Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 59
f. Heiðnrsmerki og; heiðursgjaíir.
5. febr.: Per Faber fulltrúi í utanríkisráðuneyti Dana
sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. — 27, s. m.:
Amadeu F. d’Almeida Charvalho sendiherra portu-
galskur í Khöfn, Dr. Domingos L. Pereira utanríkis-
ráðherra í Portugal og Dr. Antonio D. de Oliveira
Soares aðaft'orstjóri verzlunarmála og ræðismensku
Portugals sæmdir stórkrossi Fálkaorðunnar. — P.
Nielsen fyrrum verzlunarstjóri á Eyrarbakka sæmdur
riddarakrossi sömu orðu. — 17. apríl: Knud Zimsen
borgarstjóri í Rvík sæmdur riddarakrossi Dannebrogs-
orðunnar. — í apríl eða í maí var Rannveig Halldórs-
dóttir hjúkrunarkona í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj-
um sæmd frönskum heiðurspeningi fyrir hjúkrun
sjúklinga árið 1923, sem fluttir voru skaðbrendir í
sjúkrahúsið af botnvörpung, Terre Neuve. — 7. maí:
Christopher Paus kammerherra hjá páfanum sæmdur
stórriddarakrossi Fálkaorðunnar. — Eigil B. Bramsen
og Ewald Th. Kjölbye framkvæmdarstjórar í Khöfn,
Poul Michelsen hirðskartgripameistari s. st. og Laurits
Zöllner ræðismaður í Newcastle sæmdir riddarakrossi
sömu orðu. — 12. maí: Carl P. M. Hansen einkaritari
drottningarinnar sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorð-
unnar. — Axel C. Bille-Hansen cand. mag., justitsráð
i Khöfn sæmdur riddarakrossi sömu orðn. — 19. maí:
Sveini Björnssyni sendiherra leyft að hera stórkross
orðu ísabellu hinnar kapólsku, er Spánarkonungur
hafði sæmt hann. — 20. júní: Sigurði Briem aðal-
póstmeistara í Rvík leyft að bera kommandörkross
Sct. Olavsorðunnar, 2. fl., er Noregskonungur hafði
sæmt hann. — Gunnari Egilson ræðismanni leyft að
bera kommandörkross orðu Isabellu hinnar kapólsku,
sem Spánarkonungur hafði sæmt hann. — 2. júlí:
Hejnrich O. G. Ellinger prófessor í Iíhöfn, Ernst J.
Schmidt dr. phil. s. st. og Westy. Oddgeir Hilmar
Stephensen bankastjóri s. st.,sæmdir stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar. — 24. sept.: Christopher Fr. Hage
(55)