Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst
MIÐVIKUDACUR 20. OKTÓBER 2004 3
^óðix^'
Bannað að setja rimla fyrir
Gunnar Helgi Kristinsson
Prófessorinn við heimili sitt á I
Brekkustíg.
Kjallaragluggar við Brekkustíg
Prófessorshjónin á Brekkustíg mega ekki setja
rimla fyrir kjallaragluggana og ætla að beita
annarri lausn sem ekki þarfleyfi fyrir.
Hjónin Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmála-
ffæði, og María Jónsdóttir mega ekki setja handrið á ljósakassa
fyrir utan heimili sitt á Brekkustíg.
Gunnar Helgi og María vildu fá leyfi byggingafulltrúa
Reykjavíkur fyrir lágu handriði á brún ljósakassans undir kjall-
aragluggum sfnum, við gangstéttina austan við íbúðarhúsið
þeirra á Brekkusú'g 4A.
Byggingafulltúinn hafiiaði erindinu í gær með vísan í um-
sögn sem aflað var hjá gatnamálastjóra. Fulltnii hans hafði
komið á staðinn og ályktað að ekki væri unnt að heimila slíkt
handrið á gangstéttinni við Brekkustíg.
María segir að hið svokallaða handrið hafi í raun átt að vera
rimlar fyrir kjailargluggana.
„En við vorum nú reyndar eiginlega hætt við þetta áður en
þessi neitun kom. Við fengum ráð hjá arkitekt um aðra lausn á
málinu sem ekki þarf að sækja um leyfi fyrir," segir María.
í gær sagði DV frá ungu pari,
Arnrúnu Ósk Björnsdóttur og Halldóri
Snæ Bjarnasyni, sem keypt hafa íbúð í
fjölbýlishúsi í Stórholti. Þeim hefur verið
neitað um að opna úr stofu sinni á fyrstu hæð og ofan í
geymsluherbergi sem þar er beint fyrir neðan. Þau þurfa því að
fara út úr íbúð sinni og fram á stigagang í sameigninni til að
komast ofan í herbergið sem þau eiga í kjallaranum.
Borgaryfirvöld segja það myndu verða verra fyrir þau að
gera gat í gólfið milli hæðanna eins og þau hafi óskað eftir. Sjálf
segjast Arnrún og Halldór ekkert botna í þeirri ályktun yfir-
valda. Og raunar ætti borgaryfirvöldum ekki að koma við
hvernig þau innrétta sín eigin híbýli.
Margir þeir sem farið hafa halloka í viðskiptum sínum við
skipulags- og byggingafulltrúa borgarinnar hafa beðist undan
að tjá sig um málið í DV. Ástæðan er einföld: Þeir hafa einfald-
lega farið sínu fram þrátt fyrir heimild yfirvalda skorti. Sumir
segja það gert eftir að þeir hafi orðið þess áskynja af borgar-
starfsmönnum að kerfið muni snúa blinda auganu að óleyfis-
framkvæmdum - svo framarlega sem enginn kæri.
Spurning dagsins
Er karlar hæfari en konur?
Betra að vinna
meðkonum
„Sjálfri finnst betra að vinna með konum.
Það ernú yfirleitt einstaklingsbundið og
hefurkannskiminna með kyn að gera."
Hólmfríður Petersen rekstrarstjóri.
„Nei, þeir eru
ekki hæfari.
Það er ekkert
hægt að setja
þetta þannig
upp. Þetta er
bara einstak-
lingsbundið."
Valý Þorsteinsdóttir, starfs-
maður Krakkalands í Kringl-
unni.
„Það hefég
ekki nokkra trú
á. Ekki svo mér
finnist. Ég er
flugvirki og við
erum loksins
búnir að fá
nokkrar konur inn í stéttina. Ég
fagna því."
Einar Knútsson flugvirki.
„Sumar konur
eru hæfarien
karlar eins og
sumir karlar
geta verið
hæfari en kon-
ur.“
Þröstur Ríkharðsson sölu-
maður.
„Það fereftir
því í hverju
það er. Karlar
eru betri í ein-
hverju og kon-
ur eru hæfari í
öðru. Ég held
að þeirséu
ekkert hæfari yfir höfuð."
Einar Einarsson málari.
Katrín Júlíusdóttir mótmælti kröftuglega skipan Geirs H. Haarde í
nefnd á vegum ríkisins um stofnanir þess. Geir valdi einungis
karla í nefndina og afhenti Katrín ríkisstjórninni Jafnréttisáætlun
þingsins máli sínu til stuðnings.
Bera af öðrum kjötætum
Hjá matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hafa menn
reiknað út hveijir í heiminum koma í sig einna mestu af keti á ári hverju. Hér er
listi yfir þær tíu þjóðir sem eta mest af kjöti á ári hveiju, miðað við höfðatölu:
Lönd
1. Bandarfldn
2. Danmörk
3. Spánn
4. Ástralía
5. Nýja-Sjáland
6. Austurríki
7. Kýpur
8. Mongólía
9. Frakkland
10. Kanada
Kíló af kjöti á mann á ári
122.3
114.8
113.8
110.4
106.8
106,6
106,2
103,7
99,9
99,8
Gæðum heimsins er þó svo mjög misskipt og smekkur manna að sama skapi
misjafn að samkvæmt skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar er heildar-
kjötneysla mannkyns á ári ekki nema 38,1 kg á mann mann og er þó Ijóst að sumir
láta það aldrei inn fyrir sfnar varir og aðrir sárasjaldan.
„VIÐ SJAUM
EKKI HLUT-
INA EINS OG
ÞEIR ERU
HELDUR
EINS OG VIÐ
ERUM.“.
Það er staðreynd...
...að barnið
á Never-
mind-plötu-
umslagi
sveitarinnar
Nirvana heit-
ir Spencer
Eldon.
Alþingismaðurinn
aj geðlæknirinn
Sóiveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi
dómsmálaráðherra, er systir Hannesar Péturssonar,
prófessors ogyfirmanns geðlækningasviös
Landspítalans. Sólveig er fædd 1952 og Hannes
1947. Foreldrar þeirra eru Pétur Hannesson
deildarstjóri og G uðrún Árnadóttir húsmóðir.
Sammæðra hálfbróðir Sólveigar og Hannesar er
Grétar Vilhelmsson, sem fæddur er 1943.
- STÆRf)
J75/70R13
075/65 Rld
J85/6^Ri4
J«5/65 RlfT
| G „ | ||
TILBOÐSDEKK
L5.10QJ
I 5,9501
faiSOl
[7.280 R
OTRULEGT VERÐ!
HJOLBARÐAR ERU EITT VEIGAMESTA ÖRYGGISTÆKI BÍLSINS
VERSLAÐU HJÁ FAGMÖNNUM
FOLKSBILADEKK • JEPPADEKK
WILD COUNTRY WILDCAT DURANGO POWER KING
MICHELIN WANLI COOPER O.FL.
Söluaðilar Tilboðsdekkja:
Gúmmívinnustofan
Skipholti 35
105 Reykjavík
Gúmmívinnustofan
Réttarhálsi 2
110 Reykjavík
Hjólbarðastöðin ehf.
Bíldshöfða 8
110 Reykjavík
Hjólkó ehf.
Smiðjuvegi 26
200 Kópavogi
Hjólbarðaþjónusta Magnúsar ^
Gagnheiði 25 f
800 Selfoss
Bæjardekk
Langatanga 1A
270 Mosfellsbæ
580 1500
Eitt símanúmer!
Höfðadekk ehf.
Tangarhöfða 15
110 Reykjavík
Vélsmiðja Hornafjarðar hf.
Áslaugarvegi 2
780 Höfn