Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV Játvarður sendir Harald yfir sundið Að sverja Vilhjálmi Rúðujarli hollustueiða og lofa honum rikinu. Um þetta leyti árs fyrir 938 árum, 14. október 1066, hafði Haraldur II Englandskóngur sigrað innrásar- heri Haralds harðráða við Stafnfurðubryggjur en tapað og fallið fyrir herjum Vilhjálms bastarðs og Rúðujarls við Hastings eða Helsingjaport. Þar upphófust þær Bretlandseyjar sem við þekkjum í dag en ekki eru allir sammála um ástæðurnar. EvMlGhÁGLlS CU.OR.VM Haraldur krýndur Englandskóngur I byrjun árs 1066. Á einum stað á Frakklandi, við strendur Ermarsunds, heitir staður Bayeux á nútúnamáli. Sagt er að þangáð hafi Göngu-Hrólfur sent af- komendur sína til þjáifunar í danskri tungu, sá var eini staðurinn á Norð- mandíi þar sem rækt var lögð við þá tungu þegar miðaldafranskan var að spilla öllu og öllum við hans hirð í vel- megandi blöndun við íbúa Norð- mandí. Bayeux er að flestu leyti dæmigerður norður-franskur bær og ekki langt frá borginni Caen. En Bayeuxbær á fjársjóð rnikinn; í Bæjar- saftúnu er varðveittur nimlega 70 metra langur og hálfs metra breiður refill og í hann eru saumaðar ástæður innrásar Normanna í England 1066, undirbúningur herferðarinnar, her- förin sjálf, Orrahríðin við Hastings og krýning Vilhjálms sigursæla. Þar fyrir utan má yirða fyrir sér daglegt líf við Ermarsund á miðöldum, klæði, vopn, verjur, verklag og vinnu, skipasmíðar, tómsturidir hefðarmanna og er þá fátt eitt upp talið. Frásagnarmyndirnar og texti á latínu taka yfir meginhluta refilsins en á bekkjum fyrir ofan og neðan blasa við kynja- og táknmyndir og eru menn enn að fást við túlkun þeirra. Sporið bara til á íslandi Refillinn í Bayeux kom í leitimar á síðari hluta 18. aldar og hafði verið notaður í hitt og þetta í 700 ár. Ofinn og bleikjaður lrnstranginn er settur saman úr átta lengjum og má skipta myndmáhnu í eina þrettán kafla. Á frönsku er hann sagður tapisserie eða vefnaður og eins á ensku, tapestry. Það er hann hins vegar ekki, myndim- ar em saumaðar með ullarþræði í strangann með refilsaumi sem líka er kallaður fomíslenskur saumur. Útlín- ur og letur em úr leggsautrii og er ull- arþráðurinn í reflinum í átta litum; rauðum, gráum, gulum, þremur blá- um og tveimur grænum. Fyrir utan eitt norskt dæmi er Bayeux-refilljnn eina dæmið um refilsaum utan ís- lands og sýnir að þessi hannyrðalist hefur verið þekkt um Norður-Evrópu á víkingaöld, en hún varðveittist aðeins hér á landi. Heildaráhrifin af reflinum á veggjum Bæjarsafrisins í Bayeux em ekki ósvipuð og af kvik- mynd; sagan af innrásinni birtist Ijós- lifandi í frjálslegri frásögn sigurvegar- anna af atburðum. Miðaldaáróður Tahð er að Odo biskup í Bayeux og Sérfræðingar telja að saumi mynda- sögunnar á Bayeuxreflinum hafi aldrei verið lokið, hún hafi átt að segja meira og ná lengra. Auk þess hafa sjö tll átta metrar af honum týnst á þessum þúsund árum. Þó vantar ekki myndefnin, eins og eft- irfarandi listí sýnir, en á reflinum má grelna: 623 manneskjur 55 hunda 202 hesta 41 skip 49 tré 2000 orð á latínu 500 goösagnaverur, fugla og dreka síðar á Englandi hafi fyrirskipað gerð refilsins, sjálfsagt eftir langar fundar- setur með sínum sigursæla hálfbróð- ur, Vilhjálmi Rúðujarh. Hann er þó ekki taUnn höfundur verksins, í bók- inni Aldateikn lætur Bjöm Th. Bjöms- son Ustfræðingur böndrn berast að dverg sem kemur við sögu á reflinuin en á nokkuð sérkenrúlegan hátt. Sá er norrænn og heitir Þorvaldur. Ekki em menn heldur á eitt sáttir um hvom megin Ermarsundsins refilinn var saumaður, bókstafurinn ð bendfr þó til að það hafi fremur verið gert á Englandi en í Norðmandí. Menn telja hins vegar víst að hannyrðamenn og -konur hafi hafist handa fljótlega eftir sigurinn við Hastings og að sigurveg- aramir hafi vitað nákvæmlega hvaða sögu þar átti að segja og með hvaða hætti. Sendiferðin opinbera Á fyrstu mynd refflsins sendir Ját- varður góði Harald Goðinason til Norðmandís að hitta Vilhjálm og fifllvissa hann um ríkiserfðir á Englandi. Haraldur sver Vilhjálmi hoUustueiða, að sögn refilsins, en svíkur, þiggur krúnuna á banabeði Játvarðs góða og er krýndur konung- ur. Vilhjálmur fær af þessu fréttir og bíður ekki boðanna, skipasmíðar hefjast og jarl kaUar út her sinn mik- inn og vel vopnum búinn og sighr yfir sundið, sigrar við Hastings og er krýndur til konungs á Englandi. Þetta er meginþráður sögunnar f stærstu dráttum. En innan um og saman við em ótal aðrar sögur og söguskýringar á atburðum á Englandi, Norðmandí og á Bretónskaga og aUar löðrandi í sérkennilegum táknmyndum mið- aldamanna. Enda hafa þær og reynd- ar refiUinn aUur orðið leikum og lærðum endalaus uppspretta rann- sókna, skrifa og túlkana á atburðun- um við Ermarsund á síðari hluta 11. aldar. Og hér uppi á íslandi sögðu miðaldamenn þessa sögu aUa með sínum hætti; í Flateyjarbók og Heimskringlu eru ástæður innrásar- innar allt aðrar og breyskari, nefni- lega konur og ástir. Normannar halda til hafs Stuttklipptir og skegglausir eins og alsiða var í Norðmandí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.