Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 32
■r J~* f* í t ÍJ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^wfnleyndar er gætt. r-1 r-1 r \ r-J SKAFTAHLÍÐ 24, !ÚS RBYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISSOSOOO • Flugfarþegar Iceland Express hafa ekki orðið varir við slakari þjónustu flugfreyja félagsins þó svo þær standi í viðræðum um kaup og kjör eft- ir fjöldaupp- sagnir á dögun- um. Þær leggja sig aliar fram, ekki síst vegna þess að hluta launa sinna taka þær inn með sölu á varningi um borð. Er talið að fimmtán pró- sent af launum flugfreyja komi frá sölu drykkja og varnings á flugi og gildir það einnig um flugfreyjur Icelandair... • Alls var 34 flugfreyjum sagt upp hjá Iceland Express og í við- ræðum er tekist á um vinnutíma sem er allt annar þar en hjá Icelandair. Flugfreyjufélagið semur hins vegar fyrir allar freyj- ur á sömu nótum án tillits til hvar þær starfa... Getur bæjarstjórinn ekki bara fengið sér pylsu? Tvífari líkmanns auglýsir SS- pylsup Allt tómar tilviljanir Nýjar auglýsingar fyrir SS-pylsur hafa vakið mikla athygli. Þeir Freyr Eyjólfsson og Steinn Ármann Magn- ússon leika meðlimi SS-sérsveitar- innar. Hafa margir velt því fýrir sér hvort þarna sé um skírskotun til SS- sveita Þriðja ríkisins að ræða. Því neitar Kristján Kristjánsson leikstjóri alfarið. „Nei, við erum bara að minna á pylsurnar. SS í auglýsingúnni er skammstöfun fyrir Sérsveitina. Það er engin tenging milli SS-sérsveitar okkar og sérsveitar nasista," segir Kristján sem á að baki langan feril í auglýsingagerð. í einu af atriðum Kristjáns verð- ur persóna Steins Ármans vör við eitthvað undarlegt í næsta húsi. Hann opnar skottið á bíl en þá kemur út úr húsinu maður sem er skuggalega líkur Grétari Sigurðar- syni, einum líkmannanna þriggja í Neskaupstaðarmálinu. Maðurinn lokar skottinu og ræðst svo á Stein Ármann. Kristján viðurkennir að hann hafi fengið nokkrar athugasemdir við þetta atriði. „Auglýsingin var samt tekin upp löngu áður en Neskaup- staðarmálið kom upp. Þetta eru allt saman tilviljanir," segir Kristján og hlær. „Okkur óraði ekki fyrir því í upphafi að fólk myndi tengja þetta saman. En svona er lífið.“ Kristján segir að hugsunin á bakvið hinar umdeildu auglýsingar sé að skapa ákveðna heildarmynd. Atriðin eru eins og bútar úr kvik- mynd sem myndi eina heild í lokin. Áhorfendur fái að kynnast persón- unum sem hafa komið mörgum til að hlæja með vangaveltum sínum um hvernig pylsa sé stafað. „SS-lógóið er auðvitað orðið hluti af þjóðarsálinni," segir Kristján. „Auglýsingarnar eiga að vekja at- hygli á merkinu og ef marka má við- brögðin þá hefur það tekist." Nýtt og spennandi nám hjá NTV Bæjarstjóri vill risatyppi Byggingamefnd Húsavíkurbæjar hefur þegar samþykkt að Sigurður Hjartarson fái að reisa hátt í þriggja metra háan lim ffaman við Reðursafn sitt næsta vor. Limurinn langi vegur hátt í 300 kíló og er höggvinn út og skreyttur af danska listamanninum k Bjarne P. Ejaas, sem vill með verki i sínu mótmæla notkun á stinn- | ingarlyfinu viagra. Áður en safnið fær form- lega leyfi til að reisa lim- inn þarf bæjar- stjómin að staðfesta samþykkt Reinhard Reynisson Engir meinbugir á reisn lindarlimsins. byggingamefndarinnar. Reinhard Reynisson bæjarstjóri segist ekki sjá neina meinbugi á því að typpið rísi framan við Reðurstofu fslands, sem flutti til Húsavíkur fyrr á árinu. „Mér h'st ekkert illa á þetta. Þetta er vonandi hið besta mál,“ segir Reinhard. „Það eykur breiddina í safhaflórunni á Húsavík. Mér finnst tilhlýðilegt að framan við safnið rísi reisulegt minnismerki," segir hann. Reinhard vill hins vegar ekki mótmæla viagra. „Við nýtum alls kyns náttúruauðlindir. Viagra er eitt þess sem við þurfum á að halda og ég sé ekki hvern það ætti að skaða," segir hann. Hann óttast ekki að minnismerkið særi blygðunarkennd Húsvíkinga. „Það kann að vera að einhverjir verði hugsi. Ég á ekki von á gagn- rýni,“ segir Reinhard. Klósettdeila í Hafnarfirði Upp er komin salernis- deila í fjölbýlishúsi í Hafnar- firði. Jón J. Ragnarsson, íbúi á Hringbraut 74, hefur ætlað að setja upp salerni í sam- eiginlegu þvottahúsi. Til þess þarf að taka pláss af þvottaaðstöðunni í þvotta- húsinu. Annar íbúi hússins, Guð- björg Júlíusdóttir, er þessu mótfallin og telur óheimilt að koma upp klósettinu í trássi við hennar vilja. Skipulags- nefnd Hafnarfjarðar tekur undir með Guðbjörgu. Þess utan hafi ekki verið sótt um leyfi fyrir salerninu hjá byggingafull- trúa og það því með öllu óheimilt. KERFISSTJORINN Kerfísstjórar eru lykilmenn í öllum fyrirtækjum sem hafa tölvukerfí! Námið er tvískipt og undirbýr nemendur fyrir tvö alþjóðleg próf: ■ A+ prófið frá Comptia * MCP (Microsoft Certified Professional) Fyrri hluti - Tölvuviðgerðir (hægt að taka sérstaklega) Nemendur læra að uppfæra, bilanagreina og gera við tölvubúnað. Kennslan fer fram í nýrri, fullkominni tölvuviðgerðarstofu NTV. Seinni hluti - MCP - XP netumsjón (hægt að taka sérstaklega) Nemendur öðlast færni og kunnáttu til að setja upp og hafa umsjón með tölvum sem keyra á Windows XP stýrikerfinu, öðlast víðtækan skilning á netkerfum og verða færir í að leysa vandamál sem að þeim snúa. Kvöld og helgarnámskeið byrjar 8. nóv. Kennt er mánudaga og miðvikudaga frá 18-22 og annan hvern laugardag frá 13-17. ntv Hlíðasmára 9 - Kópavogi UPPL YSINGAR OG SKRANING I SIMA 544 4500 OG A NTV.IS REKSTUR 2004 21.-22. ORTÓBER í FÍFUnm í RÓPHUOGI KAUPSTEFNA FYRIR ST30RNENDURISLENSKRA FYRIRTÆK3A Yfir 60 sýnendur wudaprki. 10.00 ■ 24 örnámskeið og kynningar 6 uiðtöl uið ðhrifafólk í íslensku uiðskiptalífi Fimmtudagur kl. 10.00 - 18.00 • Föstudagur kl. 10.00 - 18.00 • Skráning á umiuu.rekstur2004.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.