Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 82
N orðurheimskautsbaugurinn.
Á landslagsuppdrætti minum af fslandi, sem kennara-
samband íslands gaf út síðastliðiö ár, er heimskauts-
baugurinn látinn liggja kippkorn norðar en hann er
settur á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar og öðrum
íslandsuppdráltum, er síðar hafa verið gerðir. Petta
heflr vakið eftirtekt og því verið hreyft við mig, hvað
ylli, að eg breytti út af venjunni, léti heimskauts-
bauginn að eins snerta Rifstanga á Melrakkasléttu og
liggja norður á miðri Grimsey, i stað pess að hann
hafi áður verið iátinn liggja um Sléttu norðanverða
og Fót Grímseyjar, sunnanhallt. Spurning pessi er
réttmæt, og skal eg hér leitast við að gefa skýringu
u n petta atriði og svara svo spurningunni.
Hvað er heimskautsbaugur? Vegna þeirra, sem ekki
skyldi vera nægilega ljóst, hvað meint er með pessu
heiti, skal pað tekið fram, að baugur þessi er pað
takmark,') sem geislar sólarinnar um sólstöður á
sumri ná lengst suður á bóginn — yfir norðurheim-
skaut — og, aftur á móti lengst norður á bóginn um
vetrarsólhvörf. Baugurinn liggur hringinn í kringum
heimskautið, jafnlangt frá pví á alla vegu.*)
Halli jarðássins. Snúningsás, (öxull eða möndull)
jaröar ris ekki lóðbeint á brautarfleti hennar, en
hallast nokkuð við honum, hér um bil 23*/* gráðu.
Pessi halli snúningsássins veldur pvi, að jörðin á
braut sinni umhverfis sólina ár hvert veit mjög ólíkt
við sólargeislunum eftir árstíðum. Frá jafndægrum á
vori tii jafndægra á hausti — sumarmissirið hjá oss
norðurbúum — skin sólin meira á norðurhvel jarðar,
og mest um sólstöðurnar. Baðast pá norðurskaut í
1) Baugur, þ. e. hringur (hringlina).
2) f landafræðinni er heimskautsbaugurinn Iátinn vera skil-
greinina millum kuidabeltisins og tempraða beltisins, rétt norðan-
vert við ísland.
(78)