Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Hús hækka íverði Fasteignaverð virðist vera að hækka á ísafirði eftir 10 ára kyrrstöðu og jafnvel verðfall. Fréttavefurinn bb.is greinir frá þessu og vitnar í Tryggva Guðmunds- son fasteignasala á ísafirði sem segir verð stærri eigna hafa að undanförnu hækkað um 10-12 prósent. „Þetta byrjaði fyrri part sumars og sala á þessum stærri eignum, eins og ein- býlis- og raðhúsum, hefur aukist nokkuð," segir hann. Limósína án skilrúms Eigandi Glæsivagna í Reykjavík var í gær sýkn- aður í héraðsdómi af ákærum um að hafa veitt eðalvagnaþjónustu án þess að hafa tilskilin leyfi. Lögreglan kom að manninum þar sem hann var að störfum á einum bfla sinna fyrir utan Hótel Sögu. Hélt lögregia því fram að maðurinn hefði ekki fengið leyfi til að reka umræddan bfl sem eðal- vagn þar sem skilrúm skorú milli farþega og ökumanns. Ósannað þótú að maðurinn hefði verið upplýstur um að leyfi fyrir þennan tiltekna bfl hefði verið hafiiað. Lögleiðing Birkir Jónsson alþingismaður „Ég er andvígur lögleiðingu fíkniefna og tel ekki að það leysi vandann að selja þau undir eftirliti. Ég bendi áaðþau lönd sem hafa farið út I að lög- leiða kannabisefni hafa gefið mjög misvísandi skilaboð um ágæti þess. Við eigum efla ör- yggi borgaranna og efla gæsl- una. Við Islendingar höfum það fram yfir margar aðrar þjóðir að lega okkar, landa- fræðilega, er með þeim hætti að auðveldara er hamla inn- flutningi." Hann segir / Hún segir „Mér finnst að það eigi að lög- leiða gras en banna hvítu efnin sem drepa unga Islendinga í hrönnum. Ég get fallist áþau rök að neðanjarðarhagkerfið, sem þrífst góðu lífi á meðan eitthvað er bannað, er ekki gott en tel ekki lausnina að leyfa annað en grasið. Ég á líka erfitt með að gútera það að allt skuli þetta vera sett undir sama hatt því I gegnum aldirhefur kannabis eða gras verið reykt án þess að skaða nokkurn meira en hvað annað." Rússneska rétttrúnaðarkirkjan vill lóð við Skúlagötu. Sagt er að Ólafur Ragnar Grímsson hafi í heimsókn i Rússlandi lofað að styðja kirkjubyggingu safnaðarins eftir megni. Æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Aleksíj II patrí- arki, hafi við sama tækifæri heitið því að stunda ekki trúboð á íslandi. Múslimar vilja byggja í Öskjuhlíðinni. Rússar op múslimar vilia kirkjur í Reykjavík „Enn höfum við ekki fengið nein viðbrögð við því né frekari upp- lýsingar um hvað komi til greina um úthlutun lóðar til að byggja rétttrúnaðarkirkju," segir Ksenia Ólafsson, formaður Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á íslandi, í bréfi til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Rússneska trúfélagið óskaði eftir því fyrir meira en tveimur árum að skipulagsyfirvöld í Reykjavík útveg- uðu lóð undi rétttrúnaðakirkju. Töldu félagsmenn Mýrargötusvæðið helst vera heppilegt. í bréfi til skipulagsnefndar skrifaði formaðurinn Ksenia að á íslandi væru þá búsettir um 400 innflytjend- ur frá Rússlandi; flest ungt og kraft- mikið fólk. í hópnum væru íþrótta- menn, kennarar og faglært fólk af ýmsu tagi. Söfnuðurinn hefði starfað frá því í október 2001. „Okkur er mikilvægt að varðveita andleg og menningarleg tengsl við föðurland okkar jafiiframt því að við viljum vera hluti af íslensku samfé- lagi,“ sagðiKsenia. Auk þess sem Ksenia sendi inn umsókn fyrir rétttrúnaðarkirkjuna lagði rússneski sendiherrann lóð á vogarskálarnar með bréfi til skipu- lagsyfirvalda í júm' 2002. Og málið hafði áður verið rætt á enn æðri stöð- um. Aleksíj II Patríarkinn Aleksíj II sem hitti ÓlafRagnar Grlmsson í Rússtandi kyssir Walter Kasper kardínála frá Páfagarði sem kominn var til Moskvu i viðleitni páfa til aö lappa upp á sambandið við rússnesku rétt- trúnaðarkirkjuna eftir 1000 ára ágreining. Forsetinn hittir æðsta prest- inn Forseú íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótú Rússland í aprfl 2002. Þar hitú forsetinn, meðal ann- arra, æðsta yfirmann rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar, Aleksíj II patrí- arka: „Aðalumræðuefhi þeirra var bygging rússneskrar rétttrúnaðar- kirkju í Reykjavík," lýsir Ksenia fundi Ólafs og patríarkans. „Patríarkinn lagði áherslu á að prestar rétttrúnað- arkirkjunnar á íslandi myndu ekki stunda trúboð á íslandi en hins vegar gæú rétttrúnaðarkirkjan stuðlað að auknum kynnum íslendinga af sögu og menningu Rússlands og af siðum Austurkirjunnar. Ólafur lýsti því yfir að hann myndi styðja kirkjubygging- una eftir megni." í hefðbundnum rússneskum stíl Fulltrúar rússneska trúfélagsins gengu á fund Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í febrúar 2003. Borgar- stjórinn óskaði samdægurs efúr því við skipulags- og byggingarsvið að lagðar yrðu fram þrjár tiliögur um lóð fyrir rússnesku kirkjuna. Þær lágu síðan fyrir áður en sumarið gekk í garð. Langbest leist Rússunum á lóð við Skúlagötu 11. Kemur þetta fram í bréfi félagsins til Salvarar Jónsdóttur skipulagsstjóra í maí 2003: „Við erun sannfærð um að kirkja af hóflegri stærð í hefðbundnum stfl rússneskra rétttrúnaðarkirkna myndi sóma sér vel í forgrunni nýrra húsa á þessu svæði og vera fegurðarauki á Skúlagötusvæðinu og yfirleitt fyrir borgina," segir í erindi Kseniu Ólafs- son til skipulagsstjóra. Rétttrúnaður við Skúlagötu Rússar telja það verða mikinn fegurðurauka fyrir Reykjavík að reisa kirkju að sínum hætti á þessum stað. Innfelld á myndina er dóm- kirkjan á Rauða torginu i Moskvu. Múslimar vilja í Öskjuhlíð Síðan gerðist ekkert í málinu fyrr en trúfélagið rússneska sendi ítrek- unarbréf sitt til borgarstjóra sem vitnað er til hér í upphafi. Afrit bréfs- ins var einnig sent yfirmönnum skipulagsmála. Þrátt fyrir að bréfið hafi verið sent í janúar á þessu ári var það ekki tekið fyrir á fundi skipulags- fúlltrúa fyrr en síðasúiðinn föstudag. Var ákveðið á fundinum að kynna málið fyrir formanni skipulags- og byggingarnefndar, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Þess má geta að á fundin- um á föstu- dag voru einnig lagðar >' frarn um- sóknir tveggja annarra trú- félaga um lóðir tmdir kirkju- bygging- Alexander A. Rannikh Sendi- herra Rússlands á íslandi hefur tek- ið virkan þáttibeiðnum Trúfélags rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar umaðfá að byggja i Reykjavík. ar. Nýja Postulakirkjan sem á rætur að rekja til Kanada óskar eftir lóð j' miðborginni eða nálægt henni. „Þá benú einhver á að á eyju á íslandi var ekkert ljós. Það var Island,“ segir í umsókn safnaðarins um aðdraganda að starfinu á íslandi. Þá vHl Félags múslima á Islandi byggja í Öskju- hlíð eða sem næst mið- bænum. gar@dv.is Olafur Ragnar Grimsson Forseti fs- lands hitti æðsta yfirmann rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar þegar hann heimsótti Rússland og hét stuðningi við kirkjubyggingu safnaðarins á íslandi Lögregla rannsakar hvort vinnuveitandi ráði ólöglega útlendinga í vinnu Lithái þóttist túristi en ætlaði að vinna Sýslumannsembættið á Akranesi rannsakar hvort atvinnurekandi þar í bæ hafi haft ólöglega úúendinga í vinnu. Tilefni rannsóknarinnar er að lögreglan á Keflavikurflugvelli stöðvaði Litháa sem var á leið til landsins sem ferðamaður frá Lit- háen gegnum Kaupmannahöfn, en grunaði að hann æúaði að vinna hér. Við athugun kom í ljós að Lithá- inn hafði verið í vinnu á íslandi án leyfa. Landamæralögreglan synjaði manninum um landvist og sendi hann til baka. Sýslumaðurinn á Akranesi, Ólaf- ur Þór Hauksson staðfestir að verið sé að rannsaka þetta mál. „Málið snýr að atvinnuréttindum úúend- inga, við rannsökum hvort úúend- ingur hafi starfað hér án þess að hafa atvinnuréttindi sem gefið er út af ÚÚendingastofnun eins og hafa," segir hann. „Þessi atvinnurekandi sem er til rannsóknar, hefur haft nokkurn fjölda úúend- inga í vinnu. Við höfum kannað hvort þeir hafi verið leyfislausir en höfum ekki fundið neitt athuga- vert fyrir utan þetta," segir hann. „Það eru skýrar reglur um hvaða réttindi út- lendingar þurfa að hafa til að geta unnið hér á landi. Mönn ber að um ber að hafa skírteini frá Úúend- ingastofnun sem er límt inn í vega- bréfið. Starfsmaður sem er á leið í vinnu á að koma á þeirri forsendu að hann sé að vinna, ekki sem ferðamaður. Það er síðan atvinnu- rekandans að sækja um atvinnu- leyfi fyrir mennina og tryggja að þeir fylgi settum reglum," segir hann. „Það er búið að taka skýrslur en við höldum áfrain að safna upplýs- ingum og halda uppi eftirgrennslan og þurf- um síðan að ákveða hvort tilefni er til að höfða mál Ólafur Þór Hauksson sýslu- maður á Akranesi Rannsakar hvort atvinnurekandi þarhafiætl- að að flytja inn ólöglegt vinnuafl. eða ekki,“ segir sýslu- maður. Leifsstöð Lithái sem þóttist vera túristi ætlaði að vinna á Akranesi. Landamæralögregl- an sneri honum við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.