Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 96
sem hún átti erfitt með að muna. Um árstíðirnar
kvað hann:
Tiðir ársins tafarlaust
telur mengið fria:
Vetur, sumar, vor og haust.
Vittu það, María.
Pá kvað hann út af einni greininni i kverinu, sem
fjallar um skapbresti manna:
Reiði, hatur, hefndargirni, öfund,
það eru skæðir skaplestir,
skemmdaræðis vogestir.
Pessar vísur kvað hann lika við Mariu:
Ef við stundum illan sið
og æsum þverúð svera,
þá mun kölski kætast við
og kjósa hér að vera.
Við skulum semja sátt og frið,
sem oss ber að gera.
Pá mun fjandinn firrtast við
og fýsa ei hér að vera.
Á mér hafði Jón mikið dálæti, líklega af því að ég
var yngsta barnið á bænum; kvað hann oft um mig.
Set eg hér það, sem eg man:
Ný uppfægð er nistissól,
á nýjum æskuvegi,
með nýja svuntu, á nýjum kjól,
á nýjum sunnudegi.
Dyggðahreina þelið þitt
þrátt eg reyni og sanna,
þú ert einatt yndið mitt,
eðalsteina-nanna.
Einhvern tíma, er illa lá á mér, kvað hann:
Má ei græta barnið blíða,
búið klárum svip og hreinum,
(92)