Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 70
ávextirnir miklu fremur niöur, en þótt mun kröftugra
væri hrist en með annarri tíðni.
Á svipaðan hátt er pað með rafmagnssveiflurnar;
par er um sveiflubreytingu á ástandi rafmagns
(spennu, straumstyrks o. s. frv.) að ræða; öldulengd
er þar skemmsta fjarlægð á milli staða, par sem raí-
magnið i sveifluhreiflngunni er samtímis i sama
ástandi (heflr sömu rafspennu eða straumstyrk), og
eftir pví hve oft petta augnabiiksástand (pessi raf-
spenna eða straumstyrkur) myndast á sama stað
á sekúndu hverri, pá tölum við um svo og svo mik-
inn sveiflufjölda á sek., eða svo og svo mikla tíðni
sveiflnanna. Hraði sveifluhreifingar rafmagnsins er
hinn sami fyrir stultar og langar sveiflur, og pví eru
stuttar öldur (sveiflur) par mjög tiðar, örtíðar, en
Iangar öldur ótíðar eða fátíðar. Sveifluhreiflng raf-
magns getur borizt áfram eftir málmvírum eða öðr-
um góðum leiðurum og líka gegnum lopt eða önnur
einangrandi efni, og jafnvel gegnum lopttóm, gegnum
Ijósvakann, eins og pað er kallað. Pó fer pað mjög
eftir tiðni rafsveiflnanna, hve vel pær berast eftir
pessum leiðum; þannig er flutningur mjög langfa
rafsveiflna varla mögulegur nema eftir góðum leiðara.
Sem dæmi upp á mjög langar raföldur má nefna
ljósarafmagniö i Reykjavík; tíðnin er par 50 sveiflur
á sekúndu, og svarar pað til 6000 kilómetra öldu-
lengdar. í talsímanum eru notaðar rafsveiflur, sem
eru jafntíðar hljóðsveiflunum, eða um 800 sveiflur
á sek., og svarar pað til 375 kílómetra öldulengdar,
en við loptskeytasambönd og útvarp eru notaðar
margfalt tiðari rafsveiflur, örtíðar sveiflur, og er
öldulengdin par milli 10 og 30000 metra, eða tiðnin
milli 10000 og 30 miijónir sveiflna á sek. hverri.
Við útvarp parf annars vegar útvarpsstöð og hins
vegar útvarpsviðtæki. Aðaltækið á útvarpsstöðinni er
seudirinn, sem hefir pað verkefni að koma rafmagni
i örtiða sveifluhreifingu með mikilli orku, og svo á
(66)