Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Bin Laden
eríKína
Breskur leyniþjónustu-
sérfræðingur, Gordon
Thomas, segir að
Usama bin Laden
haldi til í Kína og
hafi verið þar frá þvf
í fyrrasumar. Leyni-
þjónstur Bandaríkj-
anna, Pakistans og
fleiri landa hafa
árum saman reynt
að hafa uppi á bin Laden en
án árangurs. Gordon segir
að bin Laden hafi fengið
húsaskjól í Kfna gegn því að
múslimar í norðvesturhér-
uðum landsins héldu sig á
mottunni. Nú séu kínversk
stjórnvöld hins vegar í
samningaviðræðum við
Bandaríkjamenn um að
framselja bin Laden og að
það eigi að gerast fyrir kjör-
dag í Bandaríkjunum en
það yrði veruleg rós í
hnappagatið fyrir Bush.
Lokaði sig
inni í 14 ár
Kona f Rúmeníu hef-
ur ekki farið úr húsi sínu
í 14 ár og vill með því
sanna fyrir eiginmanni
sínum, sem situr i fang-
elsi, að hún sé honum
trú. Eiginmaðurinn var
handtekinn 1987 fyrir að
myrða tvo eldri borgara
og dæmdur í 23 ára
fangelsi. Hann á enn eft-
ir að afplána sex ár af
dóminum. Fyrir 14
árum, er hann fékk að
heimsækja konu sína,
sakaði hann hana um
framhjáhald. Hún sagði
þá að til að sanna sak-
leysi sitt myndi hún ekki
fara út úr húsi fyrr en
hann væri laus úr haldi.
Systir hennar sér um
matarinnkaupin og ann-
að og læsir svo húsinu á
hverju kvöldi.
Sting vill apa
í stað Bush
Breski tónlistarmaðurinn
Sting segir að api myndi
standa sig betur í
starfi í Hvíta húsinu
en George W. Bush.
Þetta segir Sting í við-
tali við þýskt blað.
Hann orðaði þetta
þannig að ef hann
hefði atkvæðisrétt í
Bandaríkjunum myndi hann
frekar vilja kjósa simpansa en
Bush. „Stjómmálamenn eiga
að sýna að þeir geti hugsað
og tjáð sig. Bush sýnir merki
um hvorugt," segir Sting sem
heldur vill sjá Kerry í forseta-
embættinu þrátt fyrir að
Kerry skorti húmor.
Guðmundur Hraunfjörð hús-
næöisfulltrúi Fjarðabyggðar:
„Ég er formaður leikfélagsins
hérna og við erum að undir-
búa frumsýningu á leikritinu
Álagabærinn þann 7. nóvem-
ber. Þetta ersöngur, glens og
grín sem byggirá30árabið........
íbúanna fei H fffl tTl
hérna eftir “ - • --------—— •
stóriöju en upphaflega heitið á
leikritinu var Beöið eftir Hydro.
Ég og Óttar Guðmundsson
skrifuðum beinagrindina að
verkinu en síðan hafa nokkrir
aðrir einnig komið að skrifun-
um. Við höfum svo fengið Ár-
mann Guðmundsson til að
leikstýra."
Lögreglan handsamaði Arnþór Jökul Þorsteinsson í fyrrakvöld. Arnþór hafði strok-
ið úr gæsluvarðhaldi fyrr um daginn en var ekki talinn hættulegur að mati lög-
reglunnar. Sama kvöld og Arnþór flúði gekk hann hins vegar berserksgang á
Dominos í Hafnarfirði. Stökk yfir afgreiðsluborð og tók vaktstjóra hálstaki. Geir
Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa fengið þær upplýsingar að
Arnþór væri „ljúfur sem lamb“.
Strokufanginn gekk ber-
serksgang á Dominos
„Hann var bara geðveikur," segir starfsmaður Dominos í Hafn-
arfirði sem var á vakt þegar Arnþór brjálaðist inni á staðnum.
Lögreglan hafði leitað að Arnþóri frá því snemma á mánudaginn
en sú leit hafði ekki borið árangur. Arnþór var ekki talinn hættu-
legur í tilkynningu sem barst frá lögreglunni eftir flóttann.
Starfsmaður Dominos segir Am-
þór hafa komið inn á staðinn og
beðið um að fá að hringja. Hann hafi
verið í annarlegu ástandi og með
bjórdós í hendinni. Starfsfólkið hafi
á endanum leyft honum að hringja
enda hafi hann verið ffekar ógnandi.
Réðst á vakstjóra
„Honum tókst samt ekki að
stimpla inn númerið," segir starfs-
maðurinn og lýsir Arnþóri sem -
ffekar sjúskuðum. „Það getur vel
verið að honum hafi fundist að við
værum að hlæja að honum. Hann
öskraði og var með geðveikislegt
augnaráð. Það fór um mann að sjá
hann.“
Starfsmaðurinn segir að næst
hafi það gerst að vakstjórinn hringdi
í lögregluna. Þá hafi Arnþór byrjað
að sparka í afgreiðsluborðið, stokkið
svo yfir, gripið vakstjórann hálstaki
og gripið símann.
Með bleika borðann
„Allt í einu þaut hann svo út og
skömmu síðar þustum við út í
glugga þegar lögreglan kom á svæð-
ið. Þetta voru þrír lögreglubílar og
slatti af löggum sem þustu út og
gripu manninn. Hann var tjóðraður
á höndum og fótum og hent inn í
b£l,“ segir starfsmaðurinn sem vildi
ekki koma fram undir nafni en sagði
eitt hafa verið sérstaklega kald-
hæðnislegt - Arnþór hefði verið með
bleika borðann, sem á að vekja
athygli á baráttunni gegn brjósta-
krabbameini, nældan í jakkann
sinn.
Ekki hættulegur!
Amþór var í lausagæslu vegna
vopnaðs ráns sem hann framdi í
Hringbrautarapóteki 4. september.
Þá ruddist hann inn í apótekið
vopnaður skammbyssu og stal geð-
lyfjum. Arnþór á einnigyfir höfði sér
Oominos-pitsur Hafnarfirði
Starfsmaður segir Arnþór hafa
verið l annarlegu ástandi.
Arnþór Jökull Þorsteinsson
strokufangi Réðstá starfsmann
Dominos f Hafnarfirði.
„Hann öskraði og var
með geðveikislegt
augnaráð. Það fór um
mann að sjá hann."
dóma fyrir tvö önnur mál. í því fyrra
ógnaði hann manni með afsagaðri
haglabyssu og í því síðara trylltist
hann inni á bensínstöð, ógnaði
afgreiðslumanni með fjaðurhnífi og
framdi eignaspjöll áður en hann
hljóp út.
í tilkynningu ffá lögreglunni í
gær var því haldið fram að Arnþór
væri ekki hættulegur. Geir Jón Þóris-
son yfirlögregluþjónn segir þá stað-
hæfingu hafa verið byggða á þeim
upplýsingum sem lögreglan hafði
um manninn.
f annarlegu ástandi
„Hann hefur verið ljúfur sem
lamb í gæsluvarðhaldinu og fanga-
verðir báru honum góða söguna,“
segir Geir Jón. „Þess vegna var hann
ekki í handjárnum þegar átti að
flytja hann milli fangelsa á mánu-
daginn.“
Geir Jón játar því að tengsl séu
á milli ofbeldishegðunar Arn-
þórs og vímuefnanotkunar.
Hann sé hættulegur þegar
hann er í annarlegu ástandi.
■ÉMife, „Við gátum hins vegar
Ö ekki gert ráð fyrir því að
* hann myndi leita í einhver
efni þegar hann slapp. En
þetta sýnir svart á hvítu að
þegar maðurinn
kemst í vímuefni er
hann hættulegur
umhverfinu."
Amþór er nú í
gæslu á Litla-
Hrauni.
simon@dv.is
Tuttugu ára eltingarleik lokið
Starfsmenn Kerrys á þekktum bar
Lögreglan drepur
„Hróa hött" Indlands
Eftirsóttasti glæpa-
maður Indlands, Veer-
appan, er fallinn. Lögregl-
an á Indlandi skaut hann
til bana eftir um klukku-
stundar langan skotbar-
daga í frumskóginum í
Tamil Nadu f suðurhluta
landsins. Veerappan sem
einu sinni stærði sig af því
að búta niður fómarlömb
sín og nota þau í fiskifóð-
ur var um tuttugu ára skeið á
flótta ffá lögreglunni.
Margir af fátækari íbúum Ind-
lands kölluðu Veerappan nútíma
„Hróa hött“ sem rændi frá þeim ríku
og gaf til þeirra fátæku. Hann var
sakaður um að hafa 120 morð á
samviskunni, mörg þeirra
á lögreglumönnum og
skógarvörðum.
Hann var einkum
þekktur fyrir viðamikið
yfirvaraskegg sitt og öðl-
aðist frægð innanlands
fyrir hæfileika sína til að
forðast handtöku og árás-
ir á yfirvöld.
Arið 1993 setti ind-
verska lögreglan á fót
sérstaka deild sem
hafði það eitt að mark-
miði að ná Veerappan.
Honum tókst þó að forðast þessa
deild allt þar til á mánudag að lög-
reglunni tókst að króa hann af og
skjóta til bana.
Reyndu að mynda
Bush-stúlkur á fylleríi
Um sfðusm helgi er Bush-tví-
burarnir Jenna og Barbara mættu á
uppáhaldsbarinn sinn í Washington,
Smith Point, til að eyða kvöldinu á
fylleríi með vinum sínum, voru
starfsmenn úr kosningaliði Johns
Kerry mættir á staðinn. Reyndi
Kerry-fólkið hvað það gat til að ná
myndum af tvíburunum við þá iðju
sem þær eru hvað þekktastar fyrir.
Eins og venjulega þegar Bush-tví-
burarnir mæta á Smith Point fengu
þær og um 20 vinir þeirra borð innar-
lega á þessum vinsæla bar. Og um
leið tóku drykkir að streyma í stríðum
straumum á borðið.
Bo Blair, eigandi barsins, segir að
um eittleytið um nóttina hafa þrír
starfsmenn frá kosningaskrifstofu
Kerrys mætt á barinn og tekið til við
Bush-tvíburarnir Drykkir runnu í stríðum
straumum eftirað Bush-tvíburnarnir mættu
á barinn.
að mynda tvíburana í gríð og erg.
Einhverjir af vinum tvíburanna báðu
kosningaliðið að hætta þessu og um
tíma lá við blóðugum slagsmálum á
bamum en Bo segir að honum hafi
tekist að koma í veg fyrir það með því
að vísa Kerry-liðinu út.