Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Page 101
3. Jónas Gíslason.
Jónas var tíðast kallaður Skógstrendingaskáld, var
Breiðflrðingur að ætt, og mun mestan hluta ævinnar
hafa átt heima á þeim hluta Skógarstrandar, sem
kallað er Útströnd. Bjó hann lengi á Ytra-Leiti.
Kveður hann svo um sjálfan sig i bæjarímu:
Hrósið veit eg fæstra fá
fróns um reiti mönnum hjá
Jónas Leiti Ytra á;
við armóðsstreitu þjónar sá.
Pegar foreldrar mínir, Guðmundur Einarsson
prófastur og Katrin Ólafsdóttir kona hans, fluttust
að Breiðabólstað á Skógarströnd, árið 1869, var
Jónas orðinn roskinn maður og hættur búskap, enda
var þá koua hans látin fyrir nokkurum árum; hafð-
ist hann við hér og par á Útströndinni í húsmennsku
og vann fyrir sér með daglaunavinnu; mun hann
hafa bjargast á eiginspýtur alla ævi, og var hann þó
fatlaður að þvi leyti, að hægri hönd hans var kreppt
í lófa, eins og hann kvað:
Heims ei fala vingan vann,
vefjast kala böndin.
. Prek ei ala af kappi kann,
kreppt er valaströndin.
Börn átti Jónas nokkur, en þau voru víst öll fátæk,
nema cinn sonur, sem komst í álnir og styrkti föður
sinn þó nokkuð. Ekki veit eg, hve gamall maður
Jónas varð, en iifandi var hann, þegar eg fór af
Skógarströnd 1883.
Jónas var náttúrugreindur maður og fróður um
margt, en sérvitur var hann talinn og ekki við alþýðu-
skap; var það og algengt um menn á þeim árum, er
fengið höfðu þá eina menntun, er þeir með elju og
harðfylgi höfðu aflað sér sjálfir, að þeir urðu nokkuð
einrænir, ef skapið var ekki því léttara. En Jónas
þótti fremur skapstyggur, kerskinn og kaldlyndur,
en skemmtilegur og orðheppinn var hann, þegar vel
(97) 7