Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 83
geislum hennar, allt suður að heimskautsbaug, eins
og fyrr.er getið. Hinn helming ársins, vetrarmisserið,
lendir, aftur á móti, norðurheimskautið i forsœla;
breiðist pá nótt yfir pað, og um vetrarsólhvörf, allt
suður að fyrrgreindum takmörkum. Eins og gefur að
skilja, verða þessar breytingar alveg gagnstæðar á
suðurhveiinu, vetrarmisseri á móti sumarmisseri
o. s. frv.
Hreifirrg jarðhallans. Ef halli jarðássins stæði i stað,
yrðu heimskautsbaugar og hvarfbaugar einnig óbifan-
legir, því að baugar þessir standa í beinu sambandi
við jarðarhallann. En þessu er ekki þannig var ð, og
er þá komið að svarinu, sem lofað var: As hnaltar
vors sveifiast fram og a/tur; hann ýmist ris eða fellur
á brautarfletinum, en þess vegna flytjast heimskauts-
baugarnir (og hvarfbaugarnir). Pegar jarðásinn ris —
verður lóðréttari — flyzt heimskautsbaugurinn norður
á við, þegar hann fellur — verður skáhallari — þá
suður á bóginn.
Sveifia heimskautsbaugsins. Löngu fyrir daga Krists
voru stjörnufræðingar farnir að verða varir við, að
halli jarðar breyttist; en það var í raun réttri ekki
fyrr en á seinni öldum, að unnt var að reikna það
út með nokkurn veginn vissu, að þessar hreifingar
endurtaka sig með jöfnum millibilum’; snúningsás
(79)