Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Blaðsíða 25
DV Menning MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 25 Skjávörn fyrir almenning: Nýtt ísraelskt verk í flutningi íslenska dansflokksins verður frumsýnt á föstudagskvöld. í tonlist, hreylingu, myndum ng Ijnsum Rennsli er sagt byrja um tólf. Fremst á sviðinu liggja, í snyrtilegri röð, sjö skjávarpar. Leikmyndin virð- ist gerð úr misstórum flekum sem þjóna hlutverki myndtjalda. Það er lágstemmd spenna i loftinu. Nadía Banine er að leita sér að stöðu í myrkrinu. Það leggst yfir hana kraðak af tölustöfum. Úti í sal sitja leikstjóri og leikmyndahönnuður og tuldra fyr- ir munni sér á hebresku. Æfipgin er að byrja. Yfirskrift verksins er sótt í biblíu- texta, Predikarann: Allt hefur sinn tíma. Það er tími fýrir stríð og tími til að ffiðmælast. Myndflöktið á margbromum flöt- um sviðsins. Það leynir sér ekki að Rami Be’er kemur frá þeim hluta heimsins þar sem friðurinn er lang- þráður, hatrið óslökkvandi og bjarg- ráð fá sýnileg. Rami er borinn og bamfæddur í ísrael. Verkið er ffá upphafi til enda komment á stríðs- ástand. Byrjum upp á nýtt Rennslið höktir, stundum verð- ur að stoppa og byrja upp á nýtt. Nadia er í vandræðum með papp- írsrullu, leikmunir leggjast rangt í ljósalögnina, það er allt leiðrétt um leið. En það er kraftur í hópnum, engin lygi sem stendur í fréttatil- kynningum að sýningin er mikið sjónarspil, nútímaleg og áköf í er- indi sínu en andstætt mörgum nýrri dansverkum er hún auðskilj- anleg og áhrifamikil. í danslok er áhorfandinn orðinn meyr og bljúgur. Þá er stoppað og farið í gegnum stutt lokaatriði. Höfundurinn er greinilega kunnugur áhorfendum, veit hvern- ig skal ljúka sögunni. Öll sýningin er á venjulegum snúning fjórum dögum fýrir frumsýningu: það er allt að koma saman og framundan slípivinna sem mun skila áhorf- endum fullkláruðu verki á föstu- dag. Trukk eftir sumarið Ég hitú eftir rennslið tvo dansara, Katrínu Ingvadóttur og Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur, sem koma fram í sýn- ingunni ásamt úu öðrum. Ég spyr þær fýrst hvort þetta vinnuferli hafi verið ólíkt því sem þær eru vanar: „Við æfðum þetta í nær tvo mánuði en skiptum æfingatímabilinu í tvennt, íýrst í haust vorum við þung á okkur efúr fríið. Það var talvert um meiðsl. Við æúuðum að taka þetta með trukki. Svo tókum við okkur hlé frá þessu verki og fórum til Slóveníu þar sem við vorum að æfa annað verk sem at verður síðar í vetur efúr Ernu sýnt OmE ekki rithöfundinn Paolo Coelho tekur á móti íslensku fjöl- miölafólki I einfaldri röð en segir það hreint ekki þreytandi. Hann geri þetta hvort eð er ekid á hverjum degi og vilji gjarnan að lesendursínirkynnist mannin- um á bak við bækurnar. Hann ólst upp í millistéttarfjölskyldu I Rio de Janeiro og vildi faðir hans að hann yrði verkfræðing- ur. Coelho sagðist ætla að vera rithöfundur og varsendur milli geðspítala I þrjú ár. Síð- an fór hann á flakk um heiminn og lagðist um leið í dóp, kynllfog rokk, lifði hippalífi í Norður-Ameríku og Evrópu. Skrifaði texta fyrir rokksveitir heima í Brazilíu og sat í fangelsi þar fyrir vikið. Núer hann met- söluhöfunduráheimsvlsu og hingað kom- inn til að fylgja eftir úkomu íslenskrar þýö- ingar á bók sinni Ellefu minútur. Stutt stopp „Ég byrjaði á að fara i göngutúr I mið- bænum I morgun," segir Coehlo brosandi. „Eina leiðin til að upplifa land eða borg er að ganga um meðal fólksins en ég flaug eiginlega um höfnina I morgun i rokinu og ég verð að segja að þaö var töluverð reynsla. Hér verð ég bara næstu tvo daga og fæ því ekki tækifæri til að sjá mikið af landinu. En fólkinu sem býr á þessu goð- sagnakennda landi vil ég endilega reyna að kynnast meðan ég erhér." Hippagúrú Brasiliu? Paolo Coelho gerir ekki mikið úr að vera stundum kallaður Timothy Leary eða hippagúru Brasilíu.„Ég var vissulega á bólakafi ídópi, kynlífí og rokki eins og hann," viðurkennir Coelho skellihlæjandi. „Og þótt hann sé orðin nánast goðsögn tel ég hann hafa staðnað. Ég reyndi hins vegar að komast áfram. Hippatimabilið tilheyrir fortlðinni en er vissulega hluti af þeim manni sem ég er í dag. Ég sé ekki eftir neinu, þá sem ég særði og meiddi hefég beðið afsökunar, hitt er bara eins ogþaðer." Að verða aldrei ástfanginn Bók Coehlo Alkemistinn hefur notið mikilla vinsælda á Islandi og fjallar um mikilvægi þess að eiga sér draum, lifa hann og láta rætast.„Og efvið höldum áfram að draga efni bókarsaman i eina setningu fjalla þá Ellefu minútur um kyn- hneigð mannsins og nauðsyn þess að hver maður taki sinni kynhneigð eins og hún er en miði hana ekki við kvikmyndir, bækur og blöð. Ég er orðinn 57 ára og mér þótti tími til kominn að hugleiða mlna kynhneigð, svona I Ijósi fortíðarinn- ar. Þetta er jú ein af frumhvötum mann- skepnunnar og við lærum að elskast með þvíað elskast, ekki afbókum.Að sjálf- sögðu eru Ellefu mlnútur þó flóknari samsetning en það. Er til dæmis hægt að lifa lífinu án þess að verða ástfanginn? Er hægt að taka þá ákvörðun að verða aldrei ástfanginn? Ég tel að til sé fólk sem gerir það, en velti fyrir mér hvort það sé llf." Ábyrgð mannsins Þegarinnrás Bandaríkjamanna og Breta i Irak var I undirbúningi skrifaði Coehlo Bandaríkjaforseta opið bréf. „Hálfur milljaður manna las það bréf," segir Coehlo.„Rithöfundi er ekkert skylt að taka afstöðu til allra hluta, skipta sér afstjórnmálum og samfélagi. En efhon- um þykir hann verða að taka afstöðu, og er tilbúinn að taka afleiðingunum, þá gerir hann það. Maðurinn ber nefnilega félagslega ábyrgð á umhverfí sínu. Ekki er nóg að kenna kerfínu og ríkinu um allt, menn verða að taka þátt ísamfélag- inu og axla ábyrgð sína.“Coelho fæst við þrár og þarfír mannsins í verkum sínum og viðurkennir að eiga í nokkrum erfið- leikum með heimsfrægðina, að menn beri hann alls staðar á höndum sér.„En þó svo sé hætti ég þvi ekki, ég get ekki látið velgengnina eyðileggja í mérrithöf- undinn," segir brasiliski rithöfundirnn Paulo Coehlo. Verkefni vetrarins Dansflokkurinn er utan æfinga á nýju sýningunni á fullu í Chicago. Þegar frumsýningunni verður lokið byrja þau að æfa upp þrjú eldri verk fýrir fjölskyldusýningu, síðan er nýtt verk efúr Helenu Jóns. Verkaskráin í vetur er óvenju þétt og því mikið álag á alla meðlimi flokksins. Ég spyr þær stöllur um launin. Katrín svarar að þau séu ekki í þessari vinnu fýrir laun. „Launin eru krapp," segir hún, „miðað við álagið og menntunina sem er að baki full- numa dansara og þessum stutta starfsúma sem við höfum, þá eru þessi laun ekkert til að tala um.“ Hjördís Lilja horfir á stöllu sfna stórum augum. Hún er nýbyrjuð og enn er í augum hennar ljómi yfir að vera komin í starf sem hún hefur þjálfað sig fyrir ffá bamsaldri. Hún er á sínu öðru ári, í fýrra var hún á nem- endasamningi en er nú fastráðin. Ég spyr hvemig henni líki djobbið: „Þetta er frábært," segir hún, „en mikil virma.“ „Þeúa vildirðu," segi ég. „Já,“ svarar hún. Bakvið skjöld eða grímu? „Kröftugt heilskvöldsverk eftir Rami Be’er þar sem fléúað er saman undurfallegum dansi og ótrúlegu sjónarspili í tónlist, myndum og Ijós- um," sagði í fféttatilkynningunni. „Núúmasamfélagið með öllu sínu áreiú er yrkisefni Rami. Áreiúð leiðir til þess að við sýnum ekki okkar rétta andlit, heldur búum til skjöld, brynj- um okkur gagnvart raunveruleikan- um, sköpum okkar eigin screen- saver.” Það má svo sem til sanns vegar færa, en mér sýnist verkið dýpra en það. Og það verður gaman að sjá það í lokamynd sinni á föstudag. pbb@dv.is Jmars. Screensaver kom til okkar fullfrágengið verk. Það hefur því ver- ið h'tið rými fýrir sköpun, en það krefst mikils líkamlegs álags svo við höfum þurft að leggja okkur öll fram.“ Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi og aðalskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Hlíðarendi, Valur breyting á aðalskipulagi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024, vegna svæðis við Hlíðarenda, sem lítur að breyt- ingu á aðalskipulagi á miðsvæði M5 milli Bústaðavegar og Hlíðarfótar. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þess að heimilt verði að þétta byggð um 120 íbúðir á miðsvæði M5 við Hlíðar- enda, milli Bústaðavegar og Hlíðarfótar, verði heimilt að þétta byggðina um 170 íbúðir. Breytingin felst því í að mynd 5, þétting íbúðarbyggðar í AR 2001-2024, í greinar- gerð aðalskipulagsins breytist, að teknu tilliti til breytingar sem staðfest var af umhverfisráðherra þann 8. september 2003, þannig að íbúðafjöldi á þéttingarsvæði 10a breytist úr 120 í 170 sbr. breytt mynd að neðan. Sjálfur upp- drátturinn breytist ekki. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hlíðarendi Valur, breyting á deiliskipulagi. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að fækka atvinnuhúsalóðum á uppbyggingarsvæðinu úr 8 í 2 og fjölga íbúðalóðum úr 3 í 5. Heildarfjöldi lóða verður því 7 eftir breytingu í stað 11. Samkvæmt tillögu er gert ráð fyrir að byggingarmagn íbúðalóða verði 18.000m2 í stað 11.100m2 og atvinnu- húsafermetrar verði 32.000m2 (auk 750m2 leikskóla) í stað 38.900m2 (auk 750m2 leikskóla). Fjöldi íbúða samkvæmt tillögunni er frá 29 - 37 í hverri íbúðablokk fyrir sig, mismunandi eftir lóðum. Fjöldi fjölbýlishúsa er 5 og alls er reiknað með 169 íbúðum á svæðinu. Gert er ráð fyrir að leikskóli verði hluti af uppbyggingu LHÍ svæði, lóð H. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 20. október til og með 1. desember 2004. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.ís. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skrif- lega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 1. desember 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 20. október 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.