Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 97
svo bráinsstræta fjólan fríða
felli tár af hvarmasteinum.
Pessi vísa er eftir Jón:
Lömbin skoppa hátt með hopp,
hugar sloppin meinum,
bera snoppu að blómsturtopp,
blöðin kroppa af greinum.
Er hann eitt sinn heyrði hundgá, kvað hann:
Hundur gjammar úti einn,
undur gammalegur,
um grundu þrammar sá óseinn,
sundur hramma dregur.
Um dreng, er honum pótti mikill fyrir sér, kvað
hann:
Pú ert derrinn, þykir mér,
pað er verri saga,
litla sperrir limi á pér
lundur snerrudaga.
Tvær telpur, sem áttu sína ána hvor, báðu hann
að kveða um kindurnar sínar; hann kvað:
Mesta gull og metfé Kolla
min dáfalleg er.
Vafin ull sem vænsta rolla,
vita allir hér.
Hin fékk þessa:
Vænstu ána á eg eina,
ei pví leyna ber.
Pað er hún Grána min, eg meina,
mun ei reynast ver.
Petta er pað, sem eg í svip man af kveðskap Jóns
gamla; má af pessu litla sjá, að maðurinn var vel
hagmæltur, rímaði, þegar honum datt pað i hug, án
pess að vanda mikið til þess, eða kveða sér til »lofs
og frægðar«. Aldrei vissi ég, hvernig stóð á pvi, að
Jón fylgdist ekki með foreldrum mínum, pegar pau
fluttust að Breiðabólstað frá Kvennabrekku; pó hygg
eg, að pað hafi fremur verið af því, að hann hafi
(93)