Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 86
dóma ritsins um stjórn stofnana og starfsemi eftir
daga Jóns Sigurðssonar, þeirra stofnana, sem hann
hafði verið við riðinn lifs. Hér er einkum átt við
þjóðmálastarfsemi og þjóðmálamenn samtímis Jóni
Sigurðssyni og jafnvel eftir daga hans, suma jafnvel
enn lifs. Það er alveg ótrúlegt, hve rik er tilhneiging
manna til þess á öiium tímum að færa hluti úr
skorðum, draga yflr viðburðina roóðu þjóðsagna eða
hylja þá hjúpi bentisemi sinnar. Getur oft verið ærið
tafsamt að reyta upp allan þann mosa úr götunni.
Petta er iskapað mannlegu eðli, og svo er þetta með
öllum þjóðum. Pessu veidur oftast þekkingarieysi
manna eða leti eða hirðuleysi um að kanna fuli gögn
og beita rannsóknum frá rótum. Pess er ekki við að
dyljast, að þótt ekki séu liðin nema 50 ár frá andláti
Jóns Sigurðssonar, má i sumum greinum þykja kenna
þessa mikla og meinlega farartálma á leið samvizku-
samra rannsóknamanna. Pað má vera, að mönnum
þyki værara að sofa á sínum gamla kodda, una við
sina gömlu trú, heldur en að þurfa að bylta sér til
og gera um aftur mat sitt, sem fast kann að vera
orðið á mönnum og málefnum. Gn ekki er unnt að
hlífa mönnum við því i slíkum ritum, þótt hlutlaust
sé ritað, sem skylt er jafnan.
Um rit, sem liggur svo fast við vora tíma sem
þetta rit, er það framar öllu nauðsynlegt, að ekki sé
farið á hundavaði yflr heimildir. Par hlýðir eigi hvað
sizt, að skimað sé af alúð tii gagna og fulikominna
heimilda. Lengi býr að fyrstu gerð, og þetta er í
fyrsta sinn, að sögukönnun heflr átt sér stað um
þetta tímabil allt, þvi að ekki verða talin tit könn-
unar yflrborðsrit, sem birzt hafa á prenti um sumt
þetta efni. Um rit, sem svo er náið lifandi mönnum
sem þetta, á það við, freraur öðrum ritum, að láta
gögnin sjálf ráða dómi og mati, leggja þau vel fyrir,
tengja rétt saman og skipa niður.
Pað mun á allra vitorði, að starf Jóns Sigurðssonar
(82)