Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Sport DV Anelka hættur Claude Anelka, sem keypti sig inn í Raith Rovers í skosku deild- inni, hefur sagt starfi sínu lausu sem aðal- þjálfari liðs- ins. Liðinu hefur gengið hræðilega og aðeins feng- ið eitt stig úr fyrstu tíu leikjum skosku deild- Stuðnings- menn Rovers , hafa kvartað sáranyfir An- elka og því var ekki um L-. annaðað ræðaenað V \ kallinn segði af sér. Þess má geta að Claude er bróðir Nicolas Anelka hjá Manchester City. Tennis er erfitt Nokkrir af fremstu tennisleik- urum heims kvarta sáran yfir stlfri dagskrá á stórmótum og eru margir í þann mund að gefast upp á álaginu sem fylgir íþrótt- inni nú til dags. Lindsay Daven- port, sem er í efsta sæti heimslist- ans, fullyrti að margir hefúr dreg- ið til baka þátttöku sína á mótum vegna þreytu. „Ég held að tennis sé að bera líkama minn ofúrliði," sagði Davenport. Dæmdur í fangelsi Maður, sem braust inn á heimili knattspymumannsins Veron og fjölskyldu hans, hefúr verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Maðurinn, sem heitir Wayne Harley, var vopnaður sveðju þeg- ar innbrotið átti sér stað og hótaði Veron, konu hans og tveimur börnum með sveðjunni áður en hann hélt á brott með um 70 þús- und pund í farteskinu. Harley hefði að öllum líkindum komist upp með innbrotið hefði hann ekki klessukeyTt bíl sinn að ráninu loknu. Hagaðu þér eins og maður Graeme Souness, knattspymu- stjóri Newcastle, lét framherjann C.raig Bellamy fá það óþvegið í viðtaii nýlega. Bellamyhrópaði fúlytði að Souness þegar hann var tekinn út af í leik gegn Charlton. „Við ættum í raun að ræða svona atvik. Ég hef verið kallaður miklu verri nöfiium en Bellamy kallaði mig,“ sagði Sou- ness. Souness sagði að Bellamy þyrfti að taka sig saman í andlit- inu og hætta að haga sér eins ./ Það varð snemma ljdst að Ronaldinho - eða litli Ronaldo eins og hann var oft kallaður - yrði stórstjarna í knattspyrnu- heiminum. Mjög snemma komu einstakir knattspyrnu- hæfileikar hans í ljós og hann varð dýrasti táningsknatt- spyrnumaður heims þegar Paris Saint Germain, PSG, keypti hann frá Brasilíu. í dag er Ronaldinho orðinn fastamaður í brasilíska landsliðinu og var ein helsta stjarna liðsins er þeir unnu HM árið 2002. Flestum er eflaust í fersku minni markið stór- kostlega sem hann skoraði gegn Englendingum. Því miður fyrir David Seaman, markvörð Englend- inga, verður hans eflaust minnst fyrir að verja ekki þetta glæsilega skot Brassans snjalla. Ronaldinho lék gríðarlega vel á HM f Asíu en féll örlítið í skuggann á hinum R-unum, Ronaldo og Rivaldo, sem voru bestu menn mótsins. Ronaldinho yfirgaf herbúðir PSG þarsíðasta sumar og gekk í raðir Barcelona en flest stærstu félög Evrópu gerðu sitt besta til þess að kaupa manninn sem er með Soul glo-greiðslu lfkt og sást í myndinni Coming to America með Eddie Murphy. Ekki lítillátur maður Það verður seint sagt um Ronaldinho að hann hafi verið h'tillátur maður á sínum yngri árum. Hann var ákaflega óstýrlátur, leit stórt á sig og hagaði sér nákvæmlega eins og honum sýndist. Það skapaði ýmis vandræði hjá PSG. Hann lagði sig ekki mikið fram gegn slakari liðum og átti oftar en ekki lélegan leik gegn liðum í neðri hluta frönsku deildarinnar. Þegar kom að stórleikjunum steig hann aftur á móti á bensínið og fór á kostum. Honum leiddist heldur ekki ljúfa hfið. Hann er ókvæntur maður og djammaði feitt um hverja helgi og endaði ófá kvöldin á strípibúllum. Ég eða þjálfarinn Deilur hans og Luis Femandez, þjáhara PSG, em frægar. Ronaldinho kvartaði undan þjálf- aranum sem réð ekkert við undra- bamið. Skal svo sem engan undra þar sem eigandi félagsins tók ávallt málstað Ronaldinhos fram yfir Femandez. Ronaldinho gekk meira að segja svo langt einu sinni að hóta að hætta hjá félaginu ef Femandez yrði ekki rekinn. Kvöld eitt fyrir Ieik gegn Lens laumaði Ronaldinho huggulegri gellu með þrýstin barm inn á hótelherbergi sitt. Fernandez komst að því og henti Brassanum því á bekkinn. Það vildi stjórn félagsins ekki hafa og þeir skipuðu Fernandez að setja Ronaldinho í liðið sem hann og gerði. Eftir leikinn kom síðan forseti félagsins inn í klefa og hrósaði Brassanum fýrir frammistöðu sína. „Grillið" ónýtt? önnur skemmtileg uppákoma átti sér stað síðasta vetur er Ronaldinho kom fimm dögum of seint heim eftir landsleik. Afsökunin sem hann gaf var að hann hafi verið að láta laga í sér tennurnar sem er reyndar ekki slök afsökun enda „grillið" í honum af dýrari gerðinni. PSG sektaði hann um einhverja smáupphæð og Fernandez setti hann á bekkinn og fékk að gera það f friði að þessu sinni. Á blaðamannafundi eftir leikinn játaði forseti félagsins, Laurent Perpere, að ef hann ætti að velja á milli leikmanns og þjálfara þá myndi hann velja leikmanninn. Þessi umdeildi forseti var síðan rekinn eftir tíma- bilið enda þótti hegðun hans með hreinum ólík- indum. Það verður ekki tekið af Ronaldinho að hann er mikill viðskiptamaður og kann svo sannarlega að haga seglum eftir vindi. Sumarið sem hann var seldur byrjaði hann á því að segja að stærsti draumur lífs hans væri að spila með Real Madrid. Með því sendi hann skýr skilaboð til Madridarmanna. Tíð nærbuxnaskipti Aðeins viku eftir þessa yfirlýsingu leit allt út fyrir að Man. Utd myndi kaupa hann. Þá kom annað hljóð í strokkinn. „United er það sem ég vil og ef ég hefði mátt ráða hefði ég spilað með liðinu í gær,“ sagði Ronaldinho. Eins og frægt er orðið „klúðraði" Peter Kenyon, þáverandi stjórnar- formaður, kaupunum, Barcelona stökk á bráðina og gleypti hana. Við þau tímamót sagði Ronaldinho: „Ég er í skýjunum yfir því að vera kominn hingað. Mig hefiir dreymt um að spila fýrir Barcelona frá því ég var lítill strákur." Þessi yfirlýsing kom væntanlega beint frá hjartanu. Ronaldinho hefur verið hvers peseta virði og vel það því hann er búinn að umturna þessu Barcelona- liði og gera það að því besta í Evrópu í dag. henry@dv.is RONALDINHO Fullt nafn: Ronaldinho de Assis Moreira. Fæddur: 21. mars 1980 í Porto Alegre Flæð: 181 cm. Þyngd: 78 kg. Fyrri félög: Gremio de Porto Alegre og Paris Saint Germain (PSG).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.