Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 40
Júní 5. Kom skemmtiferðaskip, Carentia, til Rvikur.
Stóð við í 2 daga. Fór svo til Akureyrar og Seyðis-
fjarðar.
— 17. Fæðingardagur Jóns Sigurðssonar hátíðlegur
haldinn. — Allsherjarmót í. S. í. háð þá og næstu
daga.
— 24. tslandsglíman háð í Rvík. Forgeir Jónsson
varð glimukóngur og hlaut verðlaun fyrir fegurðar-
glimu.
— 27. Kom til Rvíkur skemmtiferðaskip, Calgaric,
frá Bandaríkjunum. Fór daginn eftir.
Júli 6. Hófst á Akureyri stórstúkuþing Goodtemplara.
Stóð í nokkra daga.
— 7. Kom til Rvíkur dráttarbáturinn Magni, nýkeyptur.
— 8. Kom til Rvíkur skemmtiferðaskip, Reliance, frá
New-York. Fór nóttina eftir.
— 14. Kom lil Rvíkur skemmtiferðaskip þýzkt, Ori-
noco. Stóð við 1 dag.
— 15. Kom til Rvíkur skemmtiferðaskip þýzkt, Berlin.
Stóð við í 2 daga.
— 20. Kom til Rvíkur vísindarannsóknaskip, Yacht
Carnegie, frá Washington. Stóð við í viku.
—- 21. Kom til Rvikur norskt skemmtiferðaskip, Mira.
Stóð við í 3 daga. Kom svo við á ísafirði, Akur-
eyri og Seyðisfirði.
í þ. m. hófst nýtt blað á Akureyri, Norðlingur.
Ágúst 3. Stofnað á ísafiröi eimskipafélag Vesturlands.
Formaður Jón S. Edwald ræðismaður. Fram-
kvæmdarstjóri Gunnar Hafstein. Félagið keypti
skip, Nordland, er nefndist Vestri.
— 4. Synti frá Viðey til Rvíkur ungfrú Ásta Jóhannes-
dóttir í Rvík, um 4 km. Var 1 klst. og 551/* mín.
á leiðinni.
— 11. Hófst i Rvík mót iþróttasnillinga íslands. Stóð
i nokkra daga.
— 21. Kom til Rvíkur hollenzkt skemmtiferðaskip,
Gelria.
(36)