Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Side 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 13
Skólar Friðrik Ottó Friðriksson mætti ekki fyrir
sameinast rétt 1 §ær
Viðræðum um samein-
ingu Háskóla Reykjavíkur og
Tækniháskóla íslands er lok-
ið með sam-
komulagi um
stofnun
einkahluta-
félags sem
taka mun yfir starfsemi
beggja skólanna. Fram að
þessu hefur Háskólinn í
Reykjavík verið rekinn af
Verslunarráði íslands og
Tækniháskóli fslands verið
ríkisháskóli. Hluthafar í
einkahlutafélaginu eru Versl-
unarráð Island, Samtök iðn-
aðarins og Samtök atvinnu-
lífsins. Félaginu verður ekki
ætlað að skila eigendum sín-
um fjárhagslegum arði.
Unglingar
harka áfengi
Á föstudag greip
hverfislögreglan í Grafar-
vogi mann við að kaupa
áfengi fyrir ungmenni.
Nokkuð hafði borið á
ungmennum við áfeng-
isverslun hverfisins og
einnig voru höfð afskipti
af ungmennum sem tek-
ist hafði að kaupa áfengi
þrátt fyrir að hafa ekki
náð tiiskyldum aldri, 20
ára.
Dæmdur nauðgari
effirlýstur
Þingfesta átti í dag mál ríkissak-
sóknara á hendur Friðriki Ottó Frið-
rikssyni sem var nýverið dæmdur í
Hæstarétti fyrir gróf ofbeldisbrot
gegn fyrrum sambýliskonu sinni.
Friðrik hélt henni nauðugri í fleiri
klukkutíma, nauðgaði henni ítrekað
og ógnaði með hnífi. Sambýliskon-
an kærði en dró framburð sinn
skyndilega til baka. Friðrik er
nú ákærður fyrir að hafa neytt
hana með ofbeldi til að
breyta framburði sínum.
Hæstiréttur dæmdi Frið-
rik Ottó til þriggja og hálfs árs
fangelsisvistar fýrir brot s
gegn sambýliskonunni fýrr-
verandi. Friðrik þarf
einnig að greiða
henni 1,5 millj-
ónir í skaðabæt-
ur. Brot Friðriks
þóttu hrotta-
fengin en
vitni voru að
því þegar
Friðrik dró
sambýliskon-
una á hárinu
aftur inn í
íbúðina þar sem hann nauðgaði
henni ítrekað.
Brotið sem Friðrik er ákærður
fyrir í héraðsdómi varðar 108. grein
cilmennra hegningarlaga - að hafa
áhrif á vitni. Meintar hótanir Frið-
riks eiga að hafa átt sér stað þriðju-
daginn 20. apríl á gistiheimilinu Páf-
anum. Friðrik er sakaður um að
hafa beitt konuna líkamlegu
ofbeldi, hótunum um líkam-
legt ofbeldi og haldið henni
nauðugri.
Eftir fund þeirra á Páfan-
um skrifaði sambýliskonan
fyrrverandi undir yfirlýsingu
þar sem hún dró framburð
sinn til baka.
Friðrik Ottó
mætú ekki fyrir
héraðsdóm í gær.
Hann hefur ekki
mætt í þau skipú
sem átt hefur að
þingfesta málið
og hefur verið
gefin út hand-
tökuskipun á
hendur honum.
simon@dv.is
lan Huntley, morðingi hinna tíu ára gömlu stúlkna Holly
Wells og Jessicu Chapman, notar tíma sinn í fangelsi til að
búa til dúkkur úr leir og stinga svo nálum í þær.
Soham-morðingi á kafi
í vádá í fangelsinu
Soham-morðinginn Ian Huntley er á kafi í vúdú í Wakefield-
fangelsinu þar sem hann afþlánar lífstíðarddm fyrir drápið á
hinum tíu ára gömlu stúlkum Holly Wells og Jessicu Chapman í
fyrra. Breska blaðið The Sun hefur það eftir fanga í Wakefield að
Huntley eyði miklu af tíma sínum í að búa til dúkkur úr leir, setja
þær í föt, gefa þeim nöfti og stinga svo nálum í þær.
Dúkkurnar hefur hann búið til í | | ■1^———
listnámstímum innan fangelsisins.
Helstu vinir Hunúeys í fangels-
inu eru barnaníðingurinn Fred Bull
og barnamorðinginn Roy Whitíing.
Bull og Huntley eru einangraðir frá
öðrum föngum og hafðir í haldi á
sjúkrastofu fangelsisins. Það mun
hafa verið Bull sem byrjaði á vúdú-
kuklinu og svartagaldrinum en
Huntley fylgdi honum svo eftir.
Fjöldi hótana
Eftir að Huntíey hóf afplánun á
dómi sínum hefur hann tvisvar ver-
ið fluttur á milli fangelsa vegna
árása sem hann hefur orðið fyrir frá
öðrum föngum og hótunum um líf-
lát. Er hann kom fyrst til Wakefield-
fangelsins var hann vistaður í D-
álmu þess og þar kynntist hann
Whitíing. Að sögn Barrys Jackson
fyrrum fanga þar, sem The Sun
ræddi við, var Huntíey í öryggis-
Vúdú Vúdúdúkkur svipaðar þeim sem
Huntley býrtil.
gæslu allan sólarhringinn og fanga-
vörður staðsettur fyrir utan klefa
hans dag og nótt. „Hann kom ekki
út úr klefanum fyrstu vikurnar en
þegar hann tók eftir að vörður
fylgdi honum hvert fótmál um álm-
una varð hann brattari og fór að
reyna að blanda geði við aðra
fanga," segir Jackson. Hins vegar
ollu hótanir hinna fangana því að
hann var fluttur í einangrun í
sjúkraálmuna.
4.000 pund fyrir að drepa
Huntley
Hópur 30 til 40 fanga í Wakefield
hefur tekið sig saman og sett 100
pund hver, eða um 4.000 sam-
tals, til höfuðs Huntíey.
Þessi upphæð verður
borguð í peningum
sfgarettum eða
fíkniefnum hverj-
um þeim fanga
sem tekst að
drepa Huntley
hann alvarlega. Vegna þessara hót-
ana krafðist Huntley þess að verða
fluttur í sjúkraálmuna. Þar var hann
settur á sjálfsmorðsvakt.
Huntíey hefur áður reynt sjálfs-
morð, er hann var settur í Wood-
hill-fangelsið, en það misheppnað-
ist. Og hann varð fyrir líkamsárás í
Belmarsh-fangelsinu er hann sagði
einum fanganna þar að sítt ljóst hár
hans minnti sig á Jessicu Chapman.
Alvarleg árás
Jackson heldur því fram að þeir
Huntíey og Bull hafi staðið að alvar-
legri árás á 22 ára fanga í Wakefield
og reynt að nauðga honum. Þetta
mál hafi hins vegar verið þaggað
niður. Þá segir Jackson einnig að
Huntíey hafi ásakað sig fýrir morð-
hótanir í sinn garð
og það hafi
valdið því að
Jackson var
fluttur í
annað
fangelsi
þar sem
hann lauk
afplánun
sinni.
eða
skaða
lan Huntley Soham-
morðinginn er kominn
á kafl vúdú og svarta-
galdurskukl.
... vera hommi?
Hommar og
lesbíur eru alls
staðar. Við erum
sjómenn, banka-
starfsmenn,
barnapíur og
geimfarar.
„Þetta er bara sami pakkinn.
Það að strákar séu skotnir í
strákum og stelpur skotnar í
stelpum er ekkert merkilegra en
þegar um gagnkynhneigð skot er
að ræða. Hommar og lesbíur eru
alls staðar. Við erum sjómenn,
bankastarfsmenn, barnapíur og
geimfarar.
Það er yndislegt að vera
hommi á íslandi. Ég hef aldrei
lent í því að vera
rekinn úr vinnu,
leiguhúsnæði,
verið vísað út af
skemmtistað
eða orðið fýrir
líkamsárás á
götum úti. Mér
hefur aldrei ver-
ið mismunað
einvörðungu
vegna kyn-
hneigðar minn-
ar. En ég þekki
fólk sem hefur lent í þessu öllu
og man þetta allt. Við sem yngri
erum stöndum í ævinlegri þakk-
arskuld við þessa frumkvöðla í
réttindabaráttu samkyn-
hneigðra. Hún var enginn dans á
rósum. Sumir þessara frum-
kvöðla létu lífið fyrir málstaðinn.
Aðrir misstu geðheilsuna.
Droparnir hola steininn
Tímamir hafa breyst. Á síð-
ustu fimmtán ámm hefur ný
kynslóð þingmanna birst á Al-
þingi. Fólk sem hefur til að bera
víðsýni sem var óþekkt fyrir
tveimur áratugum. Þessi stuðn-
ingur frá ráðamönnum þjóðar-
innar er ómetanlegur og ég vil
bara þakka persónulega öllum
íslendingum sem hafa lagt sitt af
mörkum til að þetta tílfinninga-
lega frelsi samkynhneigðra verði
að veruleika en ekki orðin tóm.
Ég verð líka að þakka fjölskyld-
unni minni, pabba og mömmu,
öllum systkinum mínum, skóla-
félögunum, öllum vinnuveitend-
unum og vinum mínum, sem á
hverjum einasta degi sýna það í
verki að þeim þykir vænt um
mig. Það eru droparnir sem hola
steininn. Ég var kannski vatns-
gusa síns tíma, fólk spurði mig
og ég svaraði eftir bestu getu.
Fordómar lær-
ast
Þegar ég var
lítill strákur fór ég
til ítah'u með
mömmu og
pabba. Þar gekk
ég fram á nýja
siði, venjur og
gildi. Ég komst að
því að ég er ís-
lendingur. Svo
varð ég kynþroska
og uppgötvaði ég
að ég er hommi.
Ég held að við vitum öll í
hvaða átt hjarta okkar slær. En
sum okkar kjósa að hlusta ekki á
það, kjósa að vera í skápnum.
Kannski af ótta við fordóma
þeirra sem standa þeim nærri.
Þegar uppi er staðið reynast
skápakeisin þjást af fordómum í
eigin garð. Fólk hefur nefnilega
almennt tilhneigingu til að geðj-
ast að einstaklingum sem líkjast
því sjálfu. Fordómar geta orðið
til vegna þess að fólk reiknar
með að þeir sem hafa aðra trú,
menningu eða kynhneigð hafi
allt önnur viðhorf og gildismat
en það sjálft. Fordómar lærast.
Ég þekkti einu sinni góða,
aldraða konu, sem studdi við
bakið á mér þegar mestu lætin
voru í kringum mig. Hún sagði
orðrétt: Mikið óskaplega væri nú
huggulegt að búa í heimi þar
sem það skiptir engu máli hverj-
um maður er skotinn í.“
?áll Óskar Hjálmtýsson er einn af lamteins sjc*r‘JJJu
hann^a^ð kynþros^.^H^nj^hefiir a.drei farið í
felur með það og finnst það yndislegt.