Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 63
njóta góðs af þessu menningartæki, en enn þá fer
því fjarri, að svo sé. Ef iitið er á einstakar borgir,
stendur Berlin hæst með 60% af borgarbúum sem
útvarpsnotendur, Wien með 50%, London með 40%
o. s. frv. Hugsið þið ykkur 60% í Reykjavík eða um
15.000 útvarpsnotendur þarl Pess ber og að gæta, að
þessar tölur hafa myndazt á að eins 4—6 árum og
fara enn hraðhækkandi. Með þetta í huga j*etur eng-
inn gengið þess dulinn, að hér er um eitthvað óvenju-
legt að ræða, sem vert er að gefa nánari gætur.
Við skulum nú athuga, hvað það kostar að vera
útvarpsnotandi og hvað fæst fyrir það. Kostnaðurinn
skiptist í afnotagjald af útvarpinu og stofnkostnað
viðtækis, rekstur þess og viðhald.
Afnotagjald útvarpsins er nokkuð mismunandi; í
ýmsum löndum, svo sem Bandarikjunum, Argentinu,
Hollandi, Frakklandi og víðar heflr til þessa ekki
þurft að greiða neitt gjald til útvarpsstöðvanna; í
öðrum löndum, svo sem Englandi, Belgiu, Sviss,
Svíþjóð, Danmörk og Noregi og víðar hefir það verið
um 10 kr. á ári, í Austurríki og Pýzkalandi um helm-
ingi meir, en mun hærra (35—100) í Astralíu, Suður-
Afríku, Austur-Indlandi (Malayan Broadc. Co.) o. v.
í stóru Iöndunum geta menn heyrt margar nálægar
stöðvar, sem hver um sig útvarpar 10—12 klukku-
stundir á dag, ýmist fréttum, fyrirlestrum, hljómleik-
um eða þá myndum. Heil fjölskylda getur þannig
hlýtt á útvarp nærri 4000 klst. á ári og þarf ekki að
greiða meira i Englandi en sem svarar um 11 isl.
kr. árlega. Pannig getur fjöldi fólks hlustað á frægustu
snillinga heimsins fyrir að eins brot úr eyri um
tímann, og getur numið ótrúlega mikinn fróðleik af
úrvalsfyrirlestrum hinna færustu manna fyrir nærri
ekkert gjald, og þetta allt á heimili sínu. Tilgangurinn
með þessu afnotagjaldi er að ná inn fé til að bera
rekstur útvarpsstöðvar eða útvarpsstöðva; þar eru
(59)