Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
Herra eyrnasíður
Bassethundurinn Jack sem býr í Þýskalandi og er talinn hafa
lengstu eyru í heimi, hefur verið tryggður fyrir 30 þúsund pund
en eyru hans eru 33.19 cm síð. Carsten Baus eigandi hans
segir að þegar hann las grein í blaði um hund sem ætti
heimsmetið, með rúmlega 29. cm löng eyru, hafi hann ákveðið
að mæla eyru Jack’s. Staðarblaðið í bænum birti frétt um
málið og fljótlega fékk eigandinn upphringingu frá heims-
metabók Guinness og metið hefur nú verið skráð.
Hrekkjavökubúningar fyrir hunda
Kona sem á tískuverslun fyrir hunda í Michigan hefur nú til
sölu í verslun sinni Hrekkjavökubúninga fyrir hunda.
Hundarnir hennar verða dressaðir upp í búninga rétt eins og
börnin. Ruby, sem er Yorkshire terrier, verður klædd í pils og
með tagl í hárinu og Schnauzerinn, sem er orðin 12 ára,
klæðist nornabúningi í anda Hrekkjavöku. Frúin segir að það
góða við hundana sé að þeir klæðist því sem hún setji þá í án
þess að kvarta. Búningarnir kosta frá 1.500 krónum og eru til
í mörgum útgáfum.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifarum dýrin
sín og annarrad
miðvikudögum í DV.
| HAUSTTILBOÐ
Full búð af nýjum vörum fyrir hunda,
ketti og önnur gæludýr.
30% afsl. af öllum vörum
Mán. föstd. 10-18, laugard. 10-16, sun 12- 16.
Tokyo, Hjallahrauni 4. Hfj. S. 565 8444
Vakin til lífsins
með kossi
Það hendir ekki hvern sem er að vera vakinn
til lífsins með kossi fallegrar konu og allra sist
geta hundar átt von á slíkum atlotum. Staf-
fordshire bull terrierinn Gracie, var með eig-
anda sinum að leik I skemmtigarði I Exeter i
Englandi þegar boltinn sem hún var meði
kjaftinum hrökk ofan í kok á henni og hún
náði ekki andanum. Hún var meðvitundar-
laus og að dauða komin þegar Nikki Ryder
kom að og gerði það eina rétta. Hún náði að
þrýsta á háls hennar þannig að boltinn
hrökk til baka. Það dugði ekki til þvihúnvar
hætt að anda. Þá gerði Nikki það eina rétta,
hún beitti munn við munn aðferðinni og blés
lifi íhundinn aftur. Á eftir sagði Nikki þetta
alls ekki hafa verið óþægilegt, húnhafí ein-
faldlega verið að bjarga lifí. Susan Bartlett,
eigandi tíkurinnar, sagðist ekki geta þakkað
Nikki nógsamlega.
Páfagauknum Jakobínu var stolið um áramót og fannst ekki þrátt fyrir stöðuga
eftirgrennslan. Það var ekki fyrr en konan sem bjargaði henni kom með hana í
snyrtingu að málið upplýstist.
■% / a ■■■ :% f m m JF f | m f ■■
Pafagauk bjargað ur klom oreglufolks
„Jakobínu var stolið um áramótin síðustu úr gæludýraverslun
inni Trítlu. Hennar var leitað lengi en fannst ekki þar til kona
kom hingað í september og vildi láta snyrta fugl sem hún
hafði keypt fyrir lítið af einhverju óreglufólki. Þá kom það
sanna í ljós,“ segir Ingólfur Tjörvi eigandi gæludýraverslunar-
innar Furðudýr og fylgifiskar.
Jakobína var illa á sig komin,
goggur hennar og klær voru ofvaxin
og hún var óhrein og illa hirt. Ingólf-
ur segir að það hafi ekki verið kon-
unni sem keypti hana að kenna; hún
hafi hugsað vel um fuglinn en
kannski ekki haft þekkingu á hvern-
ig ætti að hirða hann. „Hún kom
einmitt til þess og einnig til að leita
sér upplýsinga um meðferð. Glögg
afgreiðslustúlka hjá okkur áttaði sig
á hvaða fúgl þetta kynni að vera. Við
hringdum síðan í eiganda hennar
sem staðfesti að þarna væri Jakob-
ína komin í leitirnar," segir Ingólfur.
Konan sem bjargaði Jakobínu úr
ldóm óreglufólksins vissi lítið um
veru Jakobínu en taldi að hún hefði
ekki átt náðuga daga og lítið verið
um hana hugsað. Ingólfur segir að
hún hafi verið vannærð og þess
vegna hafi goggurinn vaxið þannig
að hún á ekJd auðvelt með að loka
honum. Hann þarf því að sverfa í
réttar skorður smátt og smátt.
Ingólfur Tjörvi segir að óreglufólk-
ið hafi að öllum líkindum lítið vitað
hvernig átti að fara með fuglinn og
gefið honum rangan mat og jafnvel
lítið að borða. „Hún var böðuð hjá
okkur og vatnið varð gult af tóbaks-
reyk og öðrum óefnum sem að öU-
um líkindum hefur verið neytt í
kringum hana,“ segir hann og bætir
við að svona Amazonfuglar tengist
fólki rétt eins og hundar og kettir.
Það taki hana tíma að jafna sig.
Nú bíður Jakobína þess að trygg-
ingafélagið sem
virði hennar tU
læti í Paradísarheimt og biður þess að trygginga
félagið leysi máiið. Þá fer hún annað hvort til upp-
haflegs eiganda eða bjargvættarins.
greiddi and
eigandans, þegar
hún hvarf, ákveði hvað verði gert.
Hvort konan sem kom með hana fær
hana aftur eða eigandinn í Trítlu
kaupi hana tU baka af tryggingafé-
laginu.
ÍS
OFFABO^
Aay\óW' og hunda/e/. (>
Simi:5674020 G*m:8992067/8602067
www.voffaborg.com
voffaborgQaimnotis
Ný sendina af fuglum og nagdýrum
DÝRARÍKIÐ
OýfaHklð 6r«ntó*ve|i i:56846M • Dýr«nk«i Akureyrl s:4ó12540 ■ www.dyrarlktd.ií
Moritz og Maxí í sprautur
Á leið í kavíar og
túnfisk í Hollandi
Fyrir viku sögðum við frá kis-
unum Moritz og Maxí sem
hyggja á flutninga til Hollands
þar sem eigandinn bíður þeirra.
Liður í flutningunum voru
sprautur hjá dýralæknunum í
Garðabæ. „Það gekk bara vel og
þær voru hinar bestu á meðan
jakobína dýralæknir sprautaði
þær,“ sagði Ingi Jensson, teikn-
ari og eigandi þeirra, sem bíður
spenntur eftir að móðir hans
birtist með þær á teikniborðið
hans í Arnheim. Nú verður að
bíða í mánuð þar til hægt er að
mótefnamæla og fljótlega eftir
það er hægt að halda af stað.
„Hjá mér bfður þeirra kavíar og
túnfiskur," segir Ingi, spenntur
að fá þær til sín. Þær eru hins
vegar í besta yfirlæti hjá móður
hans í Garðabæ.
, - aýláta yfir sig ganga Moritz kippir
sér ekki mikið upp við sprautuna enda vafalaust
að hugsa um kavíar og túnfisk sem b'iður hennar I
Arnheim.Jakobína dýralæknir er einbeitt á svipinn
og aldeilis ekki að sprauta köttífyrsta sinn.
Fordómar
sprottnir af
þekkingarleysi
Fyllsta ástæða er til að hamra á því,
þannig að fólk skylji, að Doberman og
Rottweilerhundar eru hvorki hættulegri
eða árásargjarnari en aðrir hundar.
Hver man ekki eftirþviþegar fyrst fór
að bera á Scheffernum hér á landi? Fólk
taldi hann allra hunda hættulegastan
og sáu fyrir sérSS menn siga þeim á
fólk sem hundarnir siðan rifu i sig.
ímyndin úr biómyndunum var lengi
sterk. Nú dettur engum i hug að þýskur
fjárhundur sé hættulegur. Á sama hátt
er imyndin sterk um Doberman og
Rottweiler sem sjást gjarnan i biómynd-
unum sem grimmdin uppmáiuð. Það
sanna er að allir hundar geta verið
hættulegir í höndum hættulegra
manna eða þeirra sem ekki kunna að
fara með þá. Hundur dregur alltafdám
afeiganda sinum og þeir fordómar sem
tegundirnar hafa orðið fyrir eru með
öllu óásættanlegar. Flest allar hunda-
tegundir elta ketti. Dæmi eru um að
fleiri hundategundir hafi drepið ketti en
þess ber aðgeta að köttur snýst alltaf
til varnar efað honum er þrengt og oft-
ast hrekja þeir hundana burtu með
skottið á milli lappanna.