Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 77
hér i Reykjavík. í ððrum löndum er tími sá, er fer
til fréttaútvarps, að eins lítið brot af öllum útvarps-
tímunum, og aðaigiidi útvarpsins sem menningar-
tækis er par talið fólgið i öðru en fréttum.
Eg vildi vona, að enginn missti áhuga sinn á út-
varpinu vegna útvarpstruflana eða vegna pess, að
orðin frá útvarpsstöð í púsunda kílómetra fjarlægð
eru óskír, eða að viðtæki fyrir svo fjarlægar stöðvar
eru dýr bæði að stofnkostnaði og í rekstri, en að
menn í pess stað legðu kapp á að fá útvarpstrufl-
unum útrýmt, eins og hægt er, og að sem mest verði
fiýtt smíði stórrar og fullkominnar útvarpsstöðvar
hér á landi.
Hins vegar er pað líka ljóst, að með stöðinni einni
er ekki allt fengið, en mjög mikið hvílir á peim
mönnum, sem eiga að velja útvarpsefni. Hér eiga
menn ekki eins og i öðrum löndum alstaðar greiðan
aðgang að sérfróðum tækjasölum, sem geta sett upp
viðtæki, leiðbeint um meðferð peirra og gert við
bilanir, eða nálægum stað, par sem menn geta fengið
hlaðna rafgeyma sína; pað er pví ekki að eins eðli-
legt, heldur líka nauðsynlegt, að stjórnin samfara
skipulagningu útvarpsins geri líka ráðstafanir til að
bæta úr pessu, pví að pað getur haft mikil áhrif um
viðgang útvarpsins á pessu landi.
Útvarpsmálið er eitt af stórmálum pjóðarinnar,
sem parfnast bráðrar Iausnar, og mikið riður á, að
grundvöllurinn sé traustur og heilbrigður frá upphafi.
30. janúar 1929.
G. Briem.
(73)