Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 30
var forseti þeirrar sveitar Joseph Paul Gaimard, er
fæddur var um 1790. Hann andaðist 10. dezember
1858. Páll Gaimard var allkunnur með Frökkum á
sinni tíð; hafði verið læknir i sjóliðinu og ferðazt
tvisvar kringum hnöttinn. Getur P. Thoroddsen þeirra
félaga i Landfræðisögu sinni, III. bls. 242 o. s. frv.
Gerir hann ekki ýkjamikið úr Páli sjálfum, þótt góður
yrði árangurinn af för þeirra; telur hina hafa gert
mestar athuganirnar og skráð mest af þeim. En á
hitt er þó að lita, að nokkurs hefir sá maður hlotið
að vera um kominn, er svo mikið traust hafði af
öðrum, að honura var falið að gegna jafnvandasömum
virðingarstarfa. Pað mun að vísu rétt, er Thorodd-
sen segir, aö Pall var maður framgjarn og ismeygi-
legur, kunni vel að koma ár sinni fyrir borð og
færði sér óspart i nyt kunningsskap sinn við heldri
menn; en bráðduglegur var hann, og auðvitað verður
dugnaði hans mest að þakka þann góða árangur, er
af þessari rannsóknarför varð.
Könnuður kom til ísiands 11. maí 1835, og urðu
þeir eftir af skipinu í Reykjavík Páil og Robert fé-
lagi hans, en það leitaði fyrir sér með ströndum
landsins og viða í norðurhöfum. Ferðuðust þeir fé-
lagar allviða það sumar með ströndum og annesjum
landsins, og þágu allan þann beina, er landsmenn
gátu i té latið; róma þeir mjög gestrisni íslendinga
og telja þá að visu litils megnuga, en greinargóöa
menn og velviljaða Frökkum, svo sem einatt hefði
komið i Jjós við frakkneska skipbrotsmenn. Héldu
þeir Pall svo heimleiðis um haustið og höföu með
sér ýmsa náttúrugripi og fo'nmenjar, er merkilegar
þóttu suður í Frakklandi; höfðu þeir kynnzt högum
manna, staðháttum og náttúru landsins svo sem
föng voru á, og kunnu frá mörgu að segja, er heim
kom. Pótti för þeirra félaga svo góð suður þar, að
enn var Könnuöur sendur hingað til iands árið eftir
(1836), en hélt þvi næst rakleitt til Grænlands, ef
(26)