Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2004, Side 29
DV Sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER2004 29 J.Lo opnar dansskóla Söng- og leikkonon Jennifer Lopez hefur opnað dansskóla i Bronx-hverfinu í New York þar semhún ólst upp. Á námsskránni verður einungis salsa- dans og segja kunnug- ir að Lo komi til með að kenna i nokkrum tim- um sjálf. Dansskólinn hefur verið gæluverk- efni söngkonunnar í nokkurn tíma en hún vildi endilega gera eitthvað jákvætt og gott fyrir gamla hverfið sitt. Lo er nú að leika á móti Richard Gere i kvikmyndinni Shall YJe Dance. Robbie og nýja kærastan Nýjasta kærasta söngvarans Robbie Williams heitir Lisa Brach og er einstæð tveggja barna móðir frá Newcastle. Þau hittust fyrst i veislu eftir fótboltaleik i heima- borg hennar og segja sögurnar að þau hafi ekki getað slitið sig hvort frá öðru. Nýlega viðurkenndi Robbie að hann væri að leita sér að eig- inkonu og vildi fyr- ir alla muni stofna fjölskyldu. Söngv- arinn hefurátt fjöl- margar kærustur, meðal annars söngkonuna Nicole Appelton og leikkonuna Önnu Friel en hann hefur einnig verið orðaður við Nicole Kidman leikkonu og Geri Halliwell söngkonu. Þá hefur hann sést á stefnumótum með Aimee Os- bourne, elstu dóttur Osbourne- hjónanna og Valerie Cruz leikkonu. Rithöf- undurinn Pamela Anderson Ofurgellan og kynbomban Pamela Anderson segir nýútkomna skáld- sögu sína sem heitir Stjarna vera byggða á eigin reynslu. í bókinni stundar aðal- persónan með- al annars kyn- lífí lyftu, inniá klósetti á veit- ingastað og i upptöku- stúdíói. Pamela segist hafa langað að segja sína sögu og útgefendur hennar hafi hvatt sig til að skrifa ævisögu sina. En hún kaus að skrifa bókina sem skáldsögu enda hafi hún haft mun frjálsari hendur þannig. Eric Shaw Quinn, sem aðstoðaði Pamelu við skriftirnar, gerði athugasemdir við óraunverulegar kynlifslýsingar en dró þær til baka þegar Pamela sagði honum að þær hefði hún lif- að. Nokkrum köflum var sleppt þar sem Pamela lýsti meðal annars kynferðislegri misnotkun i æsku og þegar henni var nauðgað á ung- lingsárum affjórum strákum. Það er eitthvað við breskar róm- antískar gamanmyndir sem gerir þær svo miklu betri en þær sem koma frá Bandaríkjunum. Það vantar alla þessa væmins vellu sem Kanamir eru svo hrifnir af og fylla allar myndir með. Ætli að það séu ekki bara hand- ritin sem eru bara svo miklu betri, persónur skemmtilegri og hæfileika- ríkir leikstjórar til þess að pakka þessu öllu inn í flottan pakka. Ég setti stórt spumingarmerlá við þessa mynd þegar ég frétti af henni fyrst. Mynd um tennis, leiðindasport til að byija með og skartaði leikurum í aðalhlutverkum sem ég set ekki á háan pall. Paul Bettany hefur oftast leikið svona lúðalega plebba sem eiga að vera fyndnir og það er eitt- hvað við hana Dunst sem fer í taug- amar á mér. En þeim tekst að vera bara nokkuð góð þótt að fröken Dunst takist stundum að vera pirr- andi. Bettany leikur Peter Colt, út- brunninn atvinnumann í tennis sem er að halda á sitt síðasta Wimbledon mót og ætíar eftir það að leggja spað- ann á hiliuna. Hann var eitt sinn hátt skráður í bransanum en álit á honum hefur fallið verulega, svo mikið að bróðir hans veðjar ailtaf gegn honum í leikjum. Dunst er Lizzy Bradbury, ung rísandi stjama með bein í nefinu og ekki hrædd við að setja sig upp gegn pabba sínum og finnst það þjóðráð á finna sér einhvem til þess að hafa mök við rétt fyrir leik. Colt verður fyr- ir valinu í þetta skiptið og h'st bara vel á. Upp úr því hefst svo farsælt sam- band, sérstaklega fyrir Peter, þar sem hann byrjar að spila eins og btjálæð- ingur og vinnur hvem leikinn á fætur öðrum en Pabba Lizzy finnst þetta vera að koma í veg fyrir gott gengi dóttur hans í keppninni og vill að þau hætti þessari vitleysu á stundinni. Ég einhvem veginn bjóst við að tennisíþróttin yrði fyrirferðameiri en Wimbledon Leikstjóri: Richard Loncraine Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Paul Bettany, Sam á| Neill, Jon Faverau. r ★ ★★ M Ómar fór í bíó raun varð í þessari ræmu. Ég var að búast við að framleiðendumir myndu eyða miklu púðri í að gera íþróttina eins töffaralega eins og þeir gátu með Matrix-legum skotum og annarri vitleysu. En blessunarlega halda þeir aftur af sér og þau atriði em mjög vel gerð og ekki fitíl af aug- ljósum stafrænum stælum. Handritið er einfalt en gott og myndin öll hefur einhvem skemmtí- legan brag yfir sér sem smitar út frá sér. Þeim tekst meira að segja að gera lokaleik myndarinnar spennandi og maður er ekki alveg viss hvort að Pet- er vinnur eða tapar. Paul Bettany er bara nokkuð góð- ur í aðalhlutverkinu, þótt ég efist um að hann verði aðalhlutverks-efni í Ameríku, en hér plumar hann sig vel. Dunst er bara, eins og hún er alltaf, hvorki góð né vond. Gaman var að sjá Nikolaj Coster Waldau í hlutverki besta vinar Peters, en maður hefur ekki séð hann í kvikmynd síðan Nattevagten. Þeir sem hafa haft gaman af Brid- get Jones’s diary og Love acmally og öllum þessum fínu bresku gaman- myndum ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með þetta. Fínasta skemmtun. Ómar öm Hauksson Victoria Beckham er áhyggjufull vegna allra látanna í kringum ei Konunglegur læknir tekur á móti barninu Það dugar ekkert minna en kon- unglegur læknir þegar ófætt barn glæsihjónanna, Victoriu og Davids Beckham, er annars vegar. Victoria mun hafa gengið frá samningi við lækninn sem alla jafna sinnir Juan Carlos Spánarkonungi og fjöl- skyldu hans. Esteban Carracedo heitir læknirinn og er sérmenntað- ur í kvensjúkdómum. Carracedo mun fylgjast náið með meðgöngu Victoriu og verður til taks þegar að fæðingunni kemur en barnið er væntanlegt í heiminn í mars á næsta ári. Vinir Beckhamhjónanna segja að Victoria h'ti áhyggjufull til næsta mánaða. „Hún óttast að álagið í kringum David muni hafa áhrif á meðgönguna og vill gera allt til að forða frekari vandræðum,” segir vinur hjónanna. Fjölmiðlar hafa gert því skóna að undanförnu að hjónabandið standi á brauðfótum íinmannmn og óstaðfestar heimildir herma að hjónakornin hafi í tvígang rifist heiftarlega að undan- förnu. Ágreiningsefnið var í bæði skiptin það sama - full- yrðingar Rebeccu Loos um að hún hafi sofið hjá fót- boltakappanum. David og Victoria neita þessu og reyna hvað þau geta að halda and- litinu og segja sátt ríkja þeirra í millum. AgóðristunduV'irtona ogDavidreyna hvað þou aetaaðhaldaandhtinu og blásaásögusagnirum aðhjónabandiðséírust. Stjörnuspá María Sigurðardóttir, leikstjóri er fimm- tug í dag. „Dula umlykur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast . sér náið. Hún kann að b virðast skrýtin en það I er eingöngu misskiln- jingurþeirra sem ' þekkja hana ekki. Hún rer skapandi, gjöful og I góð alla leið," segir í 1 stjörnuspá hennar. María Sigurðardóttir VV' Vatnsberinn (20.jan.-u. febr.) W ------------------------- Tilvera þín er án efa rík af skemmtunum og ágætu fólki sem þú sjálf/ur kýst að umgangast og færir þér oftar en ekki mikla hamingju. H Fiskarnir/;?. febr.-20. mars) Ef þú tilheyrir stjörnu fiska reynir þú án efa að hylja feimni þina með fálæti þessa dagana. T Hrúturinn (21.mars-l9.c Þér er ráðlagt að ávinna þér traust þeirra sem starfa með þér. Þú ert fær um að sýna í verki eiginleika þinn sem felst í mannlegum samskiptum en gættu þín á já fólki því valdastaða virð- ist bíða þín ef þú tilheyrir stjörnu hrúts- ins. Gleymdu ekki að fólk kýs að láta að léttri stjórn. ö Hi\í6b(20.aprll-20.mal) Ef þú hefur ekki notið dægra- styttingar lengi vel er komið að þér að iðka áhugamál þín endrum og eins. - Kannaðu vel hvers konar manngerð þú telur þig vera og hugaðu enn betur að áherslum þínum. n Tvíburarnir (21 . mal-21.júni) Gáfur og ómældir hæfileikar einkenna stjörnu þína og þú ættir, mið- að við áhrifastjörnur þínar næstu daga, að upplifa stöðuhækkun sem tengist starfi þinu á einhvern máta eða jafnvel félagsstörfum. K(dbbm(22.júnl-22.júlí) •—------------------------------- Þú getur orðið áhrifavaldur í lífi fólks ef þú kýst að gera svo en hér kemur sterklega fram að þú átt það til að ásaka sjálfið fyrir hluti sem tengjast þér ekki á neinn hátt. Hugarró er ein- kunnarorð krabbans. Lj Ó P Í ð (H.júli- 22. ágúst) Ljónið birtist hér sífelit á hlaupum. Þú virðist reyndar vera fús til að gefa náunganum hluta af tíma þín- um þó ógrynni verkefna bíði þín en þú ættir að gera meira af því að aðstoða þá sem leita til þin því gjafirnar sem þú gefur koma margfalt til þín aftur í annarri mynd. Meyjanpi ógúst-22.sept.) Hlífðu sjálfinu við því sem dregur þig andlega og líkamlega niður og gleymdu ekki að minna þig á eigin vellíðan þegar þér líður vel. Einungis ef þú sýnir sjálfsaga nærðu árangri. Q Voqm (21 sept.-23.okt.) Dagarnir framundan verða jafnvel strembnir á köflum þar sem eig- inleikar þínir koma sér vel. Ævintýri er um það bil að hefjast þar sem þú fyllist af orku og vellíðan. TTU Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0vj Framkoma þín er vissulega að- laðandi en þú mátt ekki gleyma eigin þörfum. Vertu meðvitaður/meðvituð í hvað þú eyðir tíma þínum og með hverjum næstu daga og vikur. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Horfðu vel í kringum þig kæri bogmaður og sýndu sjálfinu hvað það er sem þú kannt sannarlega að meta við lífið. Settu þig í samand við þitt innsta eðli og hlustaðu betur. Steingeitin (22.des.-19.janj Líðan þín breytist vissulega með árstíðunum þar sem hugsanir þín- ar og viðhorf til umhverfisins einkenna þig á mismunandi vegu. Með komu vetrar færist yfir þig falleg birta og mikil gleði sem eflir orkustöðvar þínar og styrk þinn og stjórn þína á skapi þínu miðað við stjörnu steingeitar hérna. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.