Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1926, Blaðsíða 91
og ófriðarsjúkdómum. Síra Jón Steingrímsson lækn-
aði sjúklinga með pví að ráðleggja þeim til matar
graut úr fiflalaufum; nú hafa vísindamenn 20. aldar-
innar staðfest með tilraunum, að í fiflablöðum
(taraxacum) eru allar tegundir bætiefna, sem í ný-
mjólk. Æskilegt væri, að húsmæður hjer á landi
vildu nýta vel gulrófnakál, fíflalauf, njólablöð o. fl.
og matreiða þannig, að það væri lystugt til matar.
Skarfakál er gamalt og reynt skyrbjúgslyf hjer á
landi.
Svo virðist vera um C-efni sem önnur bætiefni, að
líkaminn hafi í sjer nokkurn forða af þeim og geti
því verið án þeirra um skeið; en að lokum rekurað
'þvi að framfaraleysi og sjúkdómar gera vart við sig.
B-efnið er frábrugðið C-efninu að því leyti, að það
eyðilegst ekki af hita við matreiðslu, nje heldur af
þurki; í bætiefnaskránni erfljótsjeð, með hverskonar
matvælum vjer fáum B-efnið; margt fólk hjer á landi
nærist að miklu leyti á brauði, en i kornmat er ein-
mitt talsvert af þessu efni. Aðalhluti korns eða grjóna
er fræhvítan, en utan að henni er plöntufóstríð og
svo hýðið yzt. í nýtísku-mylnum eru grjónin oft af-
hýdd (»poleruð«); skefst þá hýðið og frjóanginn frá,
en eftir verður fræhvítan. Nú hefir komið í ljós við
fóðrunartilraunir, eins og lýst er hjer á undan, að
bætiefnin eru einmitt bundin við hýðið og frjóang-
ann, en fræhvítan, sem eftir mölunina nefnist mjöl,
er bætiefnalaus. Ein undantekning er þó í þessu efni,
því bœtiefni eru í öllu /úpkorninu og þar með œtíð í
rúgmjöli. Að þessu leyti er mjög mikill munur á rúg-
brauði og hveitibrauði, því brauð, sem bakað er úr
fínu hveiti, er sneitt bætiefnum, nema að því leyti
að ger er notað til bökunarinnar. Rúgbrauð eru því
vafalaust hollari matur en hveitibrauð, nema sjúk-
lingar eigi í hlut, sem eiga erfitt með að melta rúg-
inn; vafalaust þola þó flestir rúgbrauð, ef það er vel
tuggið og lítill súr í því. Rúgurinn örvar hreyfingu
(87)