Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Qupperneq 78
Um þoku.
Pegar loptið er mjðg rakt, verður það minna tært
og fjarlægir hlutir fara að sjást óljóst eða í móða.
Vaxi rakinn enn þá meira og taki að mynda örsmáa
vatnsdropa, fara nálægari hlutir að hverfa í mistur,
pokumóða eða poku. — Stundum stafar móða eða
mistur meira af ryki heldur en raka. Er það algengt
i öllum landshlutum, þegar vindur stendur af hálend-
inu, eftir að þurkar hafa gengið um hríð. Rykmistrið
er móbrúnt að lit og því öðru vísi ásýndum heldur
en mistur, sem aðallega stafar af vatni í loptinu.
Poka, mislur og móða setja mjög svip á veðrið og
eru því alla jafna meðal þeirra fyrirbrigða, sem menn
geta um í veðurbókum og veðurskýrslum. Með því
að telja saman í skýrslunum, hve oft hafl orðið vart
þoku í mánuði hverjum, eða yfir árið, má fá saman-
burð á þokusemi í ýmsum héruðum landsins. —
Hins vegar er það ærið misjafnt, hvað menn telja
þoku. Algengt er hér á landi að telja þoku, ef ský
liggur á fjöllum, enda þótt loptið sé svo tært undir,
aö sjáist út i hafsauga. En veðurfræðingar telja eigi
þoku eða mistur nema það nái alveg niður að lág-
lendi (eða í hæð við athugunarstaðinn), svo að skyggni
takmarkist að mun í lárétta stefnu. — Er tæpasl rétt
að telja poku, ef hlutir greinast vel í 2000 m. fjarlægð.
Vegna siglinga og einkum þó vegna flugferða er
þokan hin raesta meinvættur og því áriðandi, að
veðurfregnir gefi sem gleggstar upplýsingar um, hvar
þoka er og hve dimm hún er.
íslenzkar veðurskýrslur bera flestar með sér, að
orðin þoka, móða og mistur eru óljós að merkingu,
enda ber mjög á ósamræmi i athugunum af því tægi.
Fjöldi þokudaga yfir árið er oft mjög mismunandi á
nágrannastööum með svipaða staðhælti. Stundum
fjölgar eða fækkar þokudógum á sama stað, þegar
(74)