Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Side 103
Vertu bóndi var um þig,
virtu skipan sanna,
þá mun ekki sýna sig
svipan valdstjóranna.
Festu minnis fast á vog
fjölda þinna sauöa. *
Haföu þig i hófi og
hræðstu »skýiö rauðak
Pú ef kýst á þingi friö,
þýðlega mátt svara.
Pví hér er ekki að höndla við
hjú eða daglaunara.
Jónas falaðist eitt sinn eftir húsmennsku hjá hjón-
nm, sem bjuggju þar á Ströndinni. Var bóndi til meö
að verða við lilmælum hans, en er til húsfreyju
kom, þá aftók hún, að hann fengi inni, og réð hún
þar rneira um. Pykktist Jónas við konuna og kvað:
Bæði sníður breitt og sitt
bús af efnum fínnm,
konan, sem að pilsið prýtt
passar manni sinum.
Annar hagyrðingur, er Jóhann hét Jónsson, tók
upp þykkjuna fyrir konuna,.og kvað á móti:
Svoddan getur fræði flutt,
flókinn eins og refur,
maunorðið sá mjótt og stutt
mörgum sniðið hefur.
Um málavafstur Saura-Gisla kvað Jónas:
Dalasýslu sæmd eg tel,
sakarísl þó nægi,
hvað hann Gísli ver sig vel
valdahrislu-slagi.
Heldur þótti Jónasi hætta við að leggja menn í
einelti með níðvísum, og það að ósekju. Unglingur,
sem Pórarinn hét, varð sérstaklega fyrir því barðinu;
(99)