mjög efins um hvort ég ætti að taka að mér verkefnið og hræddur um að ég myndi klúðra þessu. Þau sögðu mér að láta ekki eins og fífl og kýla á þetta sem ég og gerði. Vinnuaðstaðan mín var bara eitt herbergi á ísafirði og ég sá að ég þyrfti að bæta úr því. Rúna hringdi því í alla í sóknarnefndinni á Súðavík og fékk vilyrði fyrir því að ég mætti nota kirkjuna þar til upp- taka. Það vildi svo heppilega til að það var bara ein messa fyrirhuguð á þeim tíma sem ég hafði til stefnu. í kjölfarið flutti ég svo stúdíóið mitt í kirkjuna á Súðavík." Næsland gerði mig fullorð- inn „Þessi vinna við Næsland gerði mig eiginlega fullorðinn. Ég fékk mjög næman tíma, ekki nema sex til sjö vikur. Ég vinn alltaf frekar hægt og efast um allt sem ég geri, hendi til dæmis um 90% af öllu sem ég geri. Þarna vaknaði ég alltaf klukkan sjö á morgnana og var kominn á Súðavík fyrir klukkan Þetta gekk náttúr- lega mjög vel, ég bjóst aldrei við þess- um viðtökum. Ég hélt að það myndu í mesta lagi nokkrir nördar í MH fíla þetta og ég væri bara á leiðinni aftur á sjóinn," segir Örn hógvær. átta. Þar var ég alltaf til átta á kvöldin og oft fr am á nótt. Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem ég hef tekið tónlistina eins og alvöru vinnu. Það er mjög hollt að beita sjálfan sig slfloim þrýstingi. Ég bjó mér til tímaplan um það hvenær ég þyrfti að vera búinn með ákveðin atriði og svo framveg- is. Ég horfði 70 þúsund sinnum á myndina og prófaði að setja allskyns tónlist undir. Síðan varð ég bæði fyrir ómeðvituðum og meðvituðum áhrifum af því, var óhræddur við að stela stemningu úr öðrum lögum. Það eru áhrif frá mörgum í tónlistinni í Næsland," segir hann. „Mér fmnst bara heið- arlegt að fólk viti það, ef það vill þá vita það." Lítill Mugi á leiðinni Ný plata Mugison, Mugimama (Is this Monkey Music?) kemur út eftir um það bil 2-3 vikur. Hvað er með þennan titil? „Ég var einn á Lonely Mountain. Nú er ég kominn með kærustu og meira að segja búinn að barna hana. Hún er einskonar co-prod- ucer á plötunni, hún var alltaf til staðar fyrir mig til að segja hvað henni fannst. Svo syngur hún í einu laginu, talar í öðru og er auðvitað að verða Mugimama. Rúna er ótrú- lega innvolveruð í þetta. Mér fannst að það yrði að kynna hana til leiks í þessu Mugi-batteríi." En kærastan er ekki sú eina úr fjölskyldunni sem kemur við sögu á Mugimama. Afi Arnar spilar á munnhörpu í síðasta laginu og öll fjölskyldan og vinir syngja í kór í einu laginu. Pabbi Arnar söng sinn hluta í kórnum í gegnum síma að vestan. Litla systir hans, sem er tíu ára, talar í einu laginu og Pétur vin- ur hans semur tvö lög með honum, spilar á gítar og útsetur. Maður á að vera væminn „Ég er ótrúlega sáttur við plöt- una. Hún átti fyrst að heita Rock’n’Fuckin’Roll því fyrstu tvö lögin sem ég samdi voru með það attitjúd. Restin af lögunum náði svo ekki upp í þann titil, þetta voru bara falleg lög." Hvernig viltu lýsa plötunni? „Hún er svolítið „skitsó" eins og hin. Ég er að vfsu farinn að syngja, eiginlega allt of mikið. Maður er eiginlega að uppgötva sjálfan sig sem söngvara, það er alveg nýtt. A fyrri plötunni voru ekki nema fjög- ur lög sungin. Ég syng meira að segja dúett með Röggu Gísla. Svo er fúllt af kassagítarlögum þarna og áhrif frá mörgum stórum tónlistar- mönnum. Eitt lag gæti verið eftir Led Zeppehn og annað eftir Prince sem dæmi," segir örn og viður- kennir að tónlist hans höfði nú meira til almennra tónlistaráhuga- manna, hann sé að einhverju leyti að breytast úr „artí-fartí grúskara í poppara," eins og hann segir sjálf- ur. öddi hefur ferðast mikið á þessu ári til að spila á tónleikum. Hann fór með múm á tónleika- ferðalag um ftalíu, Spán og Portú- gal í þrjár vikur, hann hefur spilað í Bretlandi, Skotlandi og Brasilíu svo eitthvað sé nefnt. Hann segist oft hafa unnið að tónlist sinni á þess- um ferðalögum, enda tekur hann allt upp á fartölvuna sína og notaði bara einn míkrafón aUan tímann. „Þessi plata á eftir að koma fullt af fólki á óvart. Það er fullt af til- raunamennsku á henni og fullt af venjulegum lögum. Þetta er mjög ástarmikil plata," segir hann og hugsar sig um. „Maður á bara að vera væminn ef maður er væminn. Þetta gæti eiginlega verið svona Konu-plata, það er smá Bubba- stemning í mér. Mér finnst að það borgi sig að vera einlægur við það sem maður er að gera. Ef fólk fær klíju þá fær það bara klíju, aðrir samgleðjast mér bara. Æ, ég veit það ekki. Annars fer ég bara á sjó- inn." hdm@dv.is Vinna í eldhúsinu Mugison vinnur alla tónlist slna á far- tölvuna. Hér erhannt eldhus- inu á Isafírði I sumar. Morgunmatur Djammið _______ „Á kvöldin fer ég oft- ast á Kaffibarinn. j * L Skelli mér stundum á - bakvið barborðið og berfram drykkiogef ég dvel lengi hjálpa ég skúringakonunni að þrifa. Svo hef ég kikt á Sirkus. Sirkus er eig- inlega bara minni útgáfa af Kaffibarnum. Mjög svipað fólk þar." ----Tt-— „Égfæméralltafeggog Hglbth, beikon °9 flórfaldan latte ímorgunmat. Annað H hvort á Prikinu, Gráa kett- |num gjg ^ ^ 101 Hótel. Það er mjög gott á öllum þessum stöðum." Hádegismatur „Ég borða oftast há- degismatinn á Vega- mótum og fæ mér oftast steikarsam- loku. Hún erótrúlega góð þar." Heilsan „Égferoftísundi Laugardalslaugina. Annars felst líkams- ræktin mínbaraíþví að labba á milli öld- urhúsa og ráfa um miðbæinn." Kvöldmatur ■ „Ehhh, ég fer yfirleitt svo seintíkvöld- matinn að það erstundum bara pylsa á Bæjarins bestu. Annars reyni ég að fara á Ítalíu þegar ég kemst, þar er opið lengi. Ég fæ mér oftast lamb þar eða eitthvað pastadót. Svo er líka mjög góður matur á hótelinu." Uppáhalds- verslun „Vínbúðin í Austur- stræti. éghefeigin- lega ekki verslað neitt hérna nema áfengi og sígarettur. Ég er ekki þessi verslunar- JÉ týpa Æ Jeremy Renner Leikur IA Little Trip to Heaven sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Hefur kynnst bæjarlifínu vel á þeim tima sem hann hefur verið hér. Jónas Kristjánsson Humarhúsið eitt þriggja beztu veitingahúsa landsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.