Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 99
Hall tali, og hafði gaman af að smáerta karlinn og
láta hann fuðra upp. Einu sinni sagði hann við Hall:
»Jæja, Hallur, nú segir Katrin systir, að þú sért hætt-
ur bæði að Ijúga og stela«.
En Hallur brást reiður við og svaraði: »Og það er
helvítis lygi; pað hefir hún aldrei talað«.
Mestur varð orðstír Halls af kveðskap Harastaða-
Einars. Var hann nábúi Halls og fljótur til að henda
á lopti pað, sem hraut hjá Halli af fúkyrðum og
heimsku, og setja það i rim. Man eða kann eg fátt
eitt af því, en set hér þó lítið sýnishorn.
Ávarp Halis til Egils, fóstra sins, oröaöi Einar þannig:
Hallur beljar Egil á:
»Óspart kvelja skal þig svipa,
vítis heljar vofan grá,
viltu dvelj#nær eg skipa«.
Hryssa, sem Hallur átti, féll eitt sinn i dý. Kallaði
Hallur til nábúa sins, sem Gísli hét, að hjálpa sér
að draga hana úr dýinu. Út af því kvað Einar:
»Hjálpaðu, Gisli, hryssunni
hels úr miði dökkva«.
Hallur kallar, »/z... a... b...,
hún ætlar að sökkva«.
Einu sinni kom Hallur að Harastöðum og var
spurður frétta. Póttist hann engar fréttir vita nema
það, að hann hefði komiö að Kvennabekku, og þar
hefðu þeir verið að eta kerlinguna. Átti hann þar
við útför, sem haldin var þar með erfisdrykkju eftir
konu, sera dáið hafði i sókninni.
Um það kvað Einar:
»Mig að svanna brekku bar,
bragnar inni sátu,
daginn þann, sem dróttsetar
dauða kerling átu«.
Pað bar við einu sinni sem oftar, að faðir minn
gaf saman hjón f Kvennabrekkukirkju. Hét brúð-
guminn Ólafur, mesti einfeldningur. Pegar kom að
(95)