Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Hnífamaður sektaður Tæplega fimmtugur maður hefur verið dæmdur til að greiða 15 þúsund krónur fyrir að sveifla hnífi og ota að tveimur bræðrum í Mosfellsbæ. Maðurinn sagðist muna ólóst eftir at- burðinum þar sem hann hefði verið á tveggja eða þirggja daga fylleríi. Bræð- umir urðu á vegi mannsins þegar hann var að koma af krá í bænum að næturiagi. Maðurinn hefur brotið um- ferðar- og fíknefnalöggjöf- ina og gerst sekur um auðgunarbrot og fengið fjölmarga dóma frá 1977. Hann hefur þó ekki áður gerst sekur um ofbeldis- brot. Lögregla yfir- heyrði dóp- listamann Lögreglan yfirheyrði í gær Björn Sigurðsson í Krummahólum í Breiðholti vegna nafnaUsta yfir dóp- sala sem hann birti á vef sínum dopsalar.tk. Nöfn tveggja lögreglumanna eru á vefiium og hefirr annar þeirra kært Bjöm. „Lögregl- an reiknaði með því að báðir myndu kæra. Ég er kærður fyrir að segja að þeir séu dópsalar, en ég hef alla tíð haldið því fr am að þeir lækju upplýsingum, en seldu ekki dóp," segir Björn, sem telur sig ekki hafa brotið lögin. „Ég get ekki séð að ég hafi brotið nein lög, þó að lögfræðing- ur Persónuverndar segi að þetta sé íslenskt brot þá er vefsíðan erlend." Veðurmælir fauk út í sjó Einn af veðurmælum Vegagerðarinnar á Kjalar- nesi fauk á haf út í einni af verstu vindhviðunum sem urðu í óveðrinu á þessum slóðum í gær. Um er að ræða einfaldan mæli sem sýnir vindstyrk, vindátt og hitastig. Vega- gerðin hefur sett þessa mæla upp víða um land og hægt er að nálgast mæling- arnar úr þeim á netinu. Nýr mælir var settur upp á Kjal- arnesi síðdegis í gær. Ný, skínandi og skær umferöarljós hafa vakið undrun bílstjóra í Reykjavík. Verið er að skipta út gömlum glóperum í umferðarvitunum út fyrir aðrar og nýrri sem heita díóður. Gatnamótin verða sem ný. „Þetta á eftir að koma sér vel þegar sdl verður lágt á lofti. Þá sjást þau vel og fara ekki framhjá neinum," segir Dagbjartur Sigur- brandsson, umsjónarmaður umferðarljósa hjá Reykjavíkurborg. Dagbjartur hefur að undan- förnu stjórnað framkvæmdum við umferðarljós höfuðborgarinn- ar þar sem skipt hefur verið um hausa á umferðarljósunum og nýjar og skærari perur leyst þær gömlu af hólmi. Ofbirta „Þetta er nýjasta tækni á þessu sviði og er að ryðja sér til rúms víða um heim. Við ætlum að vera með þetta alls staðar," segir Dagbjartur en nýju ljósin hafa vakið mikla athygli, svo mjög að sumir hafa fengið ofbirtu í augun. „Enginn hefur kvartað beinlínis en þetta er mikið í umræðunni á meðal bflstjóra. Við tökum eftir því.“ Glóperur út í gömlu umferðarljósunum eru glóperur sem eyða miklu raf- magni en Dagbjartur telur að raf- magnið í ljósin hafi til þessa kost- að tæpar tíu milljónir króna á ári. í nýju, skæru ljósunum er hins vegar beitt annarri tækni sem verður til þess að ljósin nota ekki nema 12 vött á móti hundrað í þeim gömlu: „Það sjá allir sparn- aðinn sem fylgir því að skipta úr hundrað vatta peru yfir í tólf," segir Dagbjartur. í gegnum skítinn Nýju perurnar í umferðarljós- unum heita díóður og þótt þær séu skærar til að byrja með gerir Dagbjartur ráð fyrir að þrær dofni eins og aðrar með tímanum. Ekki síst þegar skítur fer að hlaðast á umferðarljósin en það hefur stundum orðið til þess að gömlu í nýju, skæru Ijósun- um er hins vegar beitt annarri tækni sem verður til þess að Ijós- in nota ekki nema 12 vött á móti hundrað í þeim gömlu: „Það sjá allir sparnaðinn sem fylgir því að skipta úr hundrað vatta peru yfirítólf/'segir Dagbjartur. perumar hreinlega lýsa vart í gegnum rykið. Ljóst er að díóð- urnar munu alltaf ná í gegn. „Af þessu er ekki aðeins sparn- aður heldur einnig aukið öryggi því ljósin sjást miklu betur," segir Dagbjartur. 110 gatnamót Þegar hefur nýju ljósunum ver- ið komið fyrir á sex gatnamótum í Reykjavík en alls eru gatnamótin í höfuðborginni um 110 talsins. Vinna við uppsetningu nýju ljós- anna heldur áfram af fullum krafti því þar sem þau eru komin hefur reynslan verið góð og halda menn því ótrauðir áfram. Skínandi ljós díóðanna eiga því í framtíðinni eftir að lýsa upp höfuðborgina með sínum sérstæða hætti og verða hluti af nýrri og skírari ásýnd allra gatnamóta. Dagbjartur Sigurbrandsson við nýjan umferðarvita Á eftir að koma sér vel þegar sól lækkar á lofti og blindar ökumenn. Kynæsandi barnatímar Svarthöfða hlýnaði um hjartaræt- ur og töluvert niður fyrir mitti þegar hann frétti að bandarískar húsmæð- ur væm orðnar hrifnar af íþróttaálf- inum í Latabæ. Á vefsíðum væm þær komnar á trúnaðarstigið þar sem Magnús Scheving léki aðalhlutverkið í kynórum þeirra eftir uppvaskið. Alveg eins og í gamla daga þegar Ríkissjónvarpið var og hét og reis undir nafni. Alla vega á meðan Bryn- dís Schram stjómaði Stundinni okk- ar. Þá vom að vísu engir spjallvefir á netinu þar sem hægt var að ræða kynþokka Bryndísar á skjánum en það breytti því ekki að Svarthöfði og vinir hans misstu aldrei úr þátt. Söfn- uðust jafnvel saman laust fyrir klukk- an sex á sunnudögum til að horfa á Bryndísi tala við börnin. Það vom bobbingamir sem trekktu. Bryndís dillaði sér í settinu og Svarthöfði og félagar hans með. Bömin skildu hvorki upp né niður í þessu en það skipti engu. Ekki þá frekar en í Bandaríkjunum í dag. Líklegt má telja að vinsældir Lata- bæjar í bandarísku sjónvarpi megi rekja til áhuga mæðra á þættinum. Þær fjölmenna fýrir framan skjáinn Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara fínt,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri sem er ný- kominn til landsins eftir kvikmyndahátíð í Suður-Kóreu.„Ég er búinn að jafna mig eftir árásina um daginn. Það er náttúrlega brot þarna en það er að ganga saman og sálin líka. Ég veit ekki alveg hvernig kærumálin standa þar sem ég var bara að lenda á landinu." til að horf á bamatímann með krökk- unum en em í raun að fýlgjast með Magnúsi íþróttaálfi í mðþröngu sportbuxunum sínum. Þar spriklar hann og dillar líkt og Bryndís forðum og fer jafnvel í splitt þannig að bandarísku húsmæðumar renna til í stólunum heima. Og vinsældimar láta ekki á sér standa. Ef Svarthöfði man rétt þá vom ís- lenskar húsmæður farnar að kvarta yfir Stundinni okkar þegar sól Bryn- dísar Schram reis þar sem hæst. Að lokum var hún látin hætta og friður ríkti á ný á íslenskum barnaheimil- um. Nú er að bíða eftir að banda- rískir karlmenn rísi upp og krefjist þess að íþróttaálfurinn hætti að heilla eiginkonur þeirra í nafni barnauppeldis. Þetta sýnir okkur og sannar að sagan endurtekur sig þó með öfugum formerkjum sé nú eins og svo oft áður... Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.