Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 100
því að svara þriðju spurningunni, sem presturinn,
samkvæmt handbókinni, leggur fyrir brúðgumann,
kom hik á Ólaf, en þó tæplaði hann á jainu; varð
þá Hallur fljótur til, stökk upp úr sæti sínu, þrífur
í öxl Ólafi og segir af miklum móð: »Segðu nei,
maður«. Lét Ólafur sér það að kenningu verða og
sagði nei. Tók það prestinn góða stund að leiðrétta
þessa misfellu, enda mun hann hafa átt erfitt með
að verjast hlátri, þar sem hann var að eðlisfari að-
hlæginn og heita mátti, að öll kirkjan kímdi eða hlægi.
Petta yrkisefni var óspart notað. Auðvitað byrjaði
Einar á Harastöðum með þessari vísu:
Hallur minnti Ólaf á,
úrlausn veitti hraður:
»Nú er vandi að nefna já,
neitaðu heldur,^maður«.
Petta varð heiil kvæðabálkur, sem nú mun að
mestu týndur. Matt i. skáld Jochumsson var ui.glingur
á Kvennabrekku, þegar þetta gerðist, lagði hann til
þessa stöku:
Ólafur vildi, eins og skyldi,
ungri játast menjagná.
En Hallur frekur hreint af tekur,
hann þá megi nefna já.
Hallur bjó enn í Miðskógi, er foreldrar minir flutt-
ust frá Kvennabrekku, en mun hafa dáið skömmu
síðar. Heyrði eg hans Iitið gelið eftir að eg kom á
Skógarströnd, að öðru en því, að móðir mín mátti
ganga að því vísu, að missa kind úr bráðanum eða
af óhappi, ef hana dreymdi Hall í Miðskógi. Var
mamma vön að bæta við, er hún sagði fyrir þenna
skaða sinn: Það er af því að nafnið er svo hart. En
ekki myndi Hallur gamli vilja, að eg yrði fyrir óhappi,
ef hann mætti nokkuru um ráða.
Theodóra Thoroddsen.
(96)