Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 33
Arið 1870 hlotnaðist M. sá sómi að vera tekinn í
tðlu þeirra 40 nrvalsmanna meöal skálda og rithöf-
unda og annara visindamanna, er sæti eiga i Académie
Frangaise, og ekki gleymdi Gröndal honum í Heljar-
slóðarorrustu. P. Sv.
Maurice Cahen.
Maurice Cahen fæddist 18. apríl 1884 i Saint-Quentin.
Hann var ai kaupsýslumönnum kominn, en hugur
hans hneigðist þegar á unga aldri til máltræðisiðkana.
Lagði hann stund á þýzka tungu og tók kennarapróf
i henni 23 ára að aldri. Hafði hann þá ekki einungis
stundað nám i Paris, heldur líka i Berlín og Leipzig.
Að prófinu loknu var hann skólakennari stuttan
tima, en tók sig síðan upp og fór til Kaupmanna-
hafnar. Par dvaldist hann þrjú ár að mestu, en fór
þó á þvi árabili til háskólabæja í Noregi og Svíþjóð,
var þar um hríð við nám og kynntist svo öllum
helztu málfræðingum Norðurlanda. Á þessum árum
lagði hann stund á allar Norðurlandatungur, bæði
fornar og nýjar, en beindi þó einkum rannsóknum
sinum að forndönsku klerkamáli og áhrifum lág-
þýzkrar tungu á danska. Dró hann saman óhemju
mikið efni, sem hann ætlaði siðan að vinna úr,
þegar heim kæmi. En þetta reyndist torsótt. Hann
hafði gengið fram af sér við vinnu í Höfn, og taugar
hans biðu þess aldrei bætur. Pegar hann kom aftur
til Frakklands, varð hann enn að taka að sér skóla-
kennslu, sem fór með mest af tima hans, og þess á
milli þurfti hann að leita sér heilsubótar og algerðrar
hvíldar. Pá kom styrjöldin mikla. Cahen var mjög
frjálslyndur í skoðunum, víðsýnn og eindreginn friðar-
vinur. Pað var honum hin sárasta raun, að helztu
menningarþjóðir álfunnar skyldi berast á banaspjót-
um. Sjálfur var hann svo heilsuveill, að það mátti
heita fráleitt, að hann gengi i herþjónustu. Prátt
(29)