Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 29
Fjórir frakkneskir menn, er sinnt
hafa íslenzkum efnum.
Paul Gaimard.
Sá atburður varð árið 1833, að frakkneskt haf-
rannsóknarskip, er La Lilloise nefndist, fórst i
norðurhöfum með allri áhöfn, og hefir ekki til pess
spurzt síðan. Fyrir skipinu réð ungur sjóliðsforingi,
er Jules de Blosseville hét og farið hafði víða um
höf, fullhugi hinn mesti; hafði hann getið sér góðan
orðstír fyrir vaskleika sakir og fyrir athuganir sínar.
Átti hann sérstaklega að kanna stöðvar þær, er
frakkneskum fiskiskipum yrði reikað um í norður-
höfum, og þá einkum hér við ísland. Sendi hann
Frakkastjórn skýrslu um för sina frá Vopnafirði i
öndverðum ágústmánuði 1833, og þann 6. ág. ritaði
hann bróður sinum bréf, en það vita menn siðast
til hans og þeirra félaga, að til ferða þeirra sást
13,—14. ágúst það sama ár, og voru þá úti fyrir
Önundarfirði vestra. Gerði Frakkastjórn út annað
skip árið eftir til þess að leita uppi La Lilloise eða
leifar þess, en sú för varð árangurslaus. Var enn
gert út skip frá Frakklandi 1835, er Könnuður hét
(La Recherche); var því sem hinu ætlað að fá ein-
hverjar fregnir af hinu týnda skipi, en allt kom það
fyrir ekki. í þessari för var og sveit visindamanna
(commission scientifique d’Islande et de Groénlande),
er Loðvik Filippus (Louis-Philippe) I.1) Frakka-
konungur hafði látið skipa til þess að rannsaka
náttúru og landslag á íslandi og Grænlandi, og
1) Loðvík Filippus tók konungdóm i Frakklandi 1830, og var
kallaður vellauðugur.
(25)