Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 39
Árbók Islands 1928,
a. Ýmis tíðindi.
Arferði ágætt.
Verzlun mjög hagstæð.
Fiskveiðar mjög góöar.
★ *
*
Jan. 8. íslenzk listsýning opnuð i Lýbiku á Þýzka-
landi og opin þar um tíma. Myndirnar voru sýndar
vióa i Pýzkalandi.
— 19. Alþingi sett. Kosnir: Forseti sameinaðs þings
Magnús Torfason, í e. d. Guðmundur Óiafsson, og
í n. d. Benedikt Sveinsson.
— 29. Stofnað, i Rvík, slysvarnafélag fslands.
í þ. m. bæjarstjórnarkosning í Rvík og Vest-
mannaeyjum, og á ísafirði og Seyðisflrði. — í þ. m.
og í febrúar drápu drengir tveir á Litlu-Pverá í
Húnavatnssýslu 18 kindur; varð af umtal mikið
og eignuðu menn fyrst draugum.
Febr. 1. Skjaldargiíma Ármanns i Rvík. Keppendur
14. Skjöidinn vann Sigurður Thorarensen frá
Kirkjubæ, en 1. verðlaun fyrir fegurðarglímu fekk
Jörgen Porbergsson.
— 21. Fauk hlaða á Ósi í Bolungarvík á sjó út, með
öllum heyforða bóndans, og vélbátur brotnaði við
öldubrjótinn og sökk.
Marz 31. Hófst nýtt vikublað í Rvík, Fálkinn.
April 2.—13. Skákþing ísiands háð i Rvik. Skákmeistari
varð 21. s. m. Einar Porvaldsson.
— 18. Alþingi slitið. Haldnir voru 157 fundir. Sam-
þykkt voru 68 lög og 23 þingsályktanir.
Maí 1. Stofnað i Rvík flugfélag íslands. Formaður
og framkvæmdarsljóri dr. Alexander Jóhannesson.
í þ. m. og til */« var fimleikaflokkur frá Rvik i
för til Calais.
(35)