Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 31
meginhugsun, að það séu miðlungsmennirnir sem
fremst standi í flokki þegar stórviðburðir sögunnar
gerast. Hann lýsir Marat og Robespierre, eins og þeir
koma hönum fj7rir sjónir, afskrýddir töfraskikkjunni,
sem glámskygni samtíðarinnar og þjóðsagan hafa
kastað um herðar þeim.
Framan af æflnni var það höfuðástríða Anatole
France að nema, skilja og að skapa sem fullkomnasta
list — það er ekki fyr en á efri árum að hann gerist
bardagamaður. Rit hans eru í senn verk vísinda-
manns og skálds. Pekkingarþorsti hans viðaði að
sér úr öllum áttum, úr sögu, heimsspeki, náttúru-
vísindum, bókmentum — og úr sjálfu líflnu. Hann
vildi komast til lifandi skilnings á háttum og menn-
ingu liðinna tíma og ólíkra þjóða, á öllum andstæð-
um mannlegra tilfinninga og hugsana, það var yndi
hans að stefna öllum lífsskoðunum í alvæpni hverri
gegn annari, án 'þess að skakka leikinn sjálfur. Hann
var auðugur að hugmyndum,' en lengi vel fátækur
að sannfæring og trú, vonlítill um betrpn og fram-
farir í högum og háttum mannkynsins. Pó var ekkert
fjær honum en beiskja eða þunglyndi. »Mér þykir
gaman að lífinu, jafnvel því sem er gróft, ófrýnilegt,
ljótt — ef það aðeins er Iíf«, skrifar hann. Og enn
segir hann: »Jeg er fæddur áhorfandi, og jeg held
jeg muni varðveita alla æfi einfeldni og trúgirni hins
gónandi og glápandi vegfaranda í stórri borg, sem
hefir gaman af öllu sem hann sér, sem á tímum
kapps og metnaðar á óskemda hina hlutlausu for-
vitni barnsins«. Heimsspeki sína setur hann einna
skýrast fram í þessari setningu í Le jardin d’Epicure:
»Gerum meðaumkunina og háðið að vitnum og dóm-
urum mannlífsins«. Pað er góðlátlegt bros í skopi
hans, hann er mjúkur í munni i ádeilum, meinlegur og
markviss en hvergi ofsafullur, harðleikinn eða þung-'
orður. Pegarhann hæðist að hinu marglofaða jafnrétti
fyrir lögunum, þá bendir hann á það, að það sé engu
(27)