Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Síða 104
man eg að eins tvær vísur af því, sem hann kvað
um hann:
Lífið dróst fram letinnar,
lék i brjósti úfið svar,
þeytir gjósti þykkjusnar
Pórarinn fóstri Iíristnýjar.
Og enn fremur:
Hræðslan sjúka vill mín vitja
við ómjúkan ræðugný,
þegar púka sé eg sitja
svarðarhnjúki framan í.
Samtiða Pórarni þessum og Jónasi var stúlka,
hreppsómagi, sem Elín hét. Hélt Jónas i hönd með
henni, og er samanburður á Pórarni og henni falinn
i þessari stöku:
Iðjusemin er á sveit,
engin þiggur verðugheit.
En lið þó sýni litið eitt,
letinni er kaupið greitt.
Pótti honum líka sem Elín þessi væri fullmikið
störfum hiaðin; um það kvað liann:
Vinnur Eila verkamagn,
vel sem kann að haga.
Hún er ýmist eldhúsgagn
eða stofuþvaga.
Piltur nokkur fluttist af Skógarströnd út í Stykkis-
hólm og gerðist þjónn á veitingahúsi þar í kaup-
staðnum. Pótti Jónasi hann miklast ura of af þeirri
stöðu og kvað:
Ungum spruttu uxa horn,
af dramblætis tagi.
Vgrtshúsgyðjan, versta norn,
vatt þau öll úr lagi.
Um stúlku, er fór vistferlum af ströndinni út í
Stykkishólm, kvað Jónas:
Sál er dönsk i silkirein,
sem að mest um varðar.
(100)