Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 31 Dugir suðvestanáttin til? Við íslendingar erum haldnir einkennilegri veruleikafirringu þeg- ar kemur að umhverfismálum. Við erum sítalandi um hvað við búum í hreinu landi og varla heyrir maður íslending tala við útlending án þess að fyrir komi setningar á borð við: „The air here is very clean" eða „We are so lucky to have no pollution". Þessar setningar eru kannski til marks um ástandið á íslandi fyrir fimmtíu árum eða svo. Hins vegar höfum við greinilega endurtekið þær svo oft að við trúum þeim enn- þá og skiptir þá engu þó að öll gögn bendi tii þess að loftmengun á íslandi fari hratt og örugglega vaxandi. Mengun á Miklubraut Reyndar þarf engin gögn til að átta sig á því. Það nægir að klæða sig í hlaupagallann og fara út að skokka með Miklubrautinni enda er óskap- lega hollt að hlaupa úti. Þegar mað- ur er hins vegar búinn að draga ofan í sig vænan skammt af svifryki, kol- díóxíði og metani ætti að vera nokk- uð ljóst að það er svo sem engin ofgnótt af hreinu lofti á höfuðborg- arsvæðinu. Þrátt fyrir þetta tölum við stolt áfram um hreina loftið, rétt eins og við séum öll með sjálfvirka mengunarsíu í öndunarfærum sem valdi því að við finnum ekki fyrir þessu. Jeppaeign íslendinga á ekki minnstan þátt í þessu. Hlutfallslega fjölgar gasoh'ubifreiðum eða „dísel- bílum", mun meira en bensínbflum. Díselbflar eru taldir gefa frá sér meiri efrii sem eru skaðleg heilsu manna, eins og mturoxíð og svifryk, þannig að jepparnir sem bruna um götur höfuðborgarsvæðisins gætu skapað stór heilsufarsleg vandamál. Það merkilega við það er að flestir jepp- arnir fara aldrei út úr bænum, Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vg, fjallar um veruleika- firringu Islendinga. Kjallari Við sjáum sjóinn, himininn, gróðurinn og lækinasem skoppa niður lyngi vaxnar brekkur en við sjáum ekki járnblend- ið, álverið og gula mistrið yfir þeim. virðast ffemur vera einhvers konar stöðutákn eða framlenging á oftast karlkyns eigendum sínum. Væri ekki nær að malbika meira úti á landi til að greiða fyrir samgöngum um allt land og sleppa því að kaupa alla þessa jeppa? Hlutablinda Svo förum við út á land, keyrum Vesturlandsveginn og tölum um alla ósnortnu náttúruna með nokkru stolti. í þessum málum virðast fslendingar vera haldnir svokallaðri hlutablindu. Hún lýsir sér þannig að við sjáum sjóinn, himininn, gróður- inn og lækina sem skoppa niður lyngi vaxnar brekkur en við sjáum ekki jámblendið, álverið og gula mistrið yfir þeim. Kcumski er þetta þó ekki blinda. Hugsanlega hafa margir íslendingar enn fegurðarskyn iðnbyltingarmanna sem þóttu verksmiðjur fallegar. Þannig hrífast erlendir ferðamenn sem keyra Reykjanesbrautina af hrikalegu og eyðilegu landslagi en íslendingamir benda stoltir á iðnaðarhverfi Hafnar- fjarðar sem hefur af einhverjum ástæðum verið sett niður í hraunið á móti álverinu þannig að það verður bara að horfa beint áfram ef maður vHl sleppa við fegurð iðnvæðingar- innar. Fórnarkostnaðurinn Ýmis verðmæti má skapa í verk- smiðjum en hlýtur fólk ekki að velta fyrir sér fómarkostnaðinum? Viljum við álver og verksmiðjur í hvem fjörð? Er það hugmynd okkar um fegurð og framfarir? Eða er það kannski einmitt hin ósnoitna náttúra sem við trúum greinilega enn að við eigum nóg af sem er til marks um fegurð og fram- sýna hugsun? Við ættum a.m.k. að fara að hugsa okkar gang, athuga hvemig okkur þykir loftið sem við drögum ofan í okkur á umferðargöt- unum og horfa á landslagið í kring- um okkur. Þá kannski getum við tek- ið upplýsta afstöðu og velt fyrir okkur öðrum úrræðum en suðvestanáttinni sem hingað til hefur séð um að feykja menguninni eitthvert annað og firrt okkur ábyrgð á eigin mengun. Hún dugir ekki lengur til. Sitjandi blaðakon- unnar og siðferðis- stig Dagblaðsins Fyrir leið mistök féll niður ein málsgrein úr bréfi sem í fyrradag var birt frá Pétri Péturssyni, fyrrverandi þul. Málsgreinin átti að fýlgja þeim kafla bréfsins þar sem Pétur hafði rætt nokkuð um „siðferðisstig" DV meðan Jónas Kristjánsson ritstýrði blaðinu. Hún var svo hljóðandi: Lesendur „Þá rifjast upp annað atvik er sýnir hæpinn siðferðisþroska Dag- blaðsins þá. Faðir konu minnar hvfl- ir í Suðurgötukirkjugarðinum. Hann var héraðslæknir í Borgarfirði, Jón Bjarnason frá Steinnesi. Bróðir hans, Hálfdan Bjamason konsúll í Genúa á Ítalíu, sendi legsteina úr ítölskum marmara á leiði bræðra sinna, Gísla og Jóns. Legsteinninn á leiði Jóns læknis var kapella, fagur- lega gerð, með málmhliði fyrir dyr- um. Hliðin vom fjarlægð af ungum framtaksmanni sem seldi grindurn- ar í bræðslu. Það var óþurftarverk. En verri var hlutur Dagblaðsins. Það sendi unga blaðakonu á vett- vang ásamt ljósmyndara. Stúlku- kindin raskaði graJfarró. Tróð sér með sitjandann inn í kapelluna á leiði læknisins. Flínaði framan í ljós- myndarann og kvaðst heppin í hús- næðisleysinu að hafa fundið húsa- skjól og athvarf er hún gæti unað við í húsnæðisleysi samtímans." Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Stöðva verður nauðganir og grimmdina Katrín Halldórsdóttir, Dísarborg- um 2 í Reykjavík, skrifar: Kynlífsmyndir eða klámmyndir, á að myndskoða með heilbrigðu sið- ferði. Það á að banna að sýna nauðg- anir í slflcum myndum. Það sést á andlitinu á konunum að þær eru mik- ið kvaldar, í klámmyndunum. Slflcar meiðingar verður að stöðva strax. Þegar þú lest mannkynssöguna, þá lestu um styrjaldir og grimmd stjórnvalda við samfélagsþegna. Sum hafa viljað draga sig úr grimmu samfélagi og gerst munkar og nunn- ur. Einnig eignuðust kaþólskir prest- ar ekki fjölskyldur. Meinið var að manneskjurnar voru ekki fróðar um hvernig fram- kvæma á samfarir á réttan, fullnægj- andi hátt. Þess vegna hafa konur verið h'tilsvirtar svo lengi eins og lesa má í mannkynssögunni, vegna þess að ekki er mögulegt að fjölga mann- kyninu nema að þær kveljist við samfarirnar og kveljist svo aftur þeg- ar barnið fæðist. Þetta telst ófull- komið hf og ömurlegt. Það sem vantaði upp á fræðsluna um kynh'fið, var að konan á að vera blaut í leginu áður en limurinn fer inn í legið. Vitað var um stinninguna hjá karlmanninum, en kynertingin hjá konum, um hvernig konan var tilbúin til samfara, var ókunn. Þess vegna meiddust konurnar, vegna þess að legið var þurrt, vegna van- þekkingar um að legið á að vera blautt vegna samfara. Til þess eru kossar og snertingar til að konan verði blaut í leginu. Þegar einstakhngar þekktu ekki réttu aðferðina í samförum, þá var lífið ófullnægandi og ömurlegt. Einstaklingar urðu kærulausir um tilfinningar annarra og grimmd- in var allsráðandi. Lífið var ófull- komið, konur kvöldust og þá geta öll hin kvalist hka, virtist vera. Konur voru taldar gahaðar vegna fáfræð- innar um kvenlega kynertingu. Þessi hræðilega fáfræði um kyn- lífið, hefur valdið miklum skaða í lífi einstaklinga, samkvæmt mannkyns- sögunni. Margar konur voru lítils- virtar og drepnar. Börn hafa einnig hlotið tilfinningaskaða.fdrengir og stúlkur), vegna fáfræðinnar um kven-kynertinguna. Þetta er sorglegasta tilefnið til að vera grimm við einstaklinga, sorg- legasta tilefni grimmdarinnar í mannkynssögunni, vegna fáfræð- innar. Vegna Guða-trúar sem kennir að kynlíf sé óhreint, þá hafa mann- eskjur ekki geta talað um kynlífið svo auðveldlega sín á milli, til að fræðast um hvernig framkvæma á kynlífið rétt. Það er eins og Guða-trú stjómi einkalífi fólks, í hegðun og samskiptum, einnig varðandi hjónabönd. Grimmdin er vegna sperrings eldri manneskja sem ekki fræddu börnin sín um kynlífið og ólu börnin upp í fáfræði um það. Þau virðast Muam og tva bréfntari telur fáfræði um kynertingu kvenna rótina að mörgu sam- félagsböli í gegnum mannkynssöguna. hafa ætlun um að stjórna lífinu hjá yngri fáfróðu manneskjunum og miklast af sjálfum sér. Öllum átti að líða illa nema þeim. Slflc grimmd átti aldrei að gerast, vegna þess að mennsku hfi á aldrei að sóa vegna sperrings. Það á að stefna sjónvarpsstöðv- um sem ennþá sýna nauðganir í klámmyndum. Bæta þarf fræðsluna um kynhfið og hafa það mjög aug- ljóst hvenær kona og maður eru til- búin til samfara. Með aukinni þekk- ingu, batnar tilfinningalífið og hegð- unin hjá manneskjum. Vegna þess að manneskjur geta nú lifað full- nægjandi og fullkomnu lífi. Lifið heil. • Um það er talað á Alþingi að Geir H. Haarde, vara- formaður Sjálfstæðis- fiokksins, hafi verið óvenjugeðvondur að undanförnu og stökkvi títt upp á nef sér. Þetta mátti sjá þegar Katrín Júhusdóttur, þing- maður Samíýlkingar, vakti athygli á því að eingöngu væru karlar í þingnefnd um stofn- anir. Geir Hilmar fór hamförum í ræðustól og taldi málefna- fátækt valda þessum umræðum... • Skýringar á óyndi Geirs eru ekki beinhnis uppi á borðinu. Úr sálar- djúpi Sjálfstæðisflokksins heyrist þó að ástæðan sé valdabarátta. Bjöm Bjamason dómsmálaráðherra er alls ekki talinn ógna stöðu Geirs en öðm máli gegnir með Þor- gerði Katrínu Gunn- arsdóttur mennta- málaráðherra. Hún er eftirlæti fjölmiðla og skýst með ógnarhraða upp á stjörnuhimin íslenskra stjórn- mála.,. • Á síðasta pisth Tímans.is sem er nýtt vefrit Framsóknar em fjórir pistlar á forsíðu. Tveir fjalla um össur Skarphéðins- son formann og árás- irhansá HalIdórÁs- grímsson sem össur lflcti við strút hver forðaðist að sjá kenn- aradeiluna. Þriðji molinn er um Jóhönnu Sigurðar- dóttur og „reiknings- snilld" hennar. Sá flórði er um vinsælt umræðuefni á veíjum þessa dagana en það er yfirlýsing varafor- manns Samfylkingar- innar í Silfri Egils um sjálfa sig þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði hiklaust: „...öflugir leiðtogar einsog ég“. Greinilegt er að Sam- fylking pirrar Framsókn... • Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra, eini maðurinn sem slopp- ið hefur af dauðalista Framsóknar- flokksins, þakkar það ekki síst öfl- ugu hðsinni Hrúta- vinafélagsins á Suð- urlandi sem lýsti óskoruðum stuðningi við hann þegar ráð- herrakrísan stóð sem hæst. Það var einmitt á fundi í Hrútavinafé- laginu sem Guðni lýsti því að góðar hægðir væm betri en miklar gáfur. Nú er framundan stórviðburður hjá félaginu sem haldinn verður á Draugabarnum á Stokkseyri 13. nóvember þar sem ÓlafurPáll Gunnarsson og Ólafur Helgi Kjart- ansson takast á um þekkingu sína á poppsögunni undir dómgæslu Lýðs Ámasonar, læknis og íjöllista- manns... • Meðal þeirra sem koma fram á Draugabarnum er landsins snjall- asti aðstoðarmaður, Illugi Gunn- arsson, sem mun leika á flygil. Einn af hápunktum kvöldsins verður þegar land- búnaðarráðherra af- hendir Bimilnga Bjamasyni, forseta fé- lagsins, uppstoppaðan risahrút að gjöf. Þetta er frægur hrútur sem var í eigu Kaupfélags Árnesinga en týndist í hmni Sambandsins. Nú hefur hrúturinn Gorbasjov fundist eftir mikla leit og Guðni afhendir hann velgjörðamönnum sínum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.