Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 Tækni ogvísindi DV Er tölvan með vírus, þarftu að laga breyta eða stækka? Láttu okkur þá þjónusta þig! BMS - Tölvulausnir býður upp á öflugt tölvuverkstæði og úrvals þjónustu á góðu verði. Sækjum og sendum frítt innan höfuðborgarsvæðisins. www.BMS.is - s. 565 7080 - Lækjargata 34 a, 220 Hafnarfjörður. Við veitum 2000 kr. ávlsun á tölvuviðgerðum gegn framvisun þessarar auglýsingar. Gildir til 31. október • VerkfaUsböm og foreldrar þeirra ættu að gera sér ferð í Office 1 Superstore og kíkja á skólabæk- urnar. Langflest börn em með fáar sem engar skóla- bækur heima við og ekki fæst leyfi til að sækja þær í skólana. Hjá Office 1 em nú ýmis tilboð á náms- bókum fyrir alla aldurshópa. • BT í Skeifunni auglýsir nú 50% afslátt af heimilistækj- um. Sem dæmi má nefna að Whirlpool þvottavéi hefur lækk- að úr 79.999 krónum í 39.999 krónur. Þá kostar Indesit barkaþurrkari aðeins 12.990 krónur. • Heimabíó hljómar ekki illa nú þegar farið er að dimma og kólna. Heimilis- tæki em með sér- stakt októbertilboð á heimabíókerfum - það ódýrasta kostar 27.995 krónur núna en kostaði áður 45.995 krónur. Prentarar leysa saka málin Gamla rannsóknar- aðferðin sem leysti úr mannránsmálum með því að fmna ritvélina sem prentaði út lausnarbréfið hefur verið uppfærð á nú- tímann. Nú geta vísinda- menn séð úr hvaða prent- ara pappírinn kemur. Menn eru því bjartsýnir á að uppgötvunin geti hjálp- að við rannsóknir á fölsuð- um vegabréfum og öðmm mikilvægum pappímm. I 11 skiptum af 12 gátu vís- indamennirnir rakið papp- írinn aftur til prentarans. „Við getum ekki aðeins sagt til um gerð prentarans heldur getum við raunvem- lega fundið þann eina sem prentaði pappírinn kom úr," sagði Edward Delp, prófessor í Purdue-háskól- anum í Indiana. Blindir heyra mun betur Samkvæmt nýrri rannsókn virkar heyrnin mun betur ef sjónina vantar. Vísindamenn í háskólanum í Montreal fengu 23 blinda einstak- linga og 10 sjáandi með bundið fýrir augun til að taka þátt í rannsókninni. Nið- urstöðurnar vom á þann veg að þeir blindu heyrðu mun bet- ur. Vísindamennirnir út- skýra muninn að hluta með því hve lífsnauð- synleg heyrnin er blind- um á meðan hinir sjá- andi treysta meira á sjónina. Enn fremur kom í ljós að eyrun þurfa tíma til að styrkj- ast því heyrnin virtist ekki batna þegar bundið var fyrir augu sjáandi eða ljósin slökkt. Robbie í sím- anum þínum Popparinn Robbie Williams er fyrsta stórstjarnan sem hefur gert geisladisk sinn fáanlegan á minniskubbi fyrir farsíma. Farsiminn verðurþó að vera affullkomnustu gerð en þá er einnig hægt að horfa á mynd- bönd popparans. Minniskubburinn fer í sölu í næsta mán- uði.„Allir eiska gsm- síma og því er þetta raunhæf þróun í tónlist- arbransanum. Nú geta aðdá- endur Robbies hlustað á nýju safnpiötuna hvarsem þeir eru því enginn skilur símann sig við sig," sagði Danny Van Emden hjá EMI-tónlistarfyrir- tækinu. Fimmti hver bíll á íslandi er jeppi. Það er algengt að jeppum sé breytt og sam- kvæmt bráðabirgðatölum Umferðarstofu lenda ökumenn þeirra ívið oftar í slysum en ökumenn óbreyttra jeppa. Breyttir sídrifsjeppar eru slysegildrur Hjá Umferðarstofu er verið að vinna úr tölfræðilegum upplýs- ingum um fjölda slysa breyttra og óbreyttra jeppa. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lenda breyttir og óbreyttir 4x4-jeppar, þ.e. jeppar sem hægt er að setja fjdrhjóladrifið á og taka af eftir því hvar er ekið, í að því er virðist jafnmörgum slysum eða um 35 slysum á hverja 100 milljón ekna kílómetra. Á sídrifsjeppum, þ.e. jeppum sem eru stöðugt með fjórhjóladrifið á, mælist dálítill munur. Þar eru breyttir jeppar með 37 slys og óbreyttir jeppar með 29 slys á hverja 100 milljón ekna kílómetra. „Breytt- ir sídrifsjeppar mælast með 8 fleiri slys en sídrifs óbreyttir. Það er svo- lítill munur á þessum jeppum," seg- ir Sigurður Helgason hjá Umferðar- stofu. „Að vísu liggur mismikill akst- ur að baki hjá einstökum tegundum en þetta ætti að vera nokkuð mark- tækur munur." Sigurður segir að breytingum á jeppum fari ijölgandi hér á landi en ákveðnar reglur gilda um hvernig standa eigi að þessum breytingum. Viðurkennd verkstæði hafi ein leyfi Jeppaferðir á jökla Það verðuræ vinsælla meðal jeppaeigenda að geta skotist upp á jökul. til að breyta jeppunum og síðan á bíllinn að fara í svokallaða breyt- ingaskoðun og fá umsögn um hvort allt sé í lagi. Búist er við niðurstöð- um úr könnun Umferðarstofu á slysatíðni breyttra og óbreyttra 4x4 jeppa og sídrifsjeppa á næstu vikum. Fimmti hver bíll er jeppi Einar Einarsson og Kristján Rú- riksson hjá Umferðarstofu setjast reglulega niður og reyna að fá út fjölda jeppa hér á landi eða það sem fólk myndi kalla jeppa, aðallega eftir útíiti. „Mjög gróf niðurstaða síðustu útreikninga okkar segir að um 20% af öllum ökutækjum í landinu séu jeppar eða einn af hverjum fimm bflum,“ segir Kristján. Flestir jeppar hér á landi er af tegundinni Toyota Landcruiser enda var hann kosinn draumabíll íslensku þjóðarinnar. Árgerðir af Toyota Landcruiser fyrir áriðl996 voru 4x4 en eftir það eru þeir sídrifnir, flestir hverjir. „Toyota Landcruiser-jeppinn er mjög vinsæll til breytinga," segir Einar en bendir á að gallharðir jöklafarar kjósi hráa tækni eða 4x4 tæknina enda sé sídrifstæknin við- kvæmari og mun flóknari búnaður. Sídrifstæknin henti frekar þeim sem eru mestan part að keyra á I stk.geisladiskur 10 stk.ípakka 25 stk. i pakka Office 1 1 stk. geisladiskur 10 stk.í pakka 20stk.ipakka Penninn 1 stk. geisladiskur 10 stk.í pakka 20 stk. í pakka Tölvulistinn 1 stk.geisladiskur 10 stk. í pakka 25 stk. í pakka Tæknival 1 stk.geisladiskur 10 stk.ípakka 25 stk. ípakka Oddi 1 stk. geisladiskur 10 stk.í pakka 25 stk. í pakka 169 kr. 1.290 kr. 1.690 kr. 60 kr. 1.395 kr. 2.200 kr. 179 kr. 1.290 kr. 1.690 kr. 99 kr. 990 kr. 1.590 kr. 99 kr. 790 kr. 1.990 kr. 64 kr. 999 kr. 1.590 kr. Spurt var um geisladiska til að skrifa var- anlega á aftölvum. Isumum verslunun- um eru tilboð i gangi. Dæmi eru um að fólk geri allt mögulegt á meðan það sefur - eigi ástarfundi eða fremji morð Sofandi kona stundar kynlíf með ókunnugum Griffill Áströlsk kona hefur um skeið átt fjöl- marga ástarfundi að næturlagi. Það væri svosem ekki i frásögur færandi ef konan hefði ekki verið sofandi á meðan á kyn- lifinu stóð - en það stundaði hún með ókunnugum mönnum. Þetta kom nýver- ið fram á iæknaráðstefnu i Ástralíu og sagði Peter Buchanan, læknir og sér- fræðingur i svefnvandamálum, að kon- an, sem er á miðjum aidri, hefði ekki haft nokkra hugmynd um eigin næturævin- týri. Það var sambýlismaður konunnar sem komst að hinu sanna eitt kvöldið þegarhann elti hana útí nóttina. Buchanan segir konuna þjást affyrir- bærisem kallast kynlifssvefn. Ekki sé um hefðbundinn svefngengil að ræða heldur truflun á draumsvefni. Konan komist eins og við hin á svokallað REM- skeið isvefninum en það er tíminn sem okkur dreymir. I nánast öllum tilfellum verður likaminn hreyfingarlaus á með- an á draumförunum stendur en ekki hjá þeim sem þjást af kynlifssvefni - þeir framkvæma draumana eða með öðrum orðum láta þá rætast. Orsakirnar geta verið margs konar, svo sem áfengisneysla eða streita, og vitað er um fólk sem hefur framkvæmt undarlegustu hluti i svefni; einn framdi morð á Englandi og annar lamdi kon- una sina itrekað svo dæmi séu tekin. malbiki og þjóðvegum. Algengt að breyta yfir á stærri dekk Reynir Jónasson hjá Fjallasporti segir miklu al- gengara að 4x4 jeppum sé breytt. „ En auðvitað snýst þetta um bíla- tegundir og um spurninguna hvað sé breyttur Reynir Jónsson hjá Fjallasporti Hann segir að algengt sé breyta jepp- um og þá eru eigendur aðallega að hugsa um að komast á stærri dekk. bíll. Er það jeppi sem er á stórum dekkjum eða bara pínulítið stærri dekkjum?" spyr Reynir. Hann segir að algengt sé að breyta jeppum og þá eru eigendur aðallega að hugsa um að komast á stærri dekk. Einnig nefnir Reynir umræðuna um að jeppar lendi frekar í umferðaró- höppum úti á landi en í bænum og bendir á að skýringin sé líklegast að þeir sem eru mikið á ferðinni úti á landi vilji frekar vera á jeppum, öryggisins vegna. Breyttur jeppi Sídrifs breyttir jeppar mælast með 8 fleiri slys en sidrifs óbreyttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.