Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 62
62 LAUGARDACUR 7 6. OKTÓBER 2004 Síðast en ekki síst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar. ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um flngelinujy Jolie 1. Hvert er ættarnafn hennar? »4 2. Hvað heitir sonur henn- ar? 3. Hvern leikur hún í kvik- myndinni um Alexander mikla? 4. Hvenær fór hún að heiman? 5. Fyrir hvaða mynd fékk hún Óskarsverðlaunin? Svör neðst á síðunni Umsátrið um Masada 72-73 Eftir að Rómverj- ar höfðu lagt Jerúsalem undir sig árið 70 tóku þeirtil við að berja á gyðing- um. Hvert vígi þeirra féll á fæt- ur öðru, öll nema virkið sem Heródes mikli hafði látið reisa á Masada- kletti. Þar vörðust 1000 karlar, kon- ur og börn 15000 rómverskum hermönnum í tæp tvö ár. Róm- verjarnir reistu viggirðingar og Stríðið beittu herkænsku sinni en allt kom fyrir ekki. Að lokum tókst þeim þó að kveikja í viðarhluta virkisins en þegar inn var komið var enginn á lífi f virkinu nema tvær konur og fimm börn. Aðrir fbúar virkisins höfðu kosið að deyja fremur en verða þrælar. SPAKMÆLI „SÁ SEM ER OF- SÓKNARBRJÁL- AÐUR FATTAR EITTHVAÐ AF ÞVÍ SEM ER í GANGI." WILLIAMS. BURROUGHS 1914-1997 Bentu í austur.... I ásatrú er austurátt kennd viö dverginn sem heldur uppi himinhvelfingunni með > Vestra, Suðra og Norðra og í gömlu norrænu máli hét átt morgunroðans austr. Það mun leitt afgriska orðinu eos en hin rósfingraða morgun- gyðja Grikkja hét einmittEos.Meðal Rómverja hét hún Aurora en Áróra á íslensku. Konur hafa heitið því nafni á Islandi síðan um miðja 19. öld, að minnsta kosti, en nafnið hefurþó ekki veriö al- gengt. AfEos leiddu Englend- ingarmeð tlmanum east, Frakkar est, Færeyingar eyst- ur, Danir ost og Sviar öster. Svörviðspumingum: ■M.--1. Voight. 1 Maddox. 3. Ólympias, móður Alexanders. 4.16 ára. 5. Girl, Interrupted. Málið Tilgangur lífsins Einhvern tíma sá ég ameríska bíó- mynd um ungan mann sem þráði að verða blaðamaður. Honum tókst það að lokum og þegar hann kom glaðhlakka- legur til stelpunnar sem hann var skotinn í, til að sýna henni það fyrsta sem hann hefði fengið birt eftir sig opinberlega, þá var það grein undir fyrirsögninni Tilgang- ur lífsins. Ég man að mér fannst þetta óstjórnlega asnaiegt, svona realískt séð. Engum ný- bökuðum blaðamanni á dagblaði yrði fengið það verkefni að skrifa grein um til- gang lífsins. Það mætti jafnvel halda því fram að blaðamenn séu yfir höfuð ekki að skrifa mikið um tilgang lífsins. Það er litið á sem hlutverk listamanna, ótt víst mættu blaðamenn velta þessum ugsanlega tilgangi fyrir sér oftar en þeir gera. Og meira að segja er varasamt fyrir listamenn að fást við spurninguna. í kvik- myndinni Næsland eftir Huldar Breiðfjörð og Friðrik Þór Friðriksson eru þær senur þar sem persónurnar gapa hver upp í aðra um tilgang lífsins þær langsamlega veik- ustu. E Svo kannski á maður ekki að orða spurninguna yfirleitt. En nú er ég samt búinn að velja þessum pistli fyrirsögnina Tilgangur lffsins. Ástæðan er sú að um daginn var ég úti að keyra. Þar sem ég beið á rauðu ljósi fyr- ir framan lögreglustöðina í Reykjavík þá varð mér litið í baksýnisspegilinn og sá að í bflnum fyrir aftan mig var ung kona við stýrið á gamalli druslu. Aftur f bflnum sátu tvö lítii og glaðleg börn, líklega á aldrinum fimm tfl átta ára. Og börnin voru þessi lifandis ósköp að fabúlera eitthvað og konan skemmti sér konunglega við stýrið yfir builinu í böm- unum. Hún rak upp stór augu, hún brosti út að eyrum, hún skellihló, hún greip meira að segja fyrir munninn á sér af ein- tómri furðu yfir því sem börnunum datt í hug. Og þótt ég sæi ekki vel alla leiðina í aft- ursætið á bflnum fyrir aftan mig þá fór ekki milli mála að börnin færðust sífellt í aukana í gleði sinni og fannst gaman hvað mömmu fannst gaman og gaman að vera til. Svo leið að því að það kom gult ljós og ænt og ég ók af stað og konan keyrði a af stað nema hvað bfllinn hennar hökti svolítið af því annað hvort að hún hafði svo mikið við börnin að tala eða kannski var bfllinn í skralli enda var þetta, sem áður segir, drusla. Þó náði hún af stað, hægt og rólega, og á næstu ljósum stoppaði hún líka fyrir aft- an mig. Og ennþá var þetta líf og fjör í bflnum og nú var konan að halda ræðu yfir börnunum. Og veifaði höndunum til áherslu. Þegar kom aftur grænt langaði mig mest að keyra hægt og virðulega svo ég gæti haldið áfram að fylgjast með tilgangi lífsins í bflnum fyrir aftan mig. En mér lá svolítið á svo ég brunaði bara burt. niugt Jökulsson Varað viö rússaeska rasamáli Þúsund karlar, konur og börn gegn 15000 her- mönnum Rómarveldis. VITALf TRETJAK0V heitir einn kunnasti blaðamaður og ritstjóri Rússlands og hefur að mörgu leyti verið í miðpunkti þeirrar hringiðu sem rússnesk fjölmiðl- un er um þessar mundir. Hann var um tíma ritstjóri dagblaðs- ins Nezavisimaya Gazeta sem gegndi miklu hlutverki meðan Rússland var að feta sig retja ov í átt við lýðræðis eftir hrun kommúnismans. Síðan lenti hann upp á kant við eiganda blaðs- ins, Boris Beresovskí, árið 2001 og hætti störfum. Hann hefur síðan helgað sig kennslu í fjölmiðlun við háskóla í Moskvu. NÝLEGA GAF RITSTJÓRINN fyrrver- andi út bók þar sem hann leitast við að kenna Rússum almennilega blaðamennsku og skeggræðir ým- islegt í leiðinni. Hann er eindregið þeirrar skoðunar að blöð eigi að taka sterkt til orða og taka ein- dregna afstöðu. Aftast í bók sinni birtir hann nokkur heilræði til þeirra sem vilja verða góðir blaðamenn og þar á meðal eru þessar ráðleggingar: „Það er ekki til texti sem hefur ekki gott af yfirferð." „Varist þá sem hafa að atvinnu að láta taka við sig viðtöl." Fyrst og síðast „Enginn er verri blaðamaður en rithöfundurinn." ÞA VARAR TRETJAK0V sérstaklega við kurteisinni í skrifum blaða- manna. Hann rekur dæmi þess að blaðamenn fari í kringum hlutina og tali rósamál í stað þess að kveða tæpitungulaust að orði. Þessi til- hneiging fari vaxandi í rússneskum blöðum, nú þegar aukinnar rit- skoðunarhneigðar verður vart hjá yfirvöldum en rót hennar megi þó finna miklu aftar eða allt aftur í keisaratímanum. Varðandi stíl í rússneskum blöðum vekur Tretjakov á hinn bóginn athygli á því að hefðin mælir frekar gegn þurrlegum tón sumra vestrænna blaða. Ástæðan sé sú að rússnesk blaðamennska sé í raun afsprengi bókmenntanna, því blaðamennskan og bókmennt- irnar spruttu upp hlið við hlið á átjándu öldinni. Litríkur og per- sónulegur stíll einstakra blaða- manna eigi sér því langa sögu og sé ekki endilega af hinu vonda. "ÞESSI STÍLL ER SÉRSTAKUR," segir Tretjakov, „og gerir rússneska blaðamennsku þjóðlega og ein- stæða. Þessu ætti að halda." „Meðan ég var að horfa á hina nýju kvikmynd leikstjórans X rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kyssti stelpu í fyrsta sinn Hins vegar álítur Tretjakov að persónulegur stíllinn sé vissulega stundum til vansa og tekur þá sér- staklega fram að stílbrögð kæfi oft skrif gagnrýnenda. „Rússneskir gagnrýnendur skrifa gagnrýni sína yfirleitt eitt- hvað á þessa lund: „Meðan ég var að horfa á hina nýju kvikmynd leikstjórans X rifjaðist upp fyrir mér þegar ég kyssti stelpu í fýrsta sinn." Svo kemur sagan um fyrstu ástina, næstu ástina og fimmtándu ástina í lífi blaðamannsins. Og svo stuttaraleg tilkynning í lokin að myndin sé drasl. Eða meistara- verk." Úr fjárlögunum 2005 Minna í áfengi og fíkniefni Hinn sívinsæli fjárlagaliður Áfengis- og fflcniefnamál undir dómsmálaráðuneytinu verður skorinn niður um 73,7 milljónir króna og verður 20 milljónir. Þetta er aðallega vegna þess að peningar eru fluttir á aðra fjárlagaliði. 73,5 milljónir eru settar til löggæslu- sto&iana til að kosta fíkniefnalög- reglumenn og sporhunda. Geðlæknarán landamæra Hippókrates hefur snúið sér við í gröfinni vegna íslenskra eftirmanna sinna! Líklega er almenningur jafnhissa og Svarthöfði þegar kemur að rök- stuðningi lækna fyrir því að lyfj- arisar borgi undir þá ferðalög, gist- ingu, ráðstefnugjöld og með því. Ein ríkasta stétt landsins segir þetta nefnilega nauðsynleg „samskipti". Er það kannski að gefnum kostnaði við BMW-jeppa, eitt nýtt golf-sett á ári, ferðirnar til Bora Bora, strút- seggin í morgunverð, sérsmíðuð skóinnlegg, áskrift af ávaxtabílnum, sérinnfluttar tyrkneskar baðolíur og fastasætið á Hóteli Holti? Ef þannig er litið á það, auðvitað er alger nauð- syn að lyijafyrirtækin borgi undir læknana þegar þeir hafa ekki lengur Í m ^ Svarthöfði efni á því að ferðast á mannsæm- andi Saga Class til Stokkhólms. Maður fær ekki allt þetta fyrir tæpar 10 milljónir í árslaun. Geðlæknir, læknaðu sjálfan þig. Svarthöfði skilur vel af hverju Landspítalinn viU engu svara um það hvort alvarlegt ástand hafi skap- ast vegna mannfæðar þegar tugir geðlækna hurfu. Ef ferðalag svo stórs hluta geðlækna spítalans var vandamál voru yfirmennirnir að gera á sig með því að leyfa ferðalög- in. Ef, hins vegar, það skipti engu máli að hinir lófaloðnu læknar höfðu yfirgefið stöður sínar, þá hef- ur helsti vandi heilbrigðiskerfisins opinberast. Það var nefnilega engin þörf á þessum læknum! Ráðstefnuferðir lækna hafa held- ur betur skilað ábata. Ekki fyrir sjúk- lingana, heldur lyfjafyrirtækin. Lyfjakostnaður hefur stóraukist á síðustu árum, þar af jókst kostnaður við geðlyf um 280 prósent á 10 árum. Og hlutdeild sjúklinga í kostnaðnum var þriðjungur áður en er nú helm- ingur. Það má því með sanni segja að læknarnir hafi ekki lært rassgat af ferðunum, þeir hafa ekki aflað ódýr- ari lyfja, heldur þvert á móti merg- sjúga þeir sjúklinga og dæla fé til vel- unnara sinna. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.